Jón Daði tryggði Reading áfram með þrennu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. janúar 2018 22:06 Jón Daði skoraði tvö mörk í bláu og eitt í appelsínugulu vísir/getty Jón Daði Böðvarsson sá um að koma Reading áfram í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar þegar hann skoraði þrennu í endurteknum leik gegn Stevenage. Selfyssingurinn kom Reading yfir eftir um hálftíma leik með flottu skoti á færstöng. Hann tvöfaldaði svo forystu Reading með glæsilegu skallamarki rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Þrennan var fullkomnuð á 64. mínútu með því að pota boltanum yfir línuna á stuttu færi. Frábær frammistaða hjá landsliðsframherjanum, en sá skemmtilegi atburður gerðist í leiknum að Reading þurfti að skipta um búninga í hálfleik. Þeir byrjuðu í sínum venjulegu bláu og hvítu röndóttu treyjum. Gestirnir frá Stevenage voru hins vegar í hvítum treyjum sem þóttu of líkar þeim sem Reading lék í, svo heimamenn skiptu í appelsínugulu varabúninga sína í hálfleik.GOOOOAAAALLL! It's a hat-trick for @jondadi! 3-0... #URRZZZZZ! pic.twitter.com/cZoThX607o — Reading FC (@ReadingFC) January 16, 2018 Leicester kláraði sitt einvígi við lið Fleetwood með tveimur mörkum frá Kelechi Iheanacho, en hann varð fyrsti leikmaðurinn til þess að skora mark með aðstoð myndbandsdómara á Englandi í leiknum. Seinna mark Iheanacho var upphaflega dæmt af vegna rangstöðu. Jonathan Moss, dómari leiksins, ákvað að ráðfæra sig við myndbandsdómarann Mike Jones, sem lét vita af því að Nathan Pond hefði spilað Iheanacho réttstæðan og markið var látið standa. Aron Einar Gunnarsson var enn fjarri góðu gamni hjá Cardiff vegna meiðsla, en liðið vann öruggan 1-4 sigur á Mansfield Town. Í fjórðu umferðinni mæta engir aðrir en Manchester City í heimsókn til Cardiff og var Pep Guardiola mættur á völlinn í kvöld til þess að fylgjast með næstu andstæðingum sínum. Sheffield Wednesday vann Carlisle 2-0 og leikur West Ham og Shrewsbury endaði með markalausu jafntefli. Hann fór því til framlengingar, þar sem nú þegar eru liðin búin að spila 180 mínútur án marks. Það var hinn 21 árs Reece Burke sem bjargaði Hömrunum gegn þriðju deildar liði Shrewsbury með sínu fyrsta marki fyrir þá á 112. mínútu leiksins. Burke hefur nú, þrátt fyrir ungan aldur, skorað mark fyrir fjögur mismunandi félög. Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson sá um að koma Reading áfram í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar þegar hann skoraði þrennu í endurteknum leik gegn Stevenage. Selfyssingurinn kom Reading yfir eftir um hálftíma leik með flottu skoti á færstöng. Hann tvöfaldaði svo forystu Reading með glæsilegu skallamarki rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Þrennan var fullkomnuð á 64. mínútu með því að pota boltanum yfir línuna á stuttu færi. Frábær frammistaða hjá landsliðsframherjanum, en sá skemmtilegi atburður gerðist í leiknum að Reading þurfti að skipta um búninga í hálfleik. Þeir byrjuðu í sínum venjulegu bláu og hvítu röndóttu treyjum. Gestirnir frá Stevenage voru hins vegar í hvítum treyjum sem þóttu of líkar þeim sem Reading lék í, svo heimamenn skiptu í appelsínugulu varabúninga sína í hálfleik.GOOOOAAAALLL! It's a hat-trick for @jondadi! 3-0... #URRZZZZZ! pic.twitter.com/cZoThX607o — Reading FC (@ReadingFC) January 16, 2018 Leicester kláraði sitt einvígi við lið Fleetwood með tveimur mörkum frá Kelechi Iheanacho, en hann varð fyrsti leikmaðurinn til þess að skora mark með aðstoð myndbandsdómara á Englandi í leiknum. Seinna mark Iheanacho var upphaflega dæmt af vegna rangstöðu. Jonathan Moss, dómari leiksins, ákvað að ráðfæra sig við myndbandsdómarann Mike Jones, sem lét vita af því að Nathan Pond hefði spilað Iheanacho réttstæðan og markið var látið standa. Aron Einar Gunnarsson var enn fjarri góðu gamni hjá Cardiff vegna meiðsla, en liðið vann öruggan 1-4 sigur á Mansfield Town. Í fjórðu umferðinni mæta engir aðrir en Manchester City í heimsókn til Cardiff og var Pep Guardiola mættur á völlinn í kvöld til þess að fylgjast með næstu andstæðingum sínum. Sheffield Wednesday vann Carlisle 2-0 og leikur West Ham og Shrewsbury endaði með markalausu jafntefli. Hann fór því til framlengingar, þar sem nú þegar eru liðin búin að spila 180 mínútur án marks. Það var hinn 21 árs Reece Burke sem bjargaði Hömrunum gegn þriðju deildar liði Shrewsbury með sínu fyrsta marki fyrir þá á 112. mínútu leiksins. Burke hefur nú, þrátt fyrir ungan aldur, skorað mark fyrir fjögur mismunandi félög.
Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira