Nýsjálendingum ofboðið eftir „sársaukafullt“ viðtal við Ardern Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 06:34 Jacinda Ardern og Clark Gayford vissu ekki hvernig þau áttu að haga sér. Skjáskot Óþægilegt og löðrandi í karlrembu eru hugtökin sem Nýsjálendingar nota til að lýsa viðtali við forsætisráðherra þeirra, Jacindu Ardern, og eiginmann hennar sem frumsýnt var í gær. Viðtalið var dagskrárliður í áströlsku útgáfu 60 mínútna og vissu Nýsjálendingar vart hvaðan á þá stóð veðrið þegar hinn reyndi fréttamaður Charles Wooley hóf þáttinn á því að segja Jacindu Ardern vera huggulega. Í auglýsingum fyrir þáttinn var forsætisráðherrann jafnframt sagður vera „engum líkur“ enda væri Ardern „ung, heiðarleg og þunguð.“ „Ég hef hitt marga forsætisráðherra í gegnum árin,“ sagði Wooley er hann gekk við hlið Ardern um ganga þinghússins áður en myndavélinni var beint að brosi forsætisráðherrans. „En engan hef ég hitt sem er jafn ungur, klár og myndarlegur,“ bætti þáttastjórnandinn við.Wooley lét ekki þar við sitja heldur sagðist, rétt eins og Nýsjálenska þjóðina, vera „gagntekinn“ af Ardern. Þá vildi hann ólmur vita nákvæmlega hvenær von væri á barni þeirra hjóni því að „margir væru að reikna sig aftur á bak.“ Átti hann þar við að „margir,“ án þess að útskýra það nánar, væru forvitnir um hvenær barnið hafi verið getið. Eftir að hafa sjálfur dregið 9 mánuði frá væntanlegum fæðingardegi, 17. júní næstkomandi, sagði Wooley. „Ég á sjálfur 6 börn og finnst því ekkert skrítið að fólk eignist börn. Af hverju ættu þau ekki að vera getin í miðri kosningabaráttu?“Viðbrögð við viðtalinu létu ekki á sér standa. Landar Ardern létu 60 mínútur heyra það á samfélagsmiðlum og kvörtuðu ekki síst yfir óþægilega persónulegum spurningum. Þá var Wooley sagður vera karlremba og ekki húsum hæfur. Aðrir sögðust hafa fengið „óþægindahroll“ við áhorfið, öðrum „bauð við því“ og sumir sögðu einfaldlega að það hafi verið „sársaukafullt“ að sitja í gegnum það. Aðstandendur 60 mínútna hafa komið Wooley til varnar og segja hann einungis hafa verið að draga fram það mannlega í fari og persónu forsætisráðherrans. Ardern sagði sjálf nú í morgun að hún muni ekki missa svefn yfir viðtalinu. Fleiri myndbrot úr viðtalinu má nálgast með því að smella hér. Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Katrín óskar forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með óléttuna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur óskað Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með að eiga von á barni á Twitter. 28. janúar 2018 19:47 Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Óþægilegt og löðrandi í karlrembu eru hugtökin sem Nýsjálendingar nota til að lýsa viðtali við forsætisráðherra þeirra, Jacindu Ardern, og eiginmann hennar sem frumsýnt var í gær. Viðtalið var dagskrárliður í áströlsku útgáfu 60 mínútna og vissu Nýsjálendingar vart hvaðan á þá stóð veðrið þegar hinn reyndi fréttamaður Charles Wooley hóf þáttinn á því að segja Jacindu Ardern vera huggulega. Í auglýsingum fyrir þáttinn var forsætisráðherrann jafnframt sagður vera „engum líkur“ enda væri Ardern „ung, heiðarleg og þunguð.“ „Ég hef hitt marga forsætisráðherra í gegnum árin,“ sagði Wooley er hann gekk við hlið Ardern um ganga þinghússins áður en myndavélinni var beint að brosi forsætisráðherrans. „En engan hef ég hitt sem er jafn ungur, klár og myndarlegur,“ bætti þáttastjórnandinn við.Wooley lét ekki þar við sitja heldur sagðist, rétt eins og Nýsjálenska þjóðina, vera „gagntekinn“ af Ardern. Þá vildi hann ólmur vita nákvæmlega hvenær von væri á barni þeirra hjóni því að „margir væru að reikna sig aftur á bak.“ Átti hann þar við að „margir,“ án þess að útskýra það nánar, væru forvitnir um hvenær barnið hafi verið getið. Eftir að hafa sjálfur dregið 9 mánuði frá væntanlegum fæðingardegi, 17. júní næstkomandi, sagði Wooley. „Ég á sjálfur 6 börn og finnst því ekkert skrítið að fólk eignist börn. Af hverju ættu þau ekki að vera getin í miðri kosningabaráttu?“Viðbrögð við viðtalinu létu ekki á sér standa. Landar Ardern létu 60 mínútur heyra það á samfélagsmiðlum og kvörtuðu ekki síst yfir óþægilega persónulegum spurningum. Þá var Wooley sagður vera karlremba og ekki húsum hæfur. Aðrir sögðust hafa fengið „óþægindahroll“ við áhorfið, öðrum „bauð við því“ og sumir sögðu einfaldlega að það hafi verið „sársaukafullt“ að sitja í gegnum það. Aðstandendur 60 mínútna hafa komið Wooley til varnar og segja hann einungis hafa verið að draga fram það mannlega í fari og persónu forsætisráðherrans. Ardern sagði sjálf nú í morgun að hún muni ekki missa svefn yfir viðtalinu. Fleiri myndbrot úr viðtalinu má nálgast með því að smella hér.
Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Katrín óskar forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með óléttuna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur óskað Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með að eiga von á barni á Twitter. 28. janúar 2018 19:47 Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03
Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00
Katrín óskar forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með óléttuna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur óskað Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með að eiga von á barni á Twitter. 28. janúar 2018 19:47
Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37