Erlent

„Skellum skuldinni á yfirvöld en ekki innflytjendur“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Loft er lævi blandið á Ítali eftir að sex innflytjendur voru særðir að morgni laugardags 3. febrúar síðastliðinn,
Loft er lævi blandið á Ítali eftir að sex innflytjendur voru særðir að morgni laugardags 3. febrúar síðastliðinn, Vísir/afp
Þúsundir fylktu liði í ítalska smábænum Macerata í gær þegar vika er liðin frá því að hvítur þjóðernissinni ók um bæinn vopnaður byssu, leitaði gagngert að innflytjendum og lituðum einstaklingum og hleypti af. Skotrásin varði í tvær klukkustundir með þeim afleiðingum að sex innflytjendur særðust og þar af einn alvarlega.

Lögreglan á Ítalíu segir að rasísk viðhorf liggi að baki árásinni. Rétt áður en lögreglan náði að handtaka hinn tuttugu og átta ára gamla Luca Traini, segja sjónarvottar að hann hafi sveipað um sig ítalska fánanum, heilsað að hætti fasista og kallað „lengi lifi ítalska þjóðin“. Þetta kemur fram á vef Reuters.

 

Íbúar Macerata eru slegnir óhug eftir árásina.vísir/afp
Hryðjuverkamaðurinn hleypti auk þess af skotum á skrifstofur valdhafandi stjórnmálaflokk, vinstri miðjuflokks Demókrata í Macerata. Engan sakaði. Áður hafði Traini boðið sig fram undir merkjum stjórnmálaflokksins Norðurbandalagsins, sem þekktur er fyrir harða stefnu í innflytjendamálum, en hann hlaut ekki brautargengi. Flokkurinn er í bandalagi með flokki fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi.

Ítalir fylktu í gær liði til að sýna hinum særðu samhug og einnig til að stemma stigu við uppgang fasisma í landinu þegar aðeins örfáar vikur eru til þingkosninga.visir/afp
Þingkosningar á næsta leiti

Loft er lævi blandið á Ítalíu nú um mundir og eru íbúar Macerata eru slegnir óhug og harmi en samkvæmt Guardian veigra margir stjórnmálamenn sér við að taka afgerandi afstöðu með fórnarlömbum og innflytjendum af ótta við að missa atkvæði í komandi þingkosningum en ítalska þjóðin gengur til kosninga fjórða mars næstkomandi. Nokkrir stjórnmálamenn - þar á meðal ritari M5S-flokksins - hafa gengið svo langt að reyna að þagga niður í umræðunni af ótta við að missa atkvæði þjóðernissinnaðs kjósendahóps sem óttast útlendinga.



Mótmælendur undirstrikuðu ábygð yfirvalda í atvinnuleysismálum. Innflytjendur bæru enga sök í þeim efnum.visir/afp
Berjast gegn fasisma

Samtök sem berjast gegn fasisma, boðuðu til mótmæla í Macerata í gær. Þúsundir fylktu liði í miðbænum til að sýna fórnarlömbum árásarinnar samstöðu og til þess að berjast gegn uppgangi fasisma. Slagorð mótmælanna var „Ef við búum við atvinnuleysi, skellum skuldinni á yfirvöld en ekki innflytjendur!“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×