Níundi maðurinn sem steig fæti á tunglið látinn Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 6. janúar 2018 20:19 John Young og Robert Crippen í geimskutlunni Columbia árið 1981. Geimfarinn John Young lést í gærkvöld, 87 ára að aldri, en banamein hans var lungabólga. Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) greindi frá þessu í dag. „Í dag hefur NASA og heimurinn allur misst frumkvöðul,“ segir í yfirlýsingu NASA. Ferill Youngs spannaði 42 ár en enginn annar geimfari hefur starfað svo lengi í þjónustu NASA. Young er eini maðurinn sem hefur stýrt fjórum mismunandi geimförum og enginn maður hefur farið jafnmargar geimferðir og hann, en þær eru sex talsins. Young var níundi maðurinn til þess að stíga fæti á tunglið en hann var leiðangursstjóri Apollo 16-leiðangursins sem farinn var 1972. Young hafði ferðast til tunglsins þremur árum áður með Apollo 10-leiðangrinum, sem var önnur tunglferðin frá upphafi. Geimfarið komst á braut um tunglið en lenti ekki. Young fæddist í San Francisco árið 1930 en þegar hann var barn fluttist fjölskylda hans búferlaflutningum til Orlando í Flórída-ríki. Young lauk B.S. gráðu í geimverkfræði frá Tækniháskólanum í Georgíu árið 1952 en þaðan lá leið hans í sjóherinn. Í hernum hlaut Young þjálfun í flugi og þyrluflugi. Flughæfni Youngs er sögð hafa verið hreint ótrúleg en hann setti hraðamet í „klifri“ þegar hann flaug Phantom II vél sinni þrjá kílómetra upp í loft frá jörðu á aðeins 34,523 sekúndum. Árið 1962 gekk Young til liðs við NASA. „John Young var í fremstu víglínu þegar kom að geimrannsóknum, gæddur yfirvegun, hæfileikum og seiglu. Hann var á allan hátt „geimfari geimfaranna“ og við munum sakna hans,“ segir í yfirlýsingu NASA. Andlát Vísindi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Geimfarinn John Young lést í gærkvöld, 87 ára að aldri, en banamein hans var lungabólga. Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) greindi frá þessu í dag. „Í dag hefur NASA og heimurinn allur misst frumkvöðul,“ segir í yfirlýsingu NASA. Ferill Youngs spannaði 42 ár en enginn annar geimfari hefur starfað svo lengi í þjónustu NASA. Young er eini maðurinn sem hefur stýrt fjórum mismunandi geimförum og enginn maður hefur farið jafnmargar geimferðir og hann, en þær eru sex talsins. Young var níundi maðurinn til þess að stíga fæti á tunglið en hann var leiðangursstjóri Apollo 16-leiðangursins sem farinn var 1972. Young hafði ferðast til tunglsins þremur árum áður með Apollo 10-leiðangrinum, sem var önnur tunglferðin frá upphafi. Geimfarið komst á braut um tunglið en lenti ekki. Young fæddist í San Francisco árið 1930 en þegar hann var barn fluttist fjölskylda hans búferlaflutningum til Orlando í Flórída-ríki. Young lauk B.S. gráðu í geimverkfræði frá Tækniháskólanum í Georgíu árið 1952 en þaðan lá leið hans í sjóherinn. Í hernum hlaut Young þjálfun í flugi og þyrluflugi. Flughæfni Youngs er sögð hafa verið hreint ótrúleg en hann setti hraðamet í „klifri“ þegar hann flaug Phantom II vél sinni þrjá kílómetra upp í loft frá jörðu á aðeins 34,523 sekúndum. Árið 1962 gekk Young til liðs við NASA. „John Young var í fremstu víglínu þegar kom að geimrannsóknum, gæddur yfirvegun, hæfileikum og seiglu. Hann var á allan hátt „geimfari geimfaranna“ og við munum sakna hans,“ segir í yfirlýsingu NASA.
Andlát Vísindi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira