Forsætisráðherrann verður móðir Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. janúar 2018 06:37 Talað var um Jacindamania eða Jacindu-brjálæði fyrir síðustu kosningar en persónufylgi hennar er mikið. VÍSIR/AFP Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford. Barnið er sett í júní og gerir Ardern ráð fyrir því að taka sér sex vikna barneignarleyfi að fæðingunni lokinni. „Og við héldum að 2017 hafi verið stórt ár!“ skrifar Ardern í færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún greinir frá þunguninni. Ardern er 37 ára gömul og varð yngsti forsætisráðherrann í sögu Nýja-Sjálands þegar hún myndaði stjórn frá miðju til vinstri í október síðastliðnum. Hún hefur vart haft undan við að taka við heillaóskum eftir að hún setti inn fyrrnefnda færslu í gærkvöldi.Sjá einnig: Yngsta konan í ráðherrasætinu Í samtali við fjölmiðla segir Ardern að hún hafi komist að því að hún væri ólétt aðeins sex dögum áður en að hún tók við embætti - og varð hún „100 prósent hissa,“ að eigin sögn. Hún segist ætla að vera ávallt innan handar þó svo að hún taki sér nokkrar vikur í leyfi eftir barnsburðinn. „Ég er ekki fysta konan til að halda mörgum boltum á lofti. Ég er ekki fyrsta konan á vinnumarkaði sem eignast barn. Fjölmargar konur hafa gert það á undan mér,“ segir Ardern og bætir við að eiginmaður hennar verði heimavinnandi eftir að barnið kemur í heiminn.Instagram-færslu Jacindu Ardern má sjá hér að neðan And we thought 2017 was a big year! Clarke and I are really excited that in June our team will expand from two to three, and that we'll be joining the many parents out there who wear two hats. I'll be Prime Minister AND a mum, and Clarke will be “first man of fishing” and stay at home dad. I think it's fair to say that this will be a wee one that a village will raise, but we couldn't be more excited. I know there will be lots of questions, and we'll answer all of them (I can assure you we have a plan all ready to go!) But for now, bring on 2018. A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern) on Jan 18, 2018 at 1:44pm PST Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford. Barnið er sett í júní og gerir Ardern ráð fyrir því að taka sér sex vikna barneignarleyfi að fæðingunni lokinni. „Og við héldum að 2017 hafi verið stórt ár!“ skrifar Ardern í færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún greinir frá þunguninni. Ardern er 37 ára gömul og varð yngsti forsætisráðherrann í sögu Nýja-Sjálands þegar hún myndaði stjórn frá miðju til vinstri í október síðastliðnum. Hún hefur vart haft undan við að taka við heillaóskum eftir að hún setti inn fyrrnefnda færslu í gærkvöldi.Sjá einnig: Yngsta konan í ráðherrasætinu Í samtali við fjölmiðla segir Ardern að hún hafi komist að því að hún væri ólétt aðeins sex dögum áður en að hún tók við embætti - og varð hún „100 prósent hissa,“ að eigin sögn. Hún segist ætla að vera ávallt innan handar þó svo að hún taki sér nokkrar vikur í leyfi eftir barnsburðinn. „Ég er ekki fysta konan til að halda mörgum boltum á lofti. Ég er ekki fyrsta konan á vinnumarkaði sem eignast barn. Fjölmargar konur hafa gert það á undan mér,“ segir Ardern og bætir við að eiginmaður hennar verði heimavinnandi eftir að barnið kemur í heiminn.Instagram-færslu Jacindu Ardern má sjá hér að neðan And we thought 2017 was a big year! Clarke and I are really excited that in June our team will expand from two to three, and that we'll be joining the many parents out there who wear two hats. I'll be Prime Minister AND a mum, and Clarke will be “first man of fishing” and stay at home dad. I think it's fair to say that this will be a wee one that a village will raise, but we couldn't be more excited. I know there will be lots of questions, and we'll answer all of them (I can assure you we have a plan all ready to go!) But for now, bring on 2018. A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern) on Jan 18, 2018 at 1:44pm PST
Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03
Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00