Hundruð þúsunda mótmæla þegar eitt ár er liðið af forsetatíð Trump Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. janúar 2018 21:00 Frá mótmælum í Chicago fyrr í dag. Vísir/AFP Búist er við því að hundruð þúsunda muni safnast saman á götum úti í um 300 borgum og bæjum í Bandaríkjunum um helgina. Um er að ræða annað árið í röð sem hinar svokölluðu kvennagöngur (e. Women‘s march) eru haldnar til að vekja athygli á málefnum kvenna, hinsegin fólks og annarra minnihlutahópa. Í dag er einnig liðið eitt ár frá því að Donald Trump tók við embætti forsætisráðherra. Þetta er annað árið í röð sem boðað er til slíkra mótmæla víðs vegar um Bandaríkin. Kvennagangan 2017 var haldin dagana 21.-22. janúar og var elstum þeim mótmælum beint að hinum nýkjörna forseta. Á skiltum mótmælenda mátti sjá slagorð þar sem hvatt var til að berjast eins og stelpa, að kona ætti heima í Hvíta húsinu og að ef fólk kysi trúð ætti það að búast við því að fá sirkus. Trump sjálfur hefur tjáð sig um göngurnar og sagði hann á Twitter síðu sinni að í dag væri sérstaklega fallegur dagur fyrir kvennagöngu. Hvatti hann fólk til að fara út og fagna þeim merku áföngum sem hefðu náðst í baráttu kvenna síðastliðið árBeautiful weather all over our great country, a perfect day for all Women to March. Get out there now to celebrate the historic milestones and unprecedented economic success and wealth creation that has taken place over the last 12 months. Lowest female unemployment in 18 years!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 20, 2018 Lokun bandaríska alríkisins skyggir einnig á eins árs afmæli Trump í embætti en greiðslur til ýmissa ríkisstofnana, þar á meðal Bandaríkjahers, hættu að berast á miðnætti. Ástæðan er sú að ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings.Búist er við stærstu mótmælunum í Washington D.C., New York, Los Angeles og Boston. Leikkonan Viola Davis ávarpaði viðstadda í Los Angeles fyrr í dag og gerði hún MeToo byltinguna að umfjöllunarefni sínu.And back at the LA women's march, Viola Davis is now addressing the crowd https://t.co/Kh2niSEh8E— Meg Wagner (@megwagner) January 20, 2018 Donald Trump Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Búist er við því að hundruð þúsunda muni safnast saman á götum úti í um 300 borgum og bæjum í Bandaríkjunum um helgina. Um er að ræða annað árið í röð sem hinar svokölluðu kvennagöngur (e. Women‘s march) eru haldnar til að vekja athygli á málefnum kvenna, hinsegin fólks og annarra minnihlutahópa. Í dag er einnig liðið eitt ár frá því að Donald Trump tók við embætti forsætisráðherra. Þetta er annað árið í röð sem boðað er til slíkra mótmæla víðs vegar um Bandaríkin. Kvennagangan 2017 var haldin dagana 21.-22. janúar og var elstum þeim mótmælum beint að hinum nýkjörna forseta. Á skiltum mótmælenda mátti sjá slagorð þar sem hvatt var til að berjast eins og stelpa, að kona ætti heima í Hvíta húsinu og að ef fólk kysi trúð ætti það að búast við því að fá sirkus. Trump sjálfur hefur tjáð sig um göngurnar og sagði hann á Twitter síðu sinni að í dag væri sérstaklega fallegur dagur fyrir kvennagöngu. Hvatti hann fólk til að fara út og fagna þeim merku áföngum sem hefðu náðst í baráttu kvenna síðastliðið árBeautiful weather all over our great country, a perfect day for all Women to March. Get out there now to celebrate the historic milestones and unprecedented economic success and wealth creation that has taken place over the last 12 months. Lowest female unemployment in 18 years!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 20, 2018 Lokun bandaríska alríkisins skyggir einnig á eins árs afmæli Trump í embætti en greiðslur til ýmissa ríkisstofnana, þar á meðal Bandaríkjahers, hættu að berast á miðnætti. Ástæðan er sú að ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings.Búist er við stærstu mótmælunum í Washington D.C., New York, Los Angeles og Boston. Leikkonan Viola Davis ávarpaði viðstadda í Los Angeles fyrr í dag og gerði hún MeToo byltinguna að umfjöllunarefni sínu.And back at the LA women's march, Viola Davis is now addressing the crowd https://t.co/Kh2niSEh8E— Meg Wagner (@megwagner) January 20, 2018
Donald Trump Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira