Nýsjálendingum ofboðið eftir „sársaukafullt“ viðtal við Ardern Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 06:34 Jacinda Ardern og Clark Gayford vissu ekki hvernig þau áttu að haga sér. Skjáskot Óþægilegt og löðrandi í karlrembu eru hugtökin sem Nýsjálendingar nota til að lýsa viðtali við forsætisráðherra þeirra, Jacindu Ardern, og eiginmann hennar sem frumsýnt var í gær. Viðtalið var dagskrárliður í áströlsku útgáfu 60 mínútna og vissu Nýsjálendingar vart hvaðan á þá stóð veðrið þegar hinn reyndi fréttamaður Charles Wooley hóf þáttinn á því að segja Jacindu Ardern vera huggulega. Í auglýsingum fyrir þáttinn var forsætisráðherrann jafnframt sagður vera „engum líkur“ enda væri Ardern „ung, heiðarleg og þunguð.“ „Ég hef hitt marga forsætisráðherra í gegnum árin,“ sagði Wooley er hann gekk við hlið Ardern um ganga þinghússins áður en myndavélinni var beint að brosi forsætisráðherrans. „En engan hef ég hitt sem er jafn ungur, klár og myndarlegur,“ bætti þáttastjórnandinn við.Wooley lét ekki þar við sitja heldur sagðist, rétt eins og Nýsjálenska þjóðina, vera „gagntekinn“ af Ardern. Þá vildi hann ólmur vita nákvæmlega hvenær von væri á barni þeirra hjóni því að „margir væru að reikna sig aftur á bak.“ Átti hann þar við að „margir,“ án þess að útskýra það nánar, væru forvitnir um hvenær barnið hafi verið getið. Eftir að hafa sjálfur dregið 9 mánuði frá væntanlegum fæðingardegi, 17. júní næstkomandi, sagði Wooley. „Ég á sjálfur 6 börn og finnst því ekkert skrítið að fólk eignist börn. Af hverju ættu þau ekki að vera getin í miðri kosningabaráttu?“Viðbrögð við viðtalinu létu ekki á sér standa. Landar Ardern létu 60 mínútur heyra það á samfélagsmiðlum og kvörtuðu ekki síst yfir óþægilega persónulegum spurningum. Þá var Wooley sagður vera karlremba og ekki húsum hæfur. Aðrir sögðust hafa fengið „óþægindahroll“ við áhorfið, öðrum „bauð við því“ og sumir sögðu einfaldlega að það hafi verið „sársaukafullt“ að sitja í gegnum það. Aðstandendur 60 mínútna hafa komið Wooley til varnar og segja hann einungis hafa verið að draga fram það mannlega í fari og persónu forsætisráðherrans. Ardern sagði sjálf nú í morgun að hún muni ekki missa svefn yfir viðtalinu. Fleiri myndbrot úr viðtalinu má nálgast með því að smella hér. Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Katrín óskar forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með óléttuna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur óskað Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með að eiga von á barni á Twitter. 28. janúar 2018 19:47 Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Óþægilegt og löðrandi í karlrembu eru hugtökin sem Nýsjálendingar nota til að lýsa viðtali við forsætisráðherra þeirra, Jacindu Ardern, og eiginmann hennar sem frumsýnt var í gær. Viðtalið var dagskrárliður í áströlsku útgáfu 60 mínútna og vissu Nýsjálendingar vart hvaðan á þá stóð veðrið þegar hinn reyndi fréttamaður Charles Wooley hóf þáttinn á því að segja Jacindu Ardern vera huggulega. Í auglýsingum fyrir þáttinn var forsætisráðherrann jafnframt sagður vera „engum líkur“ enda væri Ardern „ung, heiðarleg og þunguð.“ „Ég hef hitt marga forsætisráðherra í gegnum árin,“ sagði Wooley er hann gekk við hlið Ardern um ganga þinghússins áður en myndavélinni var beint að brosi forsætisráðherrans. „En engan hef ég hitt sem er jafn ungur, klár og myndarlegur,“ bætti þáttastjórnandinn við.Wooley lét ekki þar við sitja heldur sagðist, rétt eins og Nýsjálenska þjóðina, vera „gagntekinn“ af Ardern. Þá vildi hann ólmur vita nákvæmlega hvenær von væri á barni þeirra hjóni því að „margir væru að reikna sig aftur á bak.“ Átti hann þar við að „margir,“ án þess að útskýra það nánar, væru forvitnir um hvenær barnið hafi verið getið. Eftir að hafa sjálfur dregið 9 mánuði frá væntanlegum fæðingardegi, 17. júní næstkomandi, sagði Wooley. „Ég á sjálfur 6 börn og finnst því ekkert skrítið að fólk eignist börn. Af hverju ættu þau ekki að vera getin í miðri kosningabaráttu?“Viðbrögð við viðtalinu létu ekki á sér standa. Landar Ardern létu 60 mínútur heyra það á samfélagsmiðlum og kvörtuðu ekki síst yfir óþægilega persónulegum spurningum. Þá var Wooley sagður vera karlremba og ekki húsum hæfur. Aðrir sögðust hafa fengið „óþægindahroll“ við áhorfið, öðrum „bauð við því“ og sumir sögðu einfaldlega að það hafi verið „sársaukafullt“ að sitja í gegnum það. Aðstandendur 60 mínútna hafa komið Wooley til varnar og segja hann einungis hafa verið að draga fram það mannlega í fari og persónu forsætisráðherrans. Ardern sagði sjálf nú í morgun að hún muni ekki missa svefn yfir viðtalinu. Fleiri myndbrot úr viðtalinu má nálgast með því að smella hér.
Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Katrín óskar forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með óléttuna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur óskað Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með að eiga von á barni á Twitter. 28. janúar 2018 19:47 Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03
Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00
Katrín óskar forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með óléttuna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur óskað Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með að eiga von á barni á Twitter. 28. janúar 2018 19:47
Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37