Pynta flóttamenn í Líbíu og krefjast lausnargjalds Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. janúar 2018 07:00 Flóttamenn sæta ómannúðlegri meðferð í Líbýu. Nordicphotos/AFP Fjórir voru handteknir í líbísku borginni Sirte í fyrrinótt og átta súdanskir flóttamenn frelsaðir í aðgerðum líbíska hersins. Frá þessu greindi CNN í gær og vísaði í tilkynningu líbíska hersins. Bandaríski miðillinn birti með fréttinni ógeðfellt myndband, um mínútu að lengd, þar sem sjá mátti þá súdönsku liggja á gólfinu á meðan þeir voru hýddir með svipum. „Sendið peningana. Sendið peningana. Seljið húsið. Sendið peningana,“ sagði einn Súdaninn í myndbandinu sem hinir handteknu sendu fjölskyldum flóttamannanna í von um að fá greitt lausnargjald. Fjölskyldur mannanna birtu myndböndin á samfélagsmiðlum og í samtali við CNN sögðu þær það gert í von um að vekja athygli á málinu. Það tókst og innan fárra daga hafði líbíski herinn rakið myndbandið til borgarinnar Sirte og gerði áhlaup. „Þetta ógeðfellda myndefni sýnir glæpi manna sem geta vart talist mennskir. Þeir pynta flóttamenn og brenna þá. Taka það upp á myndband og senda á fjölskyldur fanga sinna til þess að kúga af þeim peninga,“ sagði í tilkynningu líbíska hersins. Í öðru myndbandi mátti sjá Súdana liggja nakinn á jörðinni og engjast um af sársauka á meðan maðurinn á bak við myndavélina hellir sjóðheitri olíu á bakið á honum og kveikir í. Annar maður, grímuklæddur, sérst beina byssu að fórnarlambinu. Súdanska utanríkisráðuneytið boðaði í gær sendifulltrúa Líbíu í höfuðborg Súdan, Kartúm, á sinn fund. Sagði ráðuneytið óásættanlegt að súdanskir ríkisborgarar sættu ómannúðlegri meðferð þar í landi. Undir það tók sendifulltrúinn, Ali Muftah al-Mahrouq, og baðst afsökunar. Sagði hann glæpagengi bera ábyrgð á málinu. Á síðasta ári greindi CNN frá því að flóttamenn í Líbíu væru seldir í þrældóm og þykja þessar fréttir benda til þess að ástandið sé enn verra en áður var talið. Líbísk yfirvöld hófu í kjölfar umfjöllunar síðasta árs rannsókn á meintu þrælahaldi. Umfjöllun CNN um fyrrnefnd glæpagengi í Líbíu hefur aukinheldur leitt í ljós að starfsemi þeirra nær víða um heiminn, að því er miðillinn greinir frá. Fjölskyldur í Súdan hafi til að mynda þurft að reiða af hendi um hálfa milljón króna til að frelsa fangana og hægt hafi verið að leggja lausnargjaldið beint inn á bankareikning í Kartúm. Þá hafi CNN einnig fundið gögn sem sýna fram á að fjölskyldur í Bangladess og Níger hafi greitt sams konar lausnargjald. Greiðslurnar frá Bangladess og Níger voru sendar í gegnum Western Union en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn CNN kemur fram að það reyni eftir fremsta megni að fylgjast með og koma í veg fyrir greiðslur til glæpamanna. „Western Union fordæmir harðlega ólöglegt atferli og fjármögnun á glæpastarfsemi. Við setjum það í algjöran forgang að koma upp um og koma í veg fyrir misnotkun á þjónustu okkar. Glæpamenn ógna einstaklingunum, fjölskyldunum og fyrirtækjunum sem við þjónustum sem og starfsemi okkar í heild.“ Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Líbía Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Erlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira
Fjórir voru handteknir í líbísku borginni Sirte í fyrrinótt og átta súdanskir flóttamenn frelsaðir í aðgerðum líbíska hersins. Frá þessu greindi CNN í gær og vísaði í tilkynningu líbíska hersins. Bandaríski miðillinn birti með fréttinni ógeðfellt myndband, um mínútu að lengd, þar sem sjá mátti þá súdönsku liggja á gólfinu á meðan þeir voru hýddir með svipum. „Sendið peningana. Sendið peningana. Seljið húsið. Sendið peningana,“ sagði einn Súdaninn í myndbandinu sem hinir handteknu sendu fjölskyldum flóttamannanna í von um að fá greitt lausnargjald. Fjölskyldur mannanna birtu myndböndin á samfélagsmiðlum og í samtali við CNN sögðu þær það gert í von um að vekja athygli á málinu. Það tókst og innan fárra daga hafði líbíski herinn rakið myndbandið til borgarinnar Sirte og gerði áhlaup. „Þetta ógeðfellda myndefni sýnir glæpi manna sem geta vart talist mennskir. Þeir pynta flóttamenn og brenna þá. Taka það upp á myndband og senda á fjölskyldur fanga sinna til þess að kúga af þeim peninga,“ sagði í tilkynningu líbíska hersins. Í öðru myndbandi mátti sjá Súdana liggja nakinn á jörðinni og engjast um af sársauka á meðan maðurinn á bak við myndavélina hellir sjóðheitri olíu á bakið á honum og kveikir í. Annar maður, grímuklæddur, sérst beina byssu að fórnarlambinu. Súdanska utanríkisráðuneytið boðaði í gær sendifulltrúa Líbíu í höfuðborg Súdan, Kartúm, á sinn fund. Sagði ráðuneytið óásættanlegt að súdanskir ríkisborgarar sættu ómannúðlegri meðferð þar í landi. Undir það tók sendifulltrúinn, Ali Muftah al-Mahrouq, og baðst afsökunar. Sagði hann glæpagengi bera ábyrgð á málinu. Á síðasta ári greindi CNN frá því að flóttamenn í Líbíu væru seldir í þrældóm og þykja þessar fréttir benda til þess að ástandið sé enn verra en áður var talið. Líbísk yfirvöld hófu í kjölfar umfjöllunar síðasta árs rannsókn á meintu þrælahaldi. Umfjöllun CNN um fyrrnefnd glæpagengi í Líbíu hefur aukinheldur leitt í ljós að starfsemi þeirra nær víða um heiminn, að því er miðillinn greinir frá. Fjölskyldur í Súdan hafi til að mynda þurft að reiða af hendi um hálfa milljón króna til að frelsa fangana og hægt hafi verið að leggja lausnargjaldið beint inn á bankareikning í Kartúm. Þá hafi CNN einnig fundið gögn sem sýna fram á að fjölskyldur í Bangladess og Níger hafi greitt sams konar lausnargjald. Greiðslurnar frá Bangladess og Níger voru sendar í gegnum Western Union en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn CNN kemur fram að það reyni eftir fremsta megni að fylgjast með og koma í veg fyrir greiðslur til glæpamanna. „Western Union fordæmir harðlega ólöglegt atferli og fjármögnun á glæpastarfsemi. Við setjum það í algjöran forgang að koma upp um og koma í veg fyrir misnotkun á þjónustu okkar. Glæpamenn ógna einstaklingunum, fjölskyldunum og fyrirtækjunum sem við þjónustum sem og starfsemi okkar í heild.“
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Líbía Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Erlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira