Erlent

Trump ræður kosningastjóra fyrir endurkjör árið 2020

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það hefur lengi verið ljóst að Donald Trump sækist eftir endurkjöri árið 2020.
Það hefur lengi verið ljóst að Donald Trump sækist eftir endurkjöri árið 2020. Vísir/AFP
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ráðið kosningastjóra fyrir bandarísku forsetakosningarnar árið 2020. Enginn forseti hefur tekið sambærilegt skref í von um endurkjör svo snemma á fyrsta kjörtímabili en 980 dagar eru nú til kosninga, að því er fram kemur á vefsíðunni Drudge Report.

Þá hefur bandaríska fréttastofan CBS einnig fengið tíðindin staðfest af áreiðanlegum heimildarmanni.

Brad Parscale, sem hafði yfirumsjón með stafrænu efni á vegum kosningaherferðar Trumps árið 2016, hefur verið ráðinn kosningastjóri. Þá er hann einn stofnenda samtakanna America First Policies sem hafa það að markmiði að kynna stefnumál ríkisstjórnar Trump fyrir kjósendum.

Brad Parscale.Vísir/AFP
Bandaríkjaforseti hefur ekki farið í felur með að hann sækist eftir endurkjöri en hann skilaði inn gögnum um framboð sitt sama dag og hann tók við embætti, þann 20. janúar 2017.

Trump hóf auk þess að fjármagna framboðið þegar hann hafði aðeins gegnt embætti forseta í nokkra mánuði en til samanburðar efndu George W. Bush og Barack Obama, fyrirrennarar Trump, til sambærilegra fjáröflunarviðburða þegar komið var á þriðja ár þeirra í embætti.


Tengdar fréttir

Varaforseti Bandaríkjanna þvertekur fyrir forsetaframboð

New York Times sagði frá því um helgina að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, væri að undirbúa forsetaframboð eftir þrjú ár. Hann hafnar því alfarið að þær fréttir eigi við rök að styðjast.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.