Þá hefur bandaríska fréttastofan CBS einnig fengið tíðindin staðfest af áreiðanlegum heimildarmanni.
Brad Parscale, sem hafði yfirumsjón með stafrænu efni á vegum kosningaherferðar Trumps árið 2016, hefur verið ráðinn kosningastjóri. Þá er hann einn stofnenda samtakanna America First Policies sem hafa það að markmiði að kynna stefnumál ríkisstjórnar Trump fyrir kjósendum.

Trump hóf auk þess að fjármagna framboðið þegar hann hafði aðeins gegnt embætti forseta í nokkra mánuði en til samanburðar efndu George W. Bush og Barack Obama, fyrirrennarar Trump, til sambærilegra fjáröflunarviðburða þegar komið var á þriðja ár þeirra í embætti.