„Skellum skuldinni á yfirvöld en ekki innflytjendur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 11:15 Loft er lævi blandið á Ítali eftir að sex innflytjendur voru særðir að morgni laugardags 3. febrúar síðastliðinn, Vísir/afp Þúsundir fylktu liði í ítalska smábænum Macerata í gær þegar vika er liðin frá því að hvítur þjóðernissinni ók um bæinn vopnaður byssu, leitaði gagngert að innflytjendum og lituðum einstaklingum og hleypti af. Skotrásin varði í tvær klukkustundir með þeim afleiðingum að sex innflytjendur særðust og þar af einn alvarlega. Lögreglan á Ítalíu segir að rasísk viðhorf liggi að baki árásinni. Rétt áður en lögreglan náði að handtaka hinn tuttugu og átta ára gamla Luca Traini, segja sjónarvottar að hann hafi sveipað um sig ítalska fánanum, heilsað að hætti fasista og kallað „lengi lifi ítalska þjóðin“. Þetta kemur fram á vef Reuters. Íbúar Macerata eru slegnir óhug eftir árásina.vísir/afpHryðjuverkamaðurinn hleypti auk þess af skotum á skrifstofur valdhafandi stjórnmálaflokk, vinstri miðjuflokks Demókrata í Macerata. Engan sakaði. Áður hafði Traini boðið sig fram undir merkjum stjórnmálaflokksins Norðurbandalagsins, sem þekktur er fyrir harða stefnu í innflytjendamálum, en hann hlaut ekki brautargengi. Flokkurinn er í bandalagi með flokki fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi.Ítalir fylktu í gær liði til að sýna hinum særðu samhug og einnig til að stemma stigu við uppgang fasisma í landinu þegar aðeins örfáar vikur eru til þingkosninga.visir/afpÞingkosningar á næsta leiti Loft er lævi blandið á Ítalíu nú um mundir og eru íbúar Macerata eru slegnir óhug og harmi en samkvæmt Guardian veigra margir stjórnmálamenn sér við að taka afgerandi afstöðu með fórnarlömbum og innflytjendum af ótta við að missa atkvæði í komandi þingkosningum en ítalska þjóðin gengur til kosninga fjórða mars næstkomandi. Nokkrir stjórnmálamenn - þar á meðal ritari M5S-flokksins - hafa gengið svo langt að reyna að þagga niður í umræðunni af ótta við að missa atkvæði þjóðernissinnaðs kjósendahóps sem óttast útlendinga.Mótmælendur undirstrikuðu ábygð yfirvalda í atvinnuleysismálum. Innflytjendur bæru enga sök í þeim efnum.visir/afpBerjast gegn fasisma Samtök sem berjast gegn fasisma, boðuðu til mótmæla í Macerata í gær. Þúsundir fylktu liði í miðbænum til að sýna fórnarlömbum árásarinnar samstöðu og til þess að berjast gegn uppgangi fasisma. Slagorð mótmælanna var „Ef við búum við atvinnuleysi, skellum skuldinni á yfirvöld en ekki innflytjendur!“ Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Þúsundir fylktu liði í ítalska smábænum Macerata í gær þegar vika er liðin frá því að hvítur þjóðernissinni ók um bæinn vopnaður byssu, leitaði gagngert að innflytjendum og lituðum einstaklingum og hleypti af. Skotrásin varði í tvær klukkustundir með þeim afleiðingum að sex innflytjendur særðust og þar af einn alvarlega. Lögreglan á Ítalíu segir að rasísk viðhorf liggi að baki árásinni. Rétt áður en lögreglan náði að handtaka hinn tuttugu og átta ára gamla Luca Traini, segja sjónarvottar að hann hafi sveipað um sig ítalska fánanum, heilsað að hætti fasista og kallað „lengi lifi ítalska þjóðin“. Þetta kemur fram á vef Reuters. Íbúar Macerata eru slegnir óhug eftir árásina.vísir/afpHryðjuverkamaðurinn hleypti auk þess af skotum á skrifstofur valdhafandi stjórnmálaflokk, vinstri miðjuflokks Demókrata í Macerata. Engan sakaði. Áður hafði Traini boðið sig fram undir merkjum stjórnmálaflokksins Norðurbandalagsins, sem þekktur er fyrir harða stefnu í innflytjendamálum, en hann hlaut ekki brautargengi. Flokkurinn er í bandalagi með flokki fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi.Ítalir fylktu í gær liði til að sýna hinum særðu samhug og einnig til að stemma stigu við uppgang fasisma í landinu þegar aðeins örfáar vikur eru til þingkosninga.visir/afpÞingkosningar á næsta leiti Loft er lævi blandið á Ítalíu nú um mundir og eru íbúar Macerata eru slegnir óhug og harmi en samkvæmt Guardian veigra margir stjórnmálamenn sér við að taka afgerandi afstöðu með fórnarlömbum og innflytjendum af ótta við að missa atkvæði í komandi þingkosningum en ítalska þjóðin gengur til kosninga fjórða mars næstkomandi. Nokkrir stjórnmálamenn - þar á meðal ritari M5S-flokksins - hafa gengið svo langt að reyna að þagga niður í umræðunni af ótta við að missa atkvæði þjóðernissinnaðs kjósendahóps sem óttast útlendinga.Mótmælendur undirstrikuðu ábygð yfirvalda í atvinnuleysismálum. Innflytjendur bæru enga sök í þeim efnum.visir/afpBerjast gegn fasisma Samtök sem berjast gegn fasisma, boðuðu til mótmæla í Macerata í gær. Þúsundir fylktu liði í miðbænum til að sýna fórnarlömbum árásarinnar samstöðu og til þess að berjast gegn uppgangi fasisma. Slagorð mótmælanna var „Ef við búum við atvinnuleysi, skellum skuldinni á yfirvöld en ekki innflytjendur!“
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira