Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2018 23:45 Trump hlýddi á nemendur frá framhaldsskólanum þar sem sautján nemendur voru myrtir í síðustu viku. Vísir/AFP Ef kennarar væru vopnaðir skotvopnum gætu þeir stöðvað skotárásir í skólum fljótt. Þetta var hugmynd sem Donald Trump Bandaríkjaforseti velti upp á fundi með nemendum sem lifðu af skotárás í framhaldsskóla á Flórída og foreldrum unglinga sem voru myrtir í Hvíta húsinu í dag. „Ef þú værir með kennara sem væri laginn með skotvopn, þá gæti vel verið að það myndi stöðva árásir mjög snögglega,“ sagði Trump en viðurkenndi að slík hugmynd yrði umdeild, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hvíta húsið bauð nemendum frá Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída til fundar þar í dag. Sautján manns voru skotnir til bana þegar fyrrverandi nemandi gekk berserksgang þar á miðvikudag í síðustu viku. Fundinum var lýst sem „áheyrnarfundi“ til að Trump gæti hlustað á það sem eftirlifendurnir hefðu fram að færa. Vísaði Trump einnig til íþróttakennara sem lét lífið þegar hann reyndi að verja nemendur fyrir skothríðinni. „Ef hann hefði verið með skotvopn hefði hann ekki þurft að flýja, hann hefði skotið og það hefði bundið enda á þetta,“ sagði forsetinn, að sögn Politico.President Trump: "It's called concealed carry."Watch full video of President Trump meeting with Marjory Stoneman Douglas High School students, parents, teachers and officials here: https://t.co/PTvTbB8sUn pic.twitter.com/mC1XsKoWuY— CSPAN (@cspan) February 21, 2018 Lofaði að herða bakgrunnseftirlitNemendurnir og foreldarnir hvöttu forsetann eindregið til að koma í veg fyrir harmleikir af þessu tagi endurtaki sig í Bandaríkjunum. „Ég skil ekki hvernig ég get farið inn í búð og keypt stríðstól, hríðskotabyssu,“ sagði Sam Zeif, átján ára nemandi við skólann sem lýsti grátandi skilaboðum sem hann sendi fjölskyldu sinni á meðan skotárásin var í gangi. Trump lofaði nemendunum að beita sér af hörku fyrir hertu bakgrunnseftirliti með byssukaupendum og í geðheilbrigðismálum. „Þetta verður ekki bara tal eins og hefur gerst í fortíðinni,“ sagði Trump. Óljóst er þó hvort að flokkssystkini hans í Repúblikanaflokknum séu á sama máli. Flokkurinn hefur barist ötullega gegn hertri löggjöf um skotvopn undanfarin ár. Repúblikanar á ríkisþingi Flórída komu í veg fyrir að frumvarp um bann við hríðskotarifflum yrði sett á dagskrá þingsins í gær. Þess í stað hefur menntamálanefnd öldungadeildar þingsins lagt til að vopnaðir lögreglumenn verði í öllum skólum í ríkinu. AP-fréttastofan sagði frá því nú í kvöld að fulltrúar sýslumannsins í Broward-sýslu þar sem skotárásin var framin í síðustu viku muni hér eftir bera riffla á skólalóðum í sýslunni.BREAKING: Sheriff: Deputies to begin carrying rifles on school grounds in Florida county where shooter killed 17.— The Associated Press (@AP) February 21, 2018 Punktar sem Trump hafði með sér á blaði á fundinum með nemendunum og foreldrunum hafa einnig vakið nokkra athygli. Þannig var minnispunktur forsetans númer fimm „Ég heyri hvað þú ert að segja“.President Donald Trump holds notes during a White House listening session with students and parents affected by school shootings. (AP Photo by Carolyn Kaster) pic.twitter.com/Z0lZbSVaoF— AP Politics (@AP_Politics) February 21, 2018 Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39 Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Ef kennarar væru vopnaðir skotvopnum gætu þeir stöðvað skotárásir í skólum fljótt. Þetta var hugmynd sem Donald Trump Bandaríkjaforseti velti upp á fundi með nemendum sem lifðu af skotárás í framhaldsskóla á Flórída og foreldrum unglinga sem voru myrtir í Hvíta húsinu í dag. „Ef þú værir með kennara sem væri laginn með skotvopn, þá gæti vel verið að það myndi stöðva árásir mjög snögglega,“ sagði Trump en viðurkenndi að slík hugmynd yrði umdeild, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hvíta húsið bauð nemendum frá Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída til fundar þar í dag. Sautján manns voru skotnir til bana þegar fyrrverandi nemandi gekk berserksgang þar á miðvikudag í síðustu viku. Fundinum var lýst sem „áheyrnarfundi“ til að Trump gæti hlustað á það sem eftirlifendurnir hefðu fram að færa. Vísaði Trump einnig til íþróttakennara sem lét lífið þegar hann reyndi að verja nemendur fyrir skothríðinni. „Ef hann hefði verið með skotvopn hefði hann ekki þurft að flýja, hann hefði skotið og það hefði bundið enda á þetta,“ sagði forsetinn, að sögn Politico.President Trump: "It's called concealed carry."Watch full video of President Trump meeting with Marjory Stoneman Douglas High School students, parents, teachers and officials here: https://t.co/PTvTbB8sUn pic.twitter.com/mC1XsKoWuY— CSPAN (@cspan) February 21, 2018 Lofaði að herða bakgrunnseftirlitNemendurnir og foreldarnir hvöttu forsetann eindregið til að koma í veg fyrir harmleikir af þessu tagi endurtaki sig í Bandaríkjunum. „Ég skil ekki hvernig ég get farið inn í búð og keypt stríðstól, hríðskotabyssu,“ sagði Sam Zeif, átján ára nemandi við skólann sem lýsti grátandi skilaboðum sem hann sendi fjölskyldu sinni á meðan skotárásin var í gangi. Trump lofaði nemendunum að beita sér af hörku fyrir hertu bakgrunnseftirliti með byssukaupendum og í geðheilbrigðismálum. „Þetta verður ekki bara tal eins og hefur gerst í fortíðinni,“ sagði Trump. Óljóst er þó hvort að flokkssystkini hans í Repúblikanaflokknum séu á sama máli. Flokkurinn hefur barist ötullega gegn hertri löggjöf um skotvopn undanfarin ár. Repúblikanar á ríkisþingi Flórída komu í veg fyrir að frumvarp um bann við hríðskotarifflum yrði sett á dagskrá þingsins í gær. Þess í stað hefur menntamálanefnd öldungadeildar þingsins lagt til að vopnaðir lögreglumenn verði í öllum skólum í ríkinu. AP-fréttastofan sagði frá því nú í kvöld að fulltrúar sýslumannsins í Broward-sýslu þar sem skotárásin var framin í síðustu viku muni hér eftir bera riffla á skólalóðum í sýslunni.BREAKING: Sheriff: Deputies to begin carrying rifles on school grounds in Florida county where shooter killed 17.— The Associated Press (@AP) February 21, 2018 Punktar sem Trump hafði með sér á blaði á fundinum með nemendunum og foreldrunum hafa einnig vakið nokkra athygli. Þannig var minnispunktur forsetans númer fimm „Ég heyri hvað þú ert að segja“.President Donald Trump holds notes during a White House listening session with students and parents affected by school shootings. (AP Photo by Carolyn Kaster) pic.twitter.com/Z0lZbSVaoF— AP Politics (@AP_Politics) February 21, 2018
Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39 Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26
Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39
Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36
Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21