Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2018 14:15 Sean Hannity og Julian Assange. Vísir/Getty Julian Assange, stofnandi Wikileaks, bauðst til þess að útvega þáttastjórnenda Fox, Sean Hannity, upplýsingar um þingmann Demókrataflokksins. Gallinn er sá að Assange var í rauninni ekki að tala við Sean Hannity. Twitter reikningi Hannity var lokað um tímabil á föstudagskvöldið og sagði Twitter að einhver annar en Hannity hefði náð stjórn á reikningi hans. Í kjölfarið voru nokkrir nýir reikningar stofnaði í nafni Sean Hannity. Þeirra á meðal var reikningur Dell Gilliam sem var veik heima um helgina og ákvað að bregða sér á leik til að stytta sér stundir. Því stofnaði hún Twitter-reikninginn @SeanHannity_ á aðfararnótt laugardagsins. Hún safnaði sér mörgum fylgjendum á skömmum tíma og sendi skilaboð á Julian Assange þar sem hún sagðist vilja ræða við hann. Assange svaraði um hæl, sagði ánægjulegt að Hannity væri mættur aftur á Twitter og sagðist tilbúinn í spjall. Hann sagði Hannity geta notað „aðrar leiðir“ til að tala við hann.“This exchange between Assange and an impressive Sean Hannity imposter—who duped celebrities like Chrissy Teigen, too—shows Assange has at least tried to launder intel once to Hannity. The "other channels" line could mean it wasn't the first time.https://t.co/UACU8z6P0Dpic.twitter.com/2Bsz0HBbmD — Ben Collins (@oneunderscore__) January 30, 2018 „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity,“ sagði Gilliam við Daily Beast. Hún sýndi blaðamanni miðilsins skjáskot af samskiptum sínum við Assange. Gillam sagðist þá ekki geta trúað því sem væri að gerast. Sem Hannity sagðist hún vera þreytt eftir átök föstudagsins og spurði Assange hvernig hann hefði það. „Ég er ánægður sem lengi sem baráttan stendur yfir!“ svaraði Assange. Gilliam stakk þá upp á tíma til að tala við Assange og hann sagðist klár í það. Sömuleiðis sagði hann að Hannity gæti einnig sent honum skilaboð með öðrum leiðum og hann hefði fregnir af Warner. Þar var Assange að öllum líkindum að tala um þingmanninn Mark Warner, æðsta Demókratann í nefnd öldungadeildarinnar um njósnamál. Sú nefnd er meðal annars að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningum Bandaríkjanna árið 2016. Skömmu eftir samskipti Gilliam við Assange steig Warner fram í fjölmiðlum og sagði þingnefndina hafa fengið ný gögn í rannsókninni. Þau gögn opnuðu á fjölmargar spurningar varðandi Donald Trump og Rússland. Talsmaður Warner benti Daily Beast á að Wikileaks væri í raun angi leyniþjónustu Rússlands. Wikileaks hafi sem dæmi birt tölvupósta sem hakkarar á vegum yfirvalda Rússlands stálu af vefþjónum Landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda kosninganna. Bandaríkin Tengdar fréttir Assange „meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, bauðst til þess að útvega þáttastjórnenda Fox, Sean Hannity, upplýsingar um þingmann Demókrataflokksins. Gallinn er sá að Assange var í rauninni ekki að tala við Sean Hannity. Twitter reikningi Hannity var lokað um tímabil á föstudagskvöldið og sagði Twitter að einhver annar en Hannity hefði náð stjórn á reikningi hans. Í kjölfarið voru nokkrir nýir reikningar stofnaði í nafni Sean Hannity. Þeirra á meðal var reikningur Dell Gilliam sem var veik heima um helgina og ákvað að bregða sér á leik til að stytta sér stundir. Því stofnaði hún Twitter-reikninginn @SeanHannity_ á aðfararnótt laugardagsins. Hún safnaði sér mörgum fylgjendum á skömmum tíma og sendi skilaboð á Julian Assange þar sem hún sagðist vilja ræða við hann. Assange svaraði um hæl, sagði ánægjulegt að Hannity væri mættur aftur á Twitter og sagðist tilbúinn í spjall. Hann sagði Hannity geta notað „aðrar leiðir“ til að tala við hann.“This exchange between Assange and an impressive Sean Hannity imposter—who duped celebrities like Chrissy Teigen, too—shows Assange has at least tried to launder intel once to Hannity. The "other channels" line could mean it wasn't the first time.https://t.co/UACU8z6P0Dpic.twitter.com/2Bsz0HBbmD — Ben Collins (@oneunderscore__) January 30, 2018 „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity,“ sagði Gilliam við Daily Beast. Hún sýndi blaðamanni miðilsins skjáskot af samskiptum sínum við Assange. Gillam sagðist þá ekki geta trúað því sem væri að gerast. Sem Hannity sagðist hún vera þreytt eftir átök föstudagsins og spurði Assange hvernig hann hefði það. „Ég er ánægður sem lengi sem baráttan stendur yfir!“ svaraði Assange. Gilliam stakk þá upp á tíma til að tala við Assange og hann sagðist klár í það. Sömuleiðis sagði hann að Hannity gæti einnig sent honum skilaboð með öðrum leiðum og hann hefði fregnir af Warner. Þar var Assange að öllum líkindum að tala um þingmanninn Mark Warner, æðsta Demókratann í nefnd öldungadeildarinnar um njósnamál. Sú nefnd er meðal annars að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningum Bandaríkjanna árið 2016. Skömmu eftir samskipti Gilliam við Assange steig Warner fram í fjölmiðlum og sagði þingnefndina hafa fengið ný gögn í rannsókninni. Þau gögn opnuðu á fjölmargar spurningar varðandi Donald Trump og Rússland. Talsmaður Warner benti Daily Beast á að Wikileaks væri í raun angi leyniþjónustu Rússlands. Wikileaks hafi sem dæmi birt tölvupósta sem hakkarar á vegum yfirvalda Rússlands stálu af vefþjónum Landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda kosninganna.
Bandaríkin Tengdar fréttir Assange „meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Assange „meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34
Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30