Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2018 14:15 Sean Hannity og Julian Assange. Vísir/Getty Julian Assange, stofnandi Wikileaks, bauðst til þess að útvega þáttastjórnenda Fox, Sean Hannity, upplýsingar um þingmann Demókrataflokksins. Gallinn er sá að Assange var í rauninni ekki að tala við Sean Hannity. Twitter reikningi Hannity var lokað um tímabil á föstudagskvöldið og sagði Twitter að einhver annar en Hannity hefði náð stjórn á reikningi hans. Í kjölfarið voru nokkrir nýir reikningar stofnaði í nafni Sean Hannity. Þeirra á meðal var reikningur Dell Gilliam sem var veik heima um helgina og ákvað að bregða sér á leik til að stytta sér stundir. Því stofnaði hún Twitter-reikninginn @SeanHannity_ á aðfararnótt laugardagsins. Hún safnaði sér mörgum fylgjendum á skömmum tíma og sendi skilaboð á Julian Assange þar sem hún sagðist vilja ræða við hann. Assange svaraði um hæl, sagði ánægjulegt að Hannity væri mættur aftur á Twitter og sagðist tilbúinn í spjall. Hann sagði Hannity geta notað „aðrar leiðir“ til að tala við hann.“This exchange between Assange and an impressive Sean Hannity imposter—who duped celebrities like Chrissy Teigen, too—shows Assange has at least tried to launder intel once to Hannity. The "other channels" line could mean it wasn't the first time.https://t.co/UACU8z6P0Dpic.twitter.com/2Bsz0HBbmD — Ben Collins (@oneunderscore__) January 30, 2018 „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity,“ sagði Gilliam við Daily Beast. Hún sýndi blaðamanni miðilsins skjáskot af samskiptum sínum við Assange. Gillam sagðist þá ekki geta trúað því sem væri að gerast. Sem Hannity sagðist hún vera þreytt eftir átök föstudagsins og spurði Assange hvernig hann hefði það. „Ég er ánægður sem lengi sem baráttan stendur yfir!“ svaraði Assange. Gilliam stakk þá upp á tíma til að tala við Assange og hann sagðist klár í það. Sömuleiðis sagði hann að Hannity gæti einnig sent honum skilaboð með öðrum leiðum og hann hefði fregnir af Warner. Þar var Assange að öllum líkindum að tala um þingmanninn Mark Warner, æðsta Demókratann í nefnd öldungadeildarinnar um njósnamál. Sú nefnd er meðal annars að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningum Bandaríkjanna árið 2016. Skömmu eftir samskipti Gilliam við Assange steig Warner fram í fjölmiðlum og sagði þingnefndina hafa fengið ný gögn í rannsókninni. Þau gögn opnuðu á fjölmargar spurningar varðandi Donald Trump og Rússland. Talsmaður Warner benti Daily Beast á að Wikileaks væri í raun angi leyniþjónustu Rússlands. Wikileaks hafi sem dæmi birt tölvupósta sem hakkarar á vegum yfirvalda Rússlands stálu af vefþjónum Landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda kosninganna. Bandaríkin Tengdar fréttir Assange „meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, bauðst til þess að útvega þáttastjórnenda Fox, Sean Hannity, upplýsingar um þingmann Demókrataflokksins. Gallinn er sá að Assange var í rauninni ekki að tala við Sean Hannity. Twitter reikningi Hannity var lokað um tímabil á föstudagskvöldið og sagði Twitter að einhver annar en Hannity hefði náð stjórn á reikningi hans. Í kjölfarið voru nokkrir nýir reikningar stofnaði í nafni Sean Hannity. Þeirra á meðal var reikningur Dell Gilliam sem var veik heima um helgina og ákvað að bregða sér á leik til að stytta sér stundir. Því stofnaði hún Twitter-reikninginn @SeanHannity_ á aðfararnótt laugardagsins. Hún safnaði sér mörgum fylgjendum á skömmum tíma og sendi skilaboð á Julian Assange þar sem hún sagðist vilja ræða við hann. Assange svaraði um hæl, sagði ánægjulegt að Hannity væri mættur aftur á Twitter og sagðist tilbúinn í spjall. Hann sagði Hannity geta notað „aðrar leiðir“ til að tala við hann.“This exchange between Assange and an impressive Sean Hannity imposter—who duped celebrities like Chrissy Teigen, too—shows Assange has at least tried to launder intel once to Hannity. The "other channels" line could mean it wasn't the first time.https://t.co/UACU8z6P0Dpic.twitter.com/2Bsz0HBbmD — Ben Collins (@oneunderscore__) January 30, 2018 „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity,“ sagði Gilliam við Daily Beast. Hún sýndi blaðamanni miðilsins skjáskot af samskiptum sínum við Assange. Gillam sagðist þá ekki geta trúað því sem væri að gerast. Sem Hannity sagðist hún vera þreytt eftir átök föstudagsins og spurði Assange hvernig hann hefði það. „Ég er ánægður sem lengi sem baráttan stendur yfir!“ svaraði Assange. Gilliam stakk þá upp á tíma til að tala við Assange og hann sagðist klár í það. Sömuleiðis sagði hann að Hannity gæti einnig sent honum skilaboð með öðrum leiðum og hann hefði fregnir af Warner. Þar var Assange að öllum líkindum að tala um þingmanninn Mark Warner, æðsta Demókratann í nefnd öldungadeildarinnar um njósnamál. Sú nefnd er meðal annars að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningum Bandaríkjanna árið 2016. Skömmu eftir samskipti Gilliam við Assange steig Warner fram í fjölmiðlum og sagði þingnefndina hafa fengið ný gögn í rannsókninni. Þau gögn opnuðu á fjölmargar spurningar varðandi Donald Trump og Rússland. Talsmaður Warner benti Daily Beast á að Wikileaks væri í raun angi leyniþjónustu Rússlands. Wikileaks hafi sem dæmi birt tölvupósta sem hakkarar á vegum yfirvalda Rússlands stálu af vefþjónum Landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda kosninganna.
Bandaríkin Tengdar fréttir Assange „meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Assange „meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34
Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30