Nýsjálendingum ofboðið eftir „sársaukafullt“ viðtal við Ardern Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 06:34 Jacinda Ardern og Clark Gayford vissu ekki hvernig þau áttu að haga sér. Skjáskot Óþægilegt og löðrandi í karlrembu eru hugtökin sem Nýsjálendingar nota til að lýsa viðtali við forsætisráðherra þeirra, Jacindu Ardern, og eiginmann hennar sem frumsýnt var í gær. Viðtalið var dagskrárliður í áströlsku útgáfu 60 mínútna og vissu Nýsjálendingar vart hvaðan á þá stóð veðrið þegar hinn reyndi fréttamaður Charles Wooley hóf þáttinn á því að segja Jacindu Ardern vera huggulega. Í auglýsingum fyrir þáttinn var forsætisráðherrann jafnframt sagður vera „engum líkur“ enda væri Ardern „ung, heiðarleg og þunguð.“ „Ég hef hitt marga forsætisráðherra í gegnum árin,“ sagði Wooley er hann gekk við hlið Ardern um ganga þinghússins áður en myndavélinni var beint að brosi forsætisráðherrans. „En engan hef ég hitt sem er jafn ungur, klár og myndarlegur,“ bætti þáttastjórnandinn við.Wooley lét ekki þar við sitja heldur sagðist, rétt eins og Nýsjálenska þjóðina, vera „gagntekinn“ af Ardern. Þá vildi hann ólmur vita nákvæmlega hvenær von væri á barni þeirra hjóni því að „margir væru að reikna sig aftur á bak.“ Átti hann þar við að „margir,“ án þess að útskýra það nánar, væru forvitnir um hvenær barnið hafi verið getið. Eftir að hafa sjálfur dregið 9 mánuði frá væntanlegum fæðingardegi, 17. júní næstkomandi, sagði Wooley. „Ég á sjálfur 6 börn og finnst því ekkert skrítið að fólk eignist börn. Af hverju ættu þau ekki að vera getin í miðri kosningabaráttu?“Viðbrögð við viðtalinu létu ekki á sér standa. Landar Ardern létu 60 mínútur heyra það á samfélagsmiðlum og kvörtuðu ekki síst yfir óþægilega persónulegum spurningum. Þá var Wooley sagður vera karlremba og ekki húsum hæfur. Aðrir sögðust hafa fengið „óþægindahroll“ við áhorfið, öðrum „bauð við því“ og sumir sögðu einfaldlega að það hafi verið „sársaukafullt“ að sitja í gegnum það. Aðstandendur 60 mínútna hafa komið Wooley til varnar og segja hann einungis hafa verið að draga fram það mannlega í fari og persónu forsætisráðherrans. Ardern sagði sjálf nú í morgun að hún muni ekki missa svefn yfir viðtalinu. Fleiri myndbrot úr viðtalinu má nálgast með því að smella hér. Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Katrín óskar forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með óléttuna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur óskað Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með að eiga von á barni á Twitter. 28. janúar 2018 19:47 Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Óþægilegt og löðrandi í karlrembu eru hugtökin sem Nýsjálendingar nota til að lýsa viðtali við forsætisráðherra þeirra, Jacindu Ardern, og eiginmann hennar sem frumsýnt var í gær. Viðtalið var dagskrárliður í áströlsku útgáfu 60 mínútna og vissu Nýsjálendingar vart hvaðan á þá stóð veðrið þegar hinn reyndi fréttamaður Charles Wooley hóf þáttinn á því að segja Jacindu Ardern vera huggulega. Í auglýsingum fyrir þáttinn var forsætisráðherrann jafnframt sagður vera „engum líkur“ enda væri Ardern „ung, heiðarleg og þunguð.“ „Ég hef hitt marga forsætisráðherra í gegnum árin,“ sagði Wooley er hann gekk við hlið Ardern um ganga þinghússins áður en myndavélinni var beint að brosi forsætisráðherrans. „En engan hef ég hitt sem er jafn ungur, klár og myndarlegur,“ bætti þáttastjórnandinn við.Wooley lét ekki þar við sitja heldur sagðist, rétt eins og Nýsjálenska þjóðina, vera „gagntekinn“ af Ardern. Þá vildi hann ólmur vita nákvæmlega hvenær von væri á barni þeirra hjóni því að „margir væru að reikna sig aftur á bak.“ Átti hann þar við að „margir,“ án þess að útskýra það nánar, væru forvitnir um hvenær barnið hafi verið getið. Eftir að hafa sjálfur dregið 9 mánuði frá væntanlegum fæðingardegi, 17. júní næstkomandi, sagði Wooley. „Ég á sjálfur 6 börn og finnst því ekkert skrítið að fólk eignist börn. Af hverju ættu þau ekki að vera getin í miðri kosningabaráttu?“Viðbrögð við viðtalinu létu ekki á sér standa. Landar Ardern létu 60 mínútur heyra það á samfélagsmiðlum og kvörtuðu ekki síst yfir óþægilega persónulegum spurningum. Þá var Wooley sagður vera karlremba og ekki húsum hæfur. Aðrir sögðust hafa fengið „óþægindahroll“ við áhorfið, öðrum „bauð við því“ og sumir sögðu einfaldlega að það hafi verið „sársaukafullt“ að sitja í gegnum það. Aðstandendur 60 mínútna hafa komið Wooley til varnar og segja hann einungis hafa verið að draga fram það mannlega í fari og persónu forsætisráðherrans. Ardern sagði sjálf nú í morgun að hún muni ekki missa svefn yfir viðtalinu. Fleiri myndbrot úr viðtalinu má nálgast með því að smella hér.
Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Katrín óskar forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með óléttuna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur óskað Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með að eiga von á barni á Twitter. 28. janúar 2018 19:47 Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03
Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00
Katrín óskar forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með óléttuna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur óskað Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með að eiga von á barni á Twitter. 28. janúar 2018 19:47
Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37