Ísraelsk herþota skotin niður í Sýrlandi Þórdís Valsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 13:45 Þotan var skotin niður og brak hennar hrapaði í Ísrael. vísir/afp Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að gera loftárásir á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi. Þetta kemur fram í frétt NBC. Ísraelsher hafði áður skotið niður íranskan dróna sem var innan lofthelgi Ísraels. Talsmenn Ísraelshers segja að vera drónans innan lofthelgis landsins hafi verið alvarlegt brot gegn fullveldi Ísraels. Þotan var á leið úr árásarferð í Sýrlandi þegar hún var skotin niður. Tveir flugmenn voru um borð í F-16 þotunni og náðu þeir báðir að skjóta sér úr þotunni og lentu á ísraelsku yfirráðasvæði, í Gólanhæðum. Flugmennirnir voru báðir fluttir á sjúkrahús og er annar þeirra alvarlega slasaður. "Þetta er alvarleg árás Írans á ísraelskt yfirráðasvæði. Íran er að draga héraðið inn í hættuspil sem ekki er hægt að segja til um hvernig mun enda,“ sagði Ronen Manelis talsmaður Ísraelshers og bætti við að sá sem bar ábyrgð á árásinni mun gjalda fyrir hana. Spennan við norðanverð landamæri Ísraels og Sýrlands hefur aukist mikið síðustu mánuði og stjórnvöld í Sýrlandi segja að Ísraelsk stjórnvöld sýni mikinn árásarhug eftir þær tólf árásir sem Ísraelsher gerði innan Sýrlands í kjölfar þess að F-16 þotan var skotin niður.Moments ago, IAF aircraft, targeted the Syrian Aerial Defense System & Iranian targets in Syria. 12 targets, including 3 aerial defense batteries & 4 Iranian military targets, were attacked. Anti-aircraft missiles were fired towards Israel, triggering alarms in northern Israel— IDF (@IDFSpokesperson) February 10, 2018 Sýrland Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að gera loftárásir á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi. Þetta kemur fram í frétt NBC. Ísraelsher hafði áður skotið niður íranskan dróna sem var innan lofthelgi Ísraels. Talsmenn Ísraelshers segja að vera drónans innan lofthelgis landsins hafi verið alvarlegt brot gegn fullveldi Ísraels. Þotan var á leið úr árásarferð í Sýrlandi þegar hún var skotin niður. Tveir flugmenn voru um borð í F-16 þotunni og náðu þeir báðir að skjóta sér úr þotunni og lentu á ísraelsku yfirráðasvæði, í Gólanhæðum. Flugmennirnir voru báðir fluttir á sjúkrahús og er annar þeirra alvarlega slasaður. "Þetta er alvarleg árás Írans á ísraelskt yfirráðasvæði. Íran er að draga héraðið inn í hættuspil sem ekki er hægt að segja til um hvernig mun enda,“ sagði Ronen Manelis talsmaður Ísraelshers og bætti við að sá sem bar ábyrgð á árásinni mun gjalda fyrir hana. Spennan við norðanverð landamæri Ísraels og Sýrlands hefur aukist mikið síðustu mánuði og stjórnvöld í Sýrlandi segja að Ísraelsk stjórnvöld sýni mikinn árásarhug eftir þær tólf árásir sem Ísraelsher gerði innan Sýrlands í kjölfar þess að F-16 þotan var skotin niður.Moments ago, IAF aircraft, targeted the Syrian Aerial Defense System & Iranian targets in Syria. 12 targets, including 3 aerial defense batteries & 4 Iranian military targets, were attacked. Anti-aircraft missiles were fired towards Israel, triggering alarms in northern Israel— IDF (@IDFSpokesperson) February 10, 2018
Sýrland Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira