Merkel lofar störfum og sterkri þýskri rödd innan ESB Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2018 12:50 Þetta verður fjórða kjörtímabil Angelu Merkel sem kanslari Þýskalands. Vísir/AFP Ný ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, ætlar að einbeita sér að því að tryggja störf og hagsæld. Merkel segist einnig ætla að beita sér fyrir því að rödd Þjóðverja verði áfram sterk innan Evrópusambandsins. Nærri því hálft ár er liðið frá þingkosningunum í Þýskalandi en aldrei hefur tekið svo langan tíma að mynda ríkisstjórn í landinu á áratugunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Sósíaldemókratar, samstarfsflokkur Kristilegra demókrata Merkel, samþykktu með nokkrum semingi að endurnýja samstarfið í gær. Þetta verður fjórða ráðuneytið Merkel en hún þykir koma löskuð út úr kosningunum og þrátefli síðustu mánaða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hún gerði misheppnaða tilraun til að mynda ríkisstjórn með Græningjum og Frjálsum demókrötum áður en hún leitaði aftur í faðm fyrrverandi félaganna í Sósíaldemókrataflokknum. Samstarfsflokkurinn fær stól fjármálaráðherra og sex og fimm önnur ráðuneyti. Töluverð andstaða var þó innan raða sósíaldemókrata við áframhaldandi stjórnarsamstarf. Flokkurinn fékk sína verstu útreið í sögunni í kosningunum í september. Kenna margir flokksmenn samstarfinu við flokk Merkel um hvernig fór.Áskoranir í EvrópuMerkel sagði í dag að tími væri kominn fyrir aðgerðir. „Við sjáum að Evrópa stendur frammi fyrir áskorunum og að sterk rödd Þýskalands ásamt Frakklandi og öðrum aðildarríkjum er nauðsynleg,“ sagði kanslarinn og vísaði meðal annars til átakanna í Sýrlandi og viðskipta í heiminum. Búist er við því að þýska þingið samþykki kjör Merkel sem kanslara 14. mars. Tengdar fréttir Samþykkja samsteypustjórn með Merkel Þýski jafnaðarmannaflokkurinn SPD hefur samþykkt samsteypustjórn með Kristilegum demókrötum, flokki kanslarans Angelu Merkel. Fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi er því lokið. 4. mars 2018 08:58 Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins lifi út kjörtímabilið. 9. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Ný ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, ætlar að einbeita sér að því að tryggja störf og hagsæld. Merkel segist einnig ætla að beita sér fyrir því að rödd Þjóðverja verði áfram sterk innan Evrópusambandsins. Nærri því hálft ár er liðið frá þingkosningunum í Þýskalandi en aldrei hefur tekið svo langan tíma að mynda ríkisstjórn í landinu á áratugunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Sósíaldemókratar, samstarfsflokkur Kristilegra demókrata Merkel, samþykktu með nokkrum semingi að endurnýja samstarfið í gær. Þetta verður fjórða ráðuneytið Merkel en hún þykir koma löskuð út úr kosningunum og þrátefli síðustu mánaða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hún gerði misheppnaða tilraun til að mynda ríkisstjórn með Græningjum og Frjálsum demókrötum áður en hún leitaði aftur í faðm fyrrverandi félaganna í Sósíaldemókrataflokknum. Samstarfsflokkurinn fær stól fjármálaráðherra og sex og fimm önnur ráðuneyti. Töluverð andstaða var þó innan raða sósíaldemókrata við áframhaldandi stjórnarsamstarf. Flokkurinn fékk sína verstu útreið í sögunni í kosningunum í september. Kenna margir flokksmenn samstarfinu við flokk Merkel um hvernig fór.Áskoranir í EvrópuMerkel sagði í dag að tími væri kominn fyrir aðgerðir. „Við sjáum að Evrópa stendur frammi fyrir áskorunum og að sterk rödd Þýskalands ásamt Frakklandi og öðrum aðildarríkjum er nauðsynleg,“ sagði kanslarinn og vísaði meðal annars til átakanna í Sýrlandi og viðskipta í heiminum. Búist er við því að þýska þingið samþykki kjör Merkel sem kanslara 14. mars.
Tengdar fréttir Samþykkja samsteypustjórn með Merkel Þýski jafnaðarmannaflokkurinn SPD hefur samþykkt samsteypustjórn með Kristilegum demókrötum, flokki kanslarans Angelu Merkel. Fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi er því lokið. 4. mars 2018 08:58 Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins lifi út kjörtímabilið. 9. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Samþykkja samsteypustjórn með Merkel Þýski jafnaðarmannaflokkurinn SPD hefur samþykkt samsteypustjórn með Kristilegum demókrötum, flokki kanslarans Angelu Merkel. Fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi er því lokið. 4. mars 2018 08:58
Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins lifi út kjörtímabilið. 9. febrúar 2018 06:00