Merkel lofar störfum og sterkri þýskri rödd innan ESB Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2018 12:50 Þetta verður fjórða kjörtímabil Angelu Merkel sem kanslari Þýskalands. Vísir/AFP Ný ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, ætlar að einbeita sér að því að tryggja störf og hagsæld. Merkel segist einnig ætla að beita sér fyrir því að rödd Þjóðverja verði áfram sterk innan Evrópusambandsins. Nærri því hálft ár er liðið frá þingkosningunum í Þýskalandi en aldrei hefur tekið svo langan tíma að mynda ríkisstjórn í landinu á áratugunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Sósíaldemókratar, samstarfsflokkur Kristilegra demókrata Merkel, samþykktu með nokkrum semingi að endurnýja samstarfið í gær. Þetta verður fjórða ráðuneytið Merkel en hún þykir koma löskuð út úr kosningunum og þrátefli síðustu mánaða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hún gerði misheppnaða tilraun til að mynda ríkisstjórn með Græningjum og Frjálsum demókrötum áður en hún leitaði aftur í faðm fyrrverandi félaganna í Sósíaldemókrataflokknum. Samstarfsflokkurinn fær stól fjármálaráðherra og sex og fimm önnur ráðuneyti. Töluverð andstaða var þó innan raða sósíaldemókrata við áframhaldandi stjórnarsamstarf. Flokkurinn fékk sína verstu útreið í sögunni í kosningunum í september. Kenna margir flokksmenn samstarfinu við flokk Merkel um hvernig fór.Áskoranir í EvrópuMerkel sagði í dag að tími væri kominn fyrir aðgerðir. „Við sjáum að Evrópa stendur frammi fyrir áskorunum og að sterk rödd Þýskalands ásamt Frakklandi og öðrum aðildarríkjum er nauðsynleg,“ sagði kanslarinn og vísaði meðal annars til átakanna í Sýrlandi og viðskipta í heiminum. Búist er við því að þýska þingið samþykki kjör Merkel sem kanslara 14. mars. Tengdar fréttir Samþykkja samsteypustjórn með Merkel Þýski jafnaðarmannaflokkurinn SPD hefur samþykkt samsteypustjórn með Kristilegum demókrötum, flokki kanslarans Angelu Merkel. Fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi er því lokið. 4. mars 2018 08:58 Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins lifi út kjörtímabilið. 9. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Ný ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, ætlar að einbeita sér að því að tryggja störf og hagsæld. Merkel segist einnig ætla að beita sér fyrir því að rödd Þjóðverja verði áfram sterk innan Evrópusambandsins. Nærri því hálft ár er liðið frá þingkosningunum í Þýskalandi en aldrei hefur tekið svo langan tíma að mynda ríkisstjórn í landinu á áratugunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Sósíaldemókratar, samstarfsflokkur Kristilegra demókrata Merkel, samþykktu með nokkrum semingi að endurnýja samstarfið í gær. Þetta verður fjórða ráðuneytið Merkel en hún þykir koma löskuð út úr kosningunum og þrátefli síðustu mánaða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hún gerði misheppnaða tilraun til að mynda ríkisstjórn með Græningjum og Frjálsum demókrötum áður en hún leitaði aftur í faðm fyrrverandi félaganna í Sósíaldemókrataflokknum. Samstarfsflokkurinn fær stól fjármálaráðherra og sex og fimm önnur ráðuneyti. Töluverð andstaða var þó innan raða sósíaldemókrata við áframhaldandi stjórnarsamstarf. Flokkurinn fékk sína verstu útreið í sögunni í kosningunum í september. Kenna margir flokksmenn samstarfinu við flokk Merkel um hvernig fór.Áskoranir í EvrópuMerkel sagði í dag að tími væri kominn fyrir aðgerðir. „Við sjáum að Evrópa stendur frammi fyrir áskorunum og að sterk rödd Þýskalands ásamt Frakklandi og öðrum aðildarríkjum er nauðsynleg,“ sagði kanslarinn og vísaði meðal annars til átakanna í Sýrlandi og viðskipta í heiminum. Búist er við því að þýska þingið samþykki kjör Merkel sem kanslara 14. mars.
Tengdar fréttir Samþykkja samsteypustjórn með Merkel Þýski jafnaðarmannaflokkurinn SPD hefur samþykkt samsteypustjórn með Kristilegum demókrötum, flokki kanslarans Angelu Merkel. Fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi er því lokið. 4. mars 2018 08:58 Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins lifi út kjörtímabilið. 9. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Samþykkja samsteypustjórn með Merkel Þýski jafnaðarmannaflokkurinn SPD hefur samþykkt samsteypustjórn með Kristilegum demókrötum, flokki kanslarans Angelu Merkel. Fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi er því lokið. 4. mars 2018 08:58
Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins lifi út kjörtímabilið. 9. febrúar 2018 06:00