Bretar standi verr sama hvernig Brexit sé háttað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. janúar 2018 06:00 Skýrslan er sögð vandræðaleg fyrir ríkisstjórn Theresu May. vísir/afp Eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, mun breska hagkerfið standa verr burtséð frá því hvernig útgöngunni verður háttað. Það er hvort sem Bretar geri fríverslunarsamning við ESB, haldi sig innan innri markaðar sambandsins eða nái engu slíku samkomulagi. Þetta kemur fram í skýrslu sem var unnin fyrir breska ríkið og var lekið til BuzzFeed sem birti svo skýrsluna í gær. Skýrslan er dagsett nú í janúar og kemur þar fram að með fríverslunarsamningi myndi hagvöxtur minnka um fimm prósent næstu fimmtán árin. Ef enginn samningur næst verði sú tala átta prósent en ef Bretar halda aðgangi sínum að innri markaðnum, svokallað mjúkt Brexit, lækkar talan í tvö prósent. Sá fyrirvari er þó settur við útreikningana að ekki sé tekið tillit til skammtímaáfalla sem gætu skollið á vegna Brexit. Til að mynda kostnaðarins við að aðlaga hagkerfið nýju tollkerfi. Einnig kemur fram að hætta sé á að staða Lundúna sem fjármálahöfuðborgar sé í hættu, að allir hlutar Bretlands komi illa út úr útgöngunni sem og öll svið hagkerfisins. Nicola Sturgeon, ráðherra skosku heimastjórnarinnar, var harðorð þegar Reuters spurði hana um skoðun sína. „Greining ríkisstjórnarinnar sjálfrar hefur leitt í ljós að útgangan úr Evrópusambandinu mun undir öllum kringumstæðum skaða hagkerfi allra þjóða og svæða Bretlands,“ sagði Sturgeon en Skotar voru sú þjóð sem var andvígust Brexit í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Chris Leslie, þingmaður Verkamannaflokksins sem barðist gegn útgöngu og berst enn, sagði: „Ríkisstjórnin hefur ekkert umboð fyrir hörðu Brexit. Það greiddi enginn atkvæði með því að valda sjálfum sér og fjölskyldu sinni tjóni.“ Heimildarmaður BuzzFeed innan Department for Exiting the European Union, eiginlegrar útgöngustofnunar Bretlands sem starfar fyrir ríkisstjórnina, sagði að skýrslan hefði ekki verið birt opinberlega einfaldlega vegna þess að hún væri vandræðaleg fyrir ríkisstjórnina. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, mun breska hagkerfið standa verr burtséð frá því hvernig útgöngunni verður háttað. Það er hvort sem Bretar geri fríverslunarsamning við ESB, haldi sig innan innri markaðar sambandsins eða nái engu slíku samkomulagi. Þetta kemur fram í skýrslu sem var unnin fyrir breska ríkið og var lekið til BuzzFeed sem birti svo skýrsluna í gær. Skýrslan er dagsett nú í janúar og kemur þar fram að með fríverslunarsamningi myndi hagvöxtur minnka um fimm prósent næstu fimmtán árin. Ef enginn samningur næst verði sú tala átta prósent en ef Bretar halda aðgangi sínum að innri markaðnum, svokallað mjúkt Brexit, lækkar talan í tvö prósent. Sá fyrirvari er þó settur við útreikningana að ekki sé tekið tillit til skammtímaáfalla sem gætu skollið á vegna Brexit. Til að mynda kostnaðarins við að aðlaga hagkerfið nýju tollkerfi. Einnig kemur fram að hætta sé á að staða Lundúna sem fjármálahöfuðborgar sé í hættu, að allir hlutar Bretlands komi illa út úr útgöngunni sem og öll svið hagkerfisins. Nicola Sturgeon, ráðherra skosku heimastjórnarinnar, var harðorð þegar Reuters spurði hana um skoðun sína. „Greining ríkisstjórnarinnar sjálfrar hefur leitt í ljós að útgangan úr Evrópusambandinu mun undir öllum kringumstæðum skaða hagkerfi allra þjóða og svæða Bretlands,“ sagði Sturgeon en Skotar voru sú þjóð sem var andvígust Brexit í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Chris Leslie, þingmaður Verkamannaflokksins sem barðist gegn útgöngu og berst enn, sagði: „Ríkisstjórnin hefur ekkert umboð fyrir hörðu Brexit. Það greiddi enginn atkvæði með því að valda sjálfum sér og fjölskyldu sinni tjóni.“ Heimildarmaður BuzzFeed innan Department for Exiting the European Union, eiginlegrar útgöngustofnunar Bretlands sem starfar fyrir ríkisstjórnina, sagði að skýrslan hefði ekki verið birt opinberlega einfaldlega vegna þess að hún væri vandræðaleg fyrir ríkisstjórnina.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira