Níundi maðurinn sem steig fæti á tunglið látinn Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 6. janúar 2018 20:19 John Young og Robert Crippen í geimskutlunni Columbia árið 1981. Geimfarinn John Young lést í gærkvöld, 87 ára að aldri, en banamein hans var lungabólga. Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) greindi frá þessu í dag. „Í dag hefur NASA og heimurinn allur misst frumkvöðul,“ segir í yfirlýsingu NASA. Ferill Youngs spannaði 42 ár en enginn annar geimfari hefur starfað svo lengi í þjónustu NASA. Young er eini maðurinn sem hefur stýrt fjórum mismunandi geimförum og enginn maður hefur farið jafnmargar geimferðir og hann, en þær eru sex talsins. Young var níundi maðurinn til þess að stíga fæti á tunglið en hann var leiðangursstjóri Apollo 16-leiðangursins sem farinn var 1972. Young hafði ferðast til tunglsins þremur árum áður með Apollo 10-leiðangrinum, sem var önnur tunglferðin frá upphafi. Geimfarið komst á braut um tunglið en lenti ekki. Young fæddist í San Francisco árið 1930 en þegar hann var barn fluttist fjölskylda hans búferlaflutningum til Orlando í Flórída-ríki. Young lauk B.S. gráðu í geimverkfræði frá Tækniháskólanum í Georgíu árið 1952 en þaðan lá leið hans í sjóherinn. Í hernum hlaut Young þjálfun í flugi og þyrluflugi. Flughæfni Youngs er sögð hafa verið hreint ótrúleg en hann setti hraðamet í „klifri“ þegar hann flaug Phantom II vél sinni þrjá kílómetra upp í loft frá jörðu á aðeins 34,523 sekúndum. Árið 1962 gekk Young til liðs við NASA. „John Young var í fremstu víglínu þegar kom að geimrannsóknum, gæddur yfirvegun, hæfileikum og seiglu. Hann var á allan hátt „geimfari geimfaranna“ og við munum sakna hans,“ segir í yfirlýsingu NASA. Andlát Vísindi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira
Geimfarinn John Young lést í gærkvöld, 87 ára að aldri, en banamein hans var lungabólga. Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) greindi frá þessu í dag. „Í dag hefur NASA og heimurinn allur misst frumkvöðul,“ segir í yfirlýsingu NASA. Ferill Youngs spannaði 42 ár en enginn annar geimfari hefur starfað svo lengi í þjónustu NASA. Young er eini maðurinn sem hefur stýrt fjórum mismunandi geimförum og enginn maður hefur farið jafnmargar geimferðir og hann, en þær eru sex talsins. Young var níundi maðurinn til þess að stíga fæti á tunglið en hann var leiðangursstjóri Apollo 16-leiðangursins sem farinn var 1972. Young hafði ferðast til tunglsins þremur árum áður með Apollo 10-leiðangrinum, sem var önnur tunglferðin frá upphafi. Geimfarið komst á braut um tunglið en lenti ekki. Young fæddist í San Francisco árið 1930 en þegar hann var barn fluttist fjölskylda hans búferlaflutningum til Orlando í Flórída-ríki. Young lauk B.S. gráðu í geimverkfræði frá Tækniháskólanum í Georgíu árið 1952 en þaðan lá leið hans í sjóherinn. Í hernum hlaut Young þjálfun í flugi og þyrluflugi. Flughæfni Youngs er sögð hafa verið hreint ótrúleg en hann setti hraðamet í „klifri“ þegar hann flaug Phantom II vél sinni þrjá kílómetra upp í loft frá jörðu á aðeins 34,523 sekúndum. Árið 1962 gekk Young til liðs við NASA. „John Young var í fremstu víglínu þegar kom að geimrannsóknum, gæddur yfirvegun, hæfileikum og seiglu. Hann var á allan hátt „geimfari geimfaranna“ og við munum sakna hans,“ segir í yfirlýsingu NASA.
Andlát Vísindi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira