Markalaust hjá Chelsea og Norwich

Pedro í baráttunni í kvöld.
Pedro í baráttunni í kvöld. Vísir/getty
Chelsea og Norwich skildu jöfn 0-0 í lokaleik dagsins í 64-liða úrslitum enska bikarsins en þau þurfa því að mætast aftur á heimavelli Chelsea á næstunni þar sem sæti í 32-liða úrslitum verður aftur í boði.

Antonio Conte stillti upp sterku bwyrjunarliði á Carrow Road í kvöld en af ellefu leikmönnum voru níu leikmenn sem hann notast við reglulega en Willy Caballero og Kenedy fengu tækifæri í kvöld.

Þrátt fyrir að hafa teflt fram sterku liði náðu gestirnir ekki að skora frekar en heimamenn og lauk leiknum með markalausu jafntefli.

Eftir jafnan fyrri hálfleik sótti Chelsea af krafti eftir því sem leið á leikinn en náði ekki að brjóta ísinn.

Óvíst er hvenær leikurinn fer fram á Stamford Bridge en Chelsea má varla við auknu leikjaálagi enda á fullu í fjórum keppnum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira