Forsætisráðherrann verður móðir Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. janúar 2018 06:37 Talað var um Jacindamania eða Jacindu-brjálæði fyrir síðustu kosningar en persónufylgi hennar er mikið. VÍSIR/AFP Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford. Barnið er sett í júní og gerir Ardern ráð fyrir því að taka sér sex vikna barneignarleyfi að fæðingunni lokinni. „Og við héldum að 2017 hafi verið stórt ár!“ skrifar Ardern í færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún greinir frá þunguninni. Ardern er 37 ára gömul og varð yngsti forsætisráðherrann í sögu Nýja-Sjálands þegar hún myndaði stjórn frá miðju til vinstri í október síðastliðnum. Hún hefur vart haft undan við að taka við heillaóskum eftir að hún setti inn fyrrnefnda færslu í gærkvöldi.Sjá einnig: Yngsta konan í ráðherrasætinu Í samtali við fjölmiðla segir Ardern að hún hafi komist að því að hún væri ólétt aðeins sex dögum áður en að hún tók við embætti - og varð hún „100 prósent hissa,“ að eigin sögn. Hún segist ætla að vera ávallt innan handar þó svo að hún taki sér nokkrar vikur í leyfi eftir barnsburðinn. „Ég er ekki fysta konan til að halda mörgum boltum á lofti. Ég er ekki fyrsta konan á vinnumarkaði sem eignast barn. Fjölmargar konur hafa gert það á undan mér,“ segir Ardern og bætir við að eiginmaður hennar verði heimavinnandi eftir að barnið kemur í heiminn.Instagram-færslu Jacindu Ardern má sjá hér að neðan And we thought 2017 was a big year! Clarke and I are really excited that in June our team will expand from two to three, and that we'll be joining the many parents out there who wear two hats. I'll be Prime Minister AND a mum, and Clarke will be “first man of fishing” and stay at home dad. I think it's fair to say that this will be a wee one that a village will raise, but we couldn't be more excited. I know there will be lots of questions, and we'll answer all of them (I can assure you we have a plan all ready to go!) But for now, bring on 2018. A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern) on Jan 18, 2018 at 1:44pm PST Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford. Barnið er sett í júní og gerir Ardern ráð fyrir því að taka sér sex vikna barneignarleyfi að fæðingunni lokinni. „Og við héldum að 2017 hafi verið stórt ár!“ skrifar Ardern í færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún greinir frá þunguninni. Ardern er 37 ára gömul og varð yngsti forsætisráðherrann í sögu Nýja-Sjálands þegar hún myndaði stjórn frá miðju til vinstri í október síðastliðnum. Hún hefur vart haft undan við að taka við heillaóskum eftir að hún setti inn fyrrnefnda færslu í gærkvöldi.Sjá einnig: Yngsta konan í ráðherrasætinu Í samtali við fjölmiðla segir Ardern að hún hafi komist að því að hún væri ólétt aðeins sex dögum áður en að hún tók við embætti - og varð hún „100 prósent hissa,“ að eigin sögn. Hún segist ætla að vera ávallt innan handar þó svo að hún taki sér nokkrar vikur í leyfi eftir barnsburðinn. „Ég er ekki fysta konan til að halda mörgum boltum á lofti. Ég er ekki fyrsta konan á vinnumarkaði sem eignast barn. Fjölmargar konur hafa gert það á undan mér,“ segir Ardern og bætir við að eiginmaður hennar verði heimavinnandi eftir að barnið kemur í heiminn.Instagram-færslu Jacindu Ardern má sjá hér að neðan And we thought 2017 was a big year! Clarke and I are really excited that in June our team will expand from two to three, and that we'll be joining the many parents out there who wear two hats. I'll be Prime Minister AND a mum, and Clarke will be “first man of fishing” and stay at home dad. I think it's fair to say that this will be a wee one that a village will raise, but we couldn't be more excited. I know there will be lots of questions, and we'll answer all of them (I can assure you we have a plan all ready to go!) But for now, bring on 2018. A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern) on Jan 18, 2018 at 1:44pm PST
Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03
Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00