Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 07:29 Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. Trump sagði á Twitter síðu sinni að hann væri hryggur að FBI hafi misst af vísbendingum um Cruz „Þetta er ekki viðunandi. Þeir eyða of miklum tíma í að reyna að sanna leynimakk Rússa og Trump framboðsins. Það var ekkert leynimakk. Lítið aftur á aðalatriðin og gerið okkur öll stolt,“ skrifaði Trump.Very sad that the FBI missed all of the many signals sent out by the Florida school shooter. This is not acceptable. They are spending too much time trying to prove Russian collusion with the Trump campaign - there is no collusion. Get back to the basics and make us all proud!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 18, 2018 FBI hefur viðurkennt að hafa fengið ábendingar um að Nikolas Cruz gæti verið líklegur til vandræða, ekki síst vegna samfélagsmiðlahegðunar hans. Færslur hans á samfélagsmiðlum teikna upp mynd af ungum manni, fullum af hatri. Margar hverjar voru gegnumsýrðar af kynþáttahatri og átti hann það til að hreyta fúkyrðum í múslima og svart fólk. Í færslum sínum sagðist hann ætla að berjast gegn andfasistum og öllum þeim lögreglumönnum sem myndu standa í vegi hans. Árásin í Flórída á miðvikudag var sú mannskæðasta síðan árið 2012 og hefur endurvakið umræðuna um strangari vopnalög vestra. Nemendur sem lifðu árásina af hafa krafist þess að skotvopnalöggjöfin verði hert og gagnrýna forsetann fyrir að þiggja fjárhagsstyrk frá Skotvopnasamtökum Bandaríkjanna (NRA) í kosningabaráttunni. Nikolas Cruz var leiddur fyrir dómara á fimmtudag.SkjáskotÁ föstudag ákærði alríkisdómstóll í Bandaríkjunum þrettán rússneska ríkisborgara og þrjá rússneska lögaðila sem sakaðir eru um að hafa haft afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og framgang lýðræðis þar í landi. Trump hefur ítrekað neitað því að eiga í samskiptum við yfirvöld í Moskvu. Í yfirlýsingunni er því haldið fram að Rússarnir hafi notast við falskar Facebook-færslur og auglýsingar til að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir í Bandaríkjunum á meðan kosningabaráttu stóð á milli Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, og Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, um embætti forseta Bandaríkjanna árið 2016. Er því haldið fram að með rekstri þessa máls gegn Rússunum sé verið að reyna að endurvekja traust á bandarísk stjórnmál. Á meðal þess sem er ákært er fyrir er samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað. Donald Trump Skotárás í Flórída Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. Trump sagði á Twitter síðu sinni að hann væri hryggur að FBI hafi misst af vísbendingum um Cruz „Þetta er ekki viðunandi. Þeir eyða of miklum tíma í að reyna að sanna leynimakk Rússa og Trump framboðsins. Það var ekkert leynimakk. Lítið aftur á aðalatriðin og gerið okkur öll stolt,“ skrifaði Trump.Very sad that the FBI missed all of the many signals sent out by the Florida school shooter. This is not acceptable. They are spending too much time trying to prove Russian collusion with the Trump campaign - there is no collusion. Get back to the basics and make us all proud!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 18, 2018 FBI hefur viðurkennt að hafa fengið ábendingar um að Nikolas Cruz gæti verið líklegur til vandræða, ekki síst vegna samfélagsmiðlahegðunar hans. Færslur hans á samfélagsmiðlum teikna upp mynd af ungum manni, fullum af hatri. Margar hverjar voru gegnumsýrðar af kynþáttahatri og átti hann það til að hreyta fúkyrðum í múslima og svart fólk. Í færslum sínum sagðist hann ætla að berjast gegn andfasistum og öllum þeim lögreglumönnum sem myndu standa í vegi hans. Árásin í Flórída á miðvikudag var sú mannskæðasta síðan árið 2012 og hefur endurvakið umræðuna um strangari vopnalög vestra. Nemendur sem lifðu árásina af hafa krafist þess að skotvopnalöggjöfin verði hert og gagnrýna forsetann fyrir að þiggja fjárhagsstyrk frá Skotvopnasamtökum Bandaríkjanna (NRA) í kosningabaráttunni. Nikolas Cruz var leiddur fyrir dómara á fimmtudag.SkjáskotÁ föstudag ákærði alríkisdómstóll í Bandaríkjunum þrettán rússneska ríkisborgara og þrjá rússneska lögaðila sem sakaðir eru um að hafa haft afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og framgang lýðræðis þar í landi. Trump hefur ítrekað neitað því að eiga í samskiptum við yfirvöld í Moskvu. Í yfirlýsingunni er því haldið fram að Rússarnir hafi notast við falskar Facebook-færslur og auglýsingar til að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir í Bandaríkjunum á meðan kosningabaráttu stóð á milli Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, og Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, um embætti forseta Bandaríkjanna árið 2016. Er því haldið fram að með rekstri þessa máls gegn Rússunum sé verið að reyna að endurvekja traust á bandarísk stjórnmál. Á meðal þess sem er ákært er fyrir er samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað.
Donald Trump Skotárás í Flórída Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“