Erlent

Trump vill ræða við Mueller þvert á ráðleggingar lögmanna

Kjartan Kjartansson skrifar
Trump sagði við fréttamenn í síðasta mánuði að hann væri til í að ræða við Mueller eiðsvarinn. Gekk hann svo langt að fullyrða að hann hlakkaði til þess.
Trump sagði við fréttamenn í síðasta mánuði að hann væri til í að ræða við Mueller eiðsvarinn. Gekk hann svo langt að fullyrða að hann hlakkaði til þess. Vísir/Getty
Þrátt fyrir lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta reyni að koma í veg fyrir að hann setjist niður með Robert Mueller, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, er forsetinn sagður hafa áhuga að ræða við hann.

Lögmenn Trump eru sagðir hafa áhyggjur af því að hann gæti logið eða orðið margsaga um hluti sem rannsakendur Mueller gætu spurt hann um. New York Times greindi frá því í gær að af þeim sökum vildu þeir forðast að Trump ræddi beint við Mueller.

Nú segir CNN-fréttastöðin að Trump hafi engu að síður áhuga á að ræða sjálfur við rannsakendurna. Fyrir utan að telja sig algerlega saklausan sé forsetinn öruggur með sig vegna reynslu sinnar af lögsóknum og eiðsvörnum framburði þegar hann var í fasteignabransanum.

„Hann heldur að hann geti séð við þessu. Hann gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikið er undir,“ hefur CNN eftir heimildarmanni sem er sagður þekkja til.

Mueller hefur enn ekki óskað eftir formlegu viðtali við Trump. Aðeins óformlegar viðræður hafa átt sér stað á milli embættis hans og lögmanna forsetans.


Tengdar fréttir

Óttast að Trump ljúgi að rannsakendum

Lögmenn Bandaríkjaforseta telja að hann þurfi ekki og ætti ekki að ræða við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×