„Skellum skuldinni á yfirvöld en ekki innflytjendur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 11:15 Loft er lævi blandið á Ítali eftir að sex innflytjendur voru særðir að morgni laugardags 3. febrúar síðastliðinn, Vísir/afp Þúsundir fylktu liði í ítalska smábænum Macerata í gær þegar vika er liðin frá því að hvítur þjóðernissinni ók um bæinn vopnaður byssu, leitaði gagngert að innflytjendum og lituðum einstaklingum og hleypti af. Skotrásin varði í tvær klukkustundir með þeim afleiðingum að sex innflytjendur særðust og þar af einn alvarlega. Lögreglan á Ítalíu segir að rasísk viðhorf liggi að baki árásinni. Rétt áður en lögreglan náði að handtaka hinn tuttugu og átta ára gamla Luca Traini, segja sjónarvottar að hann hafi sveipað um sig ítalska fánanum, heilsað að hætti fasista og kallað „lengi lifi ítalska þjóðin“. Þetta kemur fram á vef Reuters. Íbúar Macerata eru slegnir óhug eftir árásina.vísir/afpHryðjuverkamaðurinn hleypti auk þess af skotum á skrifstofur valdhafandi stjórnmálaflokk, vinstri miðjuflokks Demókrata í Macerata. Engan sakaði. Áður hafði Traini boðið sig fram undir merkjum stjórnmálaflokksins Norðurbandalagsins, sem þekktur er fyrir harða stefnu í innflytjendamálum, en hann hlaut ekki brautargengi. Flokkurinn er í bandalagi með flokki fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi.Ítalir fylktu í gær liði til að sýna hinum særðu samhug og einnig til að stemma stigu við uppgang fasisma í landinu þegar aðeins örfáar vikur eru til þingkosninga.visir/afpÞingkosningar á næsta leiti Loft er lævi blandið á Ítalíu nú um mundir og eru íbúar Macerata eru slegnir óhug og harmi en samkvæmt Guardian veigra margir stjórnmálamenn sér við að taka afgerandi afstöðu með fórnarlömbum og innflytjendum af ótta við að missa atkvæði í komandi þingkosningum en ítalska þjóðin gengur til kosninga fjórða mars næstkomandi. Nokkrir stjórnmálamenn - þar á meðal ritari M5S-flokksins - hafa gengið svo langt að reyna að þagga niður í umræðunni af ótta við að missa atkvæði þjóðernissinnaðs kjósendahóps sem óttast útlendinga.Mótmælendur undirstrikuðu ábygð yfirvalda í atvinnuleysismálum. Innflytjendur bæru enga sök í þeim efnum.visir/afpBerjast gegn fasisma Samtök sem berjast gegn fasisma, boðuðu til mótmæla í Macerata í gær. Þúsundir fylktu liði í miðbænum til að sýna fórnarlömbum árásarinnar samstöðu og til þess að berjast gegn uppgangi fasisma. Slagorð mótmælanna var „Ef við búum við atvinnuleysi, skellum skuldinni á yfirvöld en ekki innflytjendur!“ Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Þúsundir fylktu liði í ítalska smábænum Macerata í gær þegar vika er liðin frá því að hvítur þjóðernissinni ók um bæinn vopnaður byssu, leitaði gagngert að innflytjendum og lituðum einstaklingum og hleypti af. Skotrásin varði í tvær klukkustundir með þeim afleiðingum að sex innflytjendur særðust og þar af einn alvarlega. Lögreglan á Ítalíu segir að rasísk viðhorf liggi að baki árásinni. Rétt áður en lögreglan náði að handtaka hinn tuttugu og átta ára gamla Luca Traini, segja sjónarvottar að hann hafi sveipað um sig ítalska fánanum, heilsað að hætti fasista og kallað „lengi lifi ítalska þjóðin“. Þetta kemur fram á vef Reuters. Íbúar Macerata eru slegnir óhug eftir árásina.vísir/afpHryðjuverkamaðurinn hleypti auk þess af skotum á skrifstofur valdhafandi stjórnmálaflokk, vinstri miðjuflokks Demókrata í Macerata. Engan sakaði. Áður hafði Traini boðið sig fram undir merkjum stjórnmálaflokksins Norðurbandalagsins, sem þekktur er fyrir harða stefnu í innflytjendamálum, en hann hlaut ekki brautargengi. Flokkurinn er í bandalagi með flokki fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi.Ítalir fylktu í gær liði til að sýna hinum særðu samhug og einnig til að stemma stigu við uppgang fasisma í landinu þegar aðeins örfáar vikur eru til þingkosninga.visir/afpÞingkosningar á næsta leiti Loft er lævi blandið á Ítalíu nú um mundir og eru íbúar Macerata eru slegnir óhug og harmi en samkvæmt Guardian veigra margir stjórnmálamenn sér við að taka afgerandi afstöðu með fórnarlömbum og innflytjendum af ótta við að missa atkvæði í komandi þingkosningum en ítalska þjóðin gengur til kosninga fjórða mars næstkomandi. Nokkrir stjórnmálamenn - þar á meðal ritari M5S-flokksins - hafa gengið svo langt að reyna að þagga niður í umræðunni af ótta við að missa atkvæði þjóðernissinnaðs kjósendahóps sem óttast útlendinga.Mótmælendur undirstrikuðu ábygð yfirvalda í atvinnuleysismálum. Innflytjendur bæru enga sök í þeim efnum.visir/afpBerjast gegn fasisma Samtök sem berjast gegn fasisma, boðuðu til mótmæla í Macerata í gær. Þúsundir fylktu liði í miðbænum til að sýna fórnarlömbum árásarinnar samstöðu og til þess að berjast gegn uppgangi fasisma. Slagorð mótmælanna var „Ef við búum við atvinnuleysi, skellum skuldinni á yfirvöld en ekki innflytjendur!“
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira