Erlent

Ruud Lubbers látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Ruud Lubbers var einn af aðalarkitektum Maastricht-sáttmála ESB.
Ruud Lubbers var einn af aðalarkitektum Maastricht-sáttmála ESB. Vísir/AFP
Ruud Lubbers, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, er látinn, 78 ára að aldri.

Lubbers var á sínum tíma formaður Kristilegra demókrata og er sá maður sem lengst allra hefur gegnt embætti forsætisráðherra Hollands. Hann stýrði landinu á árunum 1982 til 1994.

Mark Rutte, núverandi forsætisráðherra landsins, minnist Lubbers sem gáfuðum og vísum og að Holland hafi nú misst gríðarlega þýðingarmikinn stjórnmálamann.

Lubbers er einna þekktastur fyrir að vera einn af áhrifamestu mönnunum við smíði Maastricht-sáttmála Evrópusambandsins sem tók gildi árið 1993. Sáttmálinn er jafnan talinn eitt stærsta samrunaskrefið sögu Evrópusamvinnunnar og fól meðal annars í sér tímaáætlun um innleiðingu evrunnar og yfirlýsingu um samvinnu í utanríkis- og öryggismálum.

Lubbers stýrði Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna í fjögur ár en neyddist til að láta af störfum árið 2005 eftir að upp komu ásakanir um kynferðislega áreitni. Hann neitaði ásökununum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.