Pynta flóttamenn í Líbíu og krefjast lausnargjalds Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. janúar 2018 07:00 Flóttamenn sæta ómannúðlegri meðferð í Líbýu. Nordicphotos/AFP Fjórir voru handteknir í líbísku borginni Sirte í fyrrinótt og átta súdanskir flóttamenn frelsaðir í aðgerðum líbíska hersins. Frá þessu greindi CNN í gær og vísaði í tilkynningu líbíska hersins. Bandaríski miðillinn birti með fréttinni ógeðfellt myndband, um mínútu að lengd, þar sem sjá mátti þá súdönsku liggja á gólfinu á meðan þeir voru hýddir með svipum. „Sendið peningana. Sendið peningana. Seljið húsið. Sendið peningana,“ sagði einn Súdaninn í myndbandinu sem hinir handteknu sendu fjölskyldum flóttamannanna í von um að fá greitt lausnargjald. Fjölskyldur mannanna birtu myndböndin á samfélagsmiðlum og í samtali við CNN sögðu þær það gert í von um að vekja athygli á málinu. Það tókst og innan fárra daga hafði líbíski herinn rakið myndbandið til borgarinnar Sirte og gerði áhlaup. „Þetta ógeðfellda myndefni sýnir glæpi manna sem geta vart talist mennskir. Þeir pynta flóttamenn og brenna þá. Taka það upp á myndband og senda á fjölskyldur fanga sinna til þess að kúga af þeim peninga,“ sagði í tilkynningu líbíska hersins. Í öðru myndbandi mátti sjá Súdana liggja nakinn á jörðinni og engjast um af sársauka á meðan maðurinn á bak við myndavélina hellir sjóðheitri olíu á bakið á honum og kveikir í. Annar maður, grímuklæddur, sérst beina byssu að fórnarlambinu. Súdanska utanríkisráðuneytið boðaði í gær sendifulltrúa Líbíu í höfuðborg Súdan, Kartúm, á sinn fund. Sagði ráðuneytið óásættanlegt að súdanskir ríkisborgarar sættu ómannúðlegri meðferð þar í landi. Undir það tók sendifulltrúinn, Ali Muftah al-Mahrouq, og baðst afsökunar. Sagði hann glæpagengi bera ábyrgð á málinu. Á síðasta ári greindi CNN frá því að flóttamenn í Líbíu væru seldir í þrældóm og þykja þessar fréttir benda til þess að ástandið sé enn verra en áður var talið. Líbísk yfirvöld hófu í kjölfar umfjöllunar síðasta árs rannsókn á meintu þrælahaldi. Umfjöllun CNN um fyrrnefnd glæpagengi í Líbíu hefur aukinheldur leitt í ljós að starfsemi þeirra nær víða um heiminn, að því er miðillinn greinir frá. Fjölskyldur í Súdan hafi til að mynda þurft að reiða af hendi um hálfa milljón króna til að frelsa fangana og hægt hafi verið að leggja lausnargjaldið beint inn á bankareikning í Kartúm. Þá hafi CNN einnig fundið gögn sem sýna fram á að fjölskyldur í Bangladess og Níger hafi greitt sams konar lausnargjald. Greiðslurnar frá Bangladess og Níger voru sendar í gegnum Western Union en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn CNN kemur fram að það reyni eftir fremsta megni að fylgjast með og koma í veg fyrir greiðslur til glæpamanna. „Western Union fordæmir harðlega ólöglegt atferli og fjármögnun á glæpastarfsemi. Við setjum það í algjöran forgang að koma upp um og koma í veg fyrir misnotkun á þjónustu okkar. Glæpamenn ógna einstaklingunum, fjölskyldunum og fyrirtækjunum sem við þjónustum sem og starfsemi okkar í heild.“ Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Líbía Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Fjórir voru handteknir í líbísku borginni Sirte í fyrrinótt og átta súdanskir flóttamenn frelsaðir í aðgerðum líbíska hersins. Frá þessu greindi CNN í gær og vísaði í tilkynningu líbíska hersins. Bandaríski miðillinn birti með fréttinni ógeðfellt myndband, um mínútu að lengd, þar sem sjá mátti þá súdönsku liggja á gólfinu á meðan þeir voru hýddir með svipum. „Sendið peningana. Sendið peningana. Seljið húsið. Sendið peningana,“ sagði einn Súdaninn í myndbandinu sem hinir handteknu sendu fjölskyldum flóttamannanna í von um að fá greitt lausnargjald. Fjölskyldur mannanna birtu myndböndin á samfélagsmiðlum og í samtali við CNN sögðu þær það gert í von um að vekja athygli á málinu. Það tókst og innan fárra daga hafði líbíski herinn rakið myndbandið til borgarinnar Sirte og gerði áhlaup. „Þetta ógeðfellda myndefni sýnir glæpi manna sem geta vart talist mennskir. Þeir pynta flóttamenn og brenna þá. Taka það upp á myndband og senda á fjölskyldur fanga sinna til þess að kúga af þeim peninga,“ sagði í tilkynningu líbíska hersins. Í öðru myndbandi mátti sjá Súdana liggja nakinn á jörðinni og engjast um af sársauka á meðan maðurinn á bak við myndavélina hellir sjóðheitri olíu á bakið á honum og kveikir í. Annar maður, grímuklæddur, sérst beina byssu að fórnarlambinu. Súdanska utanríkisráðuneytið boðaði í gær sendifulltrúa Líbíu í höfuðborg Súdan, Kartúm, á sinn fund. Sagði ráðuneytið óásættanlegt að súdanskir ríkisborgarar sættu ómannúðlegri meðferð þar í landi. Undir það tók sendifulltrúinn, Ali Muftah al-Mahrouq, og baðst afsökunar. Sagði hann glæpagengi bera ábyrgð á málinu. Á síðasta ári greindi CNN frá því að flóttamenn í Líbíu væru seldir í þrældóm og þykja þessar fréttir benda til þess að ástandið sé enn verra en áður var talið. Líbísk yfirvöld hófu í kjölfar umfjöllunar síðasta árs rannsókn á meintu þrælahaldi. Umfjöllun CNN um fyrrnefnd glæpagengi í Líbíu hefur aukinheldur leitt í ljós að starfsemi þeirra nær víða um heiminn, að því er miðillinn greinir frá. Fjölskyldur í Súdan hafi til að mynda þurft að reiða af hendi um hálfa milljón króna til að frelsa fangana og hægt hafi verið að leggja lausnargjaldið beint inn á bankareikning í Kartúm. Þá hafi CNN einnig fundið gögn sem sýna fram á að fjölskyldur í Bangladess og Níger hafi greitt sams konar lausnargjald. Greiðslurnar frá Bangladess og Níger voru sendar í gegnum Western Union en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn CNN kemur fram að það reyni eftir fremsta megni að fylgjast með og koma í veg fyrir greiðslur til glæpamanna. „Western Union fordæmir harðlega ólöglegt atferli og fjármögnun á glæpastarfsemi. Við setjum það í algjöran forgang að koma upp um og koma í veg fyrir misnotkun á þjónustu okkar. Glæpamenn ógna einstaklingunum, fjölskyldunum og fyrirtækjunum sem við þjónustum sem og starfsemi okkar í heild.“
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Líbía Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira