Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 07:29 Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. Trump sagði á Twitter síðu sinni að hann væri hryggur að FBI hafi misst af vísbendingum um Cruz „Þetta er ekki viðunandi. Þeir eyða of miklum tíma í að reyna að sanna leynimakk Rússa og Trump framboðsins. Það var ekkert leynimakk. Lítið aftur á aðalatriðin og gerið okkur öll stolt,“ skrifaði Trump.Very sad that the FBI missed all of the many signals sent out by the Florida school shooter. This is not acceptable. They are spending too much time trying to prove Russian collusion with the Trump campaign - there is no collusion. Get back to the basics and make us all proud!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 18, 2018 FBI hefur viðurkennt að hafa fengið ábendingar um að Nikolas Cruz gæti verið líklegur til vandræða, ekki síst vegna samfélagsmiðlahegðunar hans. Færslur hans á samfélagsmiðlum teikna upp mynd af ungum manni, fullum af hatri. Margar hverjar voru gegnumsýrðar af kynþáttahatri og átti hann það til að hreyta fúkyrðum í múslima og svart fólk. Í færslum sínum sagðist hann ætla að berjast gegn andfasistum og öllum þeim lögreglumönnum sem myndu standa í vegi hans. Árásin í Flórída á miðvikudag var sú mannskæðasta síðan árið 2012 og hefur endurvakið umræðuna um strangari vopnalög vestra. Nemendur sem lifðu árásina af hafa krafist þess að skotvopnalöggjöfin verði hert og gagnrýna forsetann fyrir að þiggja fjárhagsstyrk frá Skotvopnasamtökum Bandaríkjanna (NRA) í kosningabaráttunni. Nikolas Cruz var leiddur fyrir dómara á fimmtudag.SkjáskotÁ föstudag ákærði alríkisdómstóll í Bandaríkjunum þrettán rússneska ríkisborgara og þrjá rússneska lögaðila sem sakaðir eru um að hafa haft afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og framgang lýðræðis þar í landi. Trump hefur ítrekað neitað því að eiga í samskiptum við yfirvöld í Moskvu. Í yfirlýsingunni er því haldið fram að Rússarnir hafi notast við falskar Facebook-færslur og auglýsingar til að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir í Bandaríkjunum á meðan kosningabaráttu stóð á milli Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, og Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, um embætti forseta Bandaríkjanna árið 2016. Er því haldið fram að með rekstri þessa máls gegn Rússunum sé verið að reyna að endurvekja traust á bandarísk stjórnmál. Á meðal þess sem er ákært er fyrir er samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað. Donald Trump Skotárás í Flórída Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. Trump sagði á Twitter síðu sinni að hann væri hryggur að FBI hafi misst af vísbendingum um Cruz „Þetta er ekki viðunandi. Þeir eyða of miklum tíma í að reyna að sanna leynimakk Rússa og Trump framboðsins. Það var ekkert leynimakk. Lítið aftur á aðalatriðin og gerið okkur öll stolt,“ skrifaði Trump.Very sad that the FBI missed all of the many signals sent out by the Florida school shooter. This is not acceptable. They are spending too much time trying to prove Russian collusion with the Trump campaign - there is no collusion. Get back to the basics and make us all proud!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 18, 2018 FBI hefur viðurkennt að hafa fengið ábendingar um að Nikolas Cruz gæti verið líklegur til vandræða, ekki síst vegna samfélagsmiðlahegðunar hans. Færslur hans á samfélagsmiðlum teikna upp mynd af ungum manni, fullum af hatri. Margar hverjar voru gegnumsýrðar af kynþáttahatri og átti hann það til að hreyta fúkyrðum í múslima og svart fólk. Í færslum sínum sagðist hann ætla að berjast gegn andfasistum og öllum þeim lögreglumönnum sem myndu standa í vegi hans. Árásin í Flórída á miðvikudag var sú mannskæðasta síðan árið 2012 og hefur endurvakið umræðuna um strangari vopnalög vestra. Nemendur sem lifðu árásina af hafa krafist þess að skotvopnalöggjöfin verði hert og gagnrýna forsetann fyrir að þiggja fjárhagsstyrk frá Skotvopnasamtökum Bandaríkjanna (NRA) í kosningabaráttunni. Nikolas Cruz var leiddur fyrir dómara á fimmtudag.SkjáskotÁ föstudag ákærði alríkisdómstóll í Bandaríkjunum þrettán rússneska ríkisborgara og þrjá rússneska lögaðila sem sakaðir eru um að hafa haft afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og framgang lýðræðis þar í landi. Trump hefur ítrekað neitað því að eiga í samskiptum við yfirvöld í Moskvu. Í yfirlýsingunni er því haldið fram að Rússarnir hafi notast við falskar Facebook-færslur og auglýsingar til að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir í Bandaríkjunum á meðan kosningabaráttu stóð á milli Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, og Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, um embætti forseta Bandaríkjanna árið 2016. Er því haldið fram að með rekstri þessa máls gegn Rússunum sé verið að reyna að endurvekja traust á bandarísk stjórnmál. Á meðal þess sem er ákært er fyrir er samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað.
Donald Trump Skotárás í Flórída Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira