Fleetwood fær annan leik gegn Leicester

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Barist um boltann á Highbury Stadium, heimavelli Fleetwood.
Barist um boltann á Highbury Stadium, heimavelli Fleetwood.
Fleetwood gerði óvænt markalaust jafntefli við Leicester í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í dag.

Leikurinn fór fram á heimavelli Fleetwood, sem spilar í League One, þriðju efstu deild á Englandi.

Liðin munu því spila á ný síðar í mánuðinum, til að skera úr um það hvaða lið kemst í fjórðu umferð bikarkeppninnar. Fleetwood hefur aldrei áður komist lengra en í þriðju umferð.

Markahrókurinn Jamie Vardy, sem sló í gegn með liði Fleetwood tímabilið 2011-12, þurfti að horfa á leikinn úr stúkunni. Var hann ekki í hóp Leicester vegna meiðsla.

Úrvalsdeildarliðið átti ekki góðan leik í dag og náði ekki einu skoti á mark Fleetwood.

Leikmenn Fleetwood geta gengið með breitt bak frá leiknum í dag. Þeir ógnuðu marki Leicester nokkrum sinnum og voru óheppnir að skora ekki í lok leiks, þegar að skot Ashley Hunter fór af varnarmanni Leicester í stöngina.

Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í fótbolta, er yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira