Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2018 10:07 Taka þarf kolaorkuver um allan heim úr notkun á allra næstu árum ef menn ætla að draga nógu mikið úr losun á gróðurhúsalofttegundum til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Vísir/AFP Mannkynið þarf ekki aðeins að draga verulega úr losun á gróðurhúsalofttegundum heldur einnig byrja að soga koltvísýring úr lofthjúpnum ef það ætlar sér að náð metnarfyllra markmiði Parísarsakomulagsins. Samkvæmt drögum að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna nær hlýnun jarðar 1,5°C um miðja þessa öld að óbreyttu. Í Parísarsamkomulaginu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga var miðað við að hlýnun jarðar færi ekki yfir 2°C á þessari öld. Nokkur ríki, fyrst og fremst Kyrrahafseyjar sem eru í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar, komu því hins vegar til leiðar að samkomulagið kveður á um að hlýnuninni verði haldið innan við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Ekki er útlit fyrir að þetta metnarfyllra markmið náist. Samkvæmt drögum að skýrslu loftslagsnefndar SÞ (IPCC) um 1,5°C-markmiðið verða ríkisstjórnir heims að hefja fordæmalaust byltingu í orkumálum og hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis eins og olíu, kola og gass. Það dugar þó ekki eitt og sér til heldur þurfa menn að binda kolefni sem er þegar í lofthjúpnum. Engar stórtækar tæknilegar lausnir eru til þess sem stendur aðrar en kolefnisbinding með gróðri. Að öðrum kosti verði farið yfir 1,5°C-markmiði á 5. áratug þessarar aldar. Meðalhiti jarðar hefur þegar hækkað um 1°C frá iðnbyltingu. „Það er mikil hætta á að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu,“ segir í skýrsludrögunum sem Reuters-fréttastofan hefur séð.Sprengjum þakið innan sextán ára að óbreyttuJafnvel þó að metnaðarfyllra markmiði næðist telja vísindamenn að það dygði ekki til að koma í veg fyrir dauða kóralrifja og bráðnunar íss á Grænlandi og vestanverðu Suðurskautslandinu sem hækkar yfirborð sjávar. IPCC áætlar að svonefnt kolefnisþak, það magn gróðurhúsalofttegunda sem menn geta enn losað áður en þeir fara yfir viðmið sín um hlýnun, sé um 580 milljarðar tonna ef meira en 50% líkur eiga að vera á því að ná 1,5°C-markmiðinu. Miðað við núverandi losun tæki það jarðarbúa 12-16 ár að fara yfir losunarþakið. Drögin voru send ríkisstjórnum og sérfræðingum til umsagnar í vikunni. Talsmaður IPPC segir við Reuters að drögin séu ekki ætluð til birtingar. Orðalag skýrslunnar geti enn tekið miklum breytingum. Loftslagsmál Tengdar fréttir Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Mannkynið þarf ekki aðeins að draga verulega úr losun á gróðurhúsalofttegundum heldur einnig byrja að soga koltvísýring úr lofthjúpnum ef það ætlar sér að náð metnarfyllra markmiði Parísarsakomulagsins. Samkvæmt drögum að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna nær hlýnun jarðar 1,5°C um miðja þessa öld að óbreyttu. Í Parísarsamkomulaginu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga var miðað við að hlýnun jarðar færi ekki yfir 2°C á þessari öld. Nokkur ríki, fyrst og fremst Kyrrahafseyjar sem eru í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar, komu því hins vegar til leiðar að samkomulagið kveður á um að hlýnuninni verði haldið innan við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Ekki er útlit fyrir að þetta metnarfyllra markmið náist. Samkvæmt drögum að skýrslu loftslagsnefndar SÞ (IPCC) um 1,5°C-markmiðið verða ríkisstjórnir heims að hefja fordæmalaust byltingu í orkumálum og hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis eins og olíu, kola og gass. Það dugar þó ekki eitt og sér til heldur þurfa menn að binda kolefni sem er þegar í lofthjúpnum. Engar stórtækar tæknilegar lausnir eru til þess sem stendur aðrar en kolefnisbinding með gróðri. Að öðrum kosti verði farið yfir 1,5°C-markmiði á 5. áratug þessarar aldar. Meðalhiti jarðar hefur þegar hækkað um 1°C frá iðnbyltingu. „Það er mikil hætta á að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu,“ segir í skýrsludrögunum sem Reuters-fréttastofan hefur séð.Sprengjum þakið innan sextán ára að óbreyttuJafnvel þó að metnaðarfyllra markmiði næðist telja vísindamenn að það dygði ekki til að koma í veg fyrir dauða kóralrifja og bráðnunar íss á Grænlandi og vestanverðu Suðurskautslandinu sem hækkar yfirborð sjávar. IPCC áætlar að svonefnt kolefnisþak, það magn gróðurhúsalofttegunda sem menn geta enn losað áður en þeir fara yfir viðmið sín um hlýnun, sé um 580 milljarðar tonna ef meira en 50% líkur eiga að vera á því að ná 1,5°C-markmiðinu. Miðað við núverandi losun tæki það jarðarbúa 12-16 ár að fara yfir losunarþakið. Drögin voru send ríkisstjórnum og sérfræðingum til umsagnar í vikunni. Talsmaður IPPC segir við Reuters að drögin séu ekki ætluð til birtingar. Orðalag skýrslunnar geti enn tekið miklum breytingum.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39