Erlent

Karlotta prinsessa byrjar á leikskóla

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Karlotta verður þriggja ára í maí.
Karlotta verður þriggja ára í maí.
Karlotta prinsessa, dóttir Vilhjálms prins og Katrínar, hertogaynju af Cambridge, byrjaði á leikskóla í dag. Karlotta er tveggja ára gömul og er yngra barn Katrínar og Vilhjálms.

Kensington höll deildi í dag myndum af prinsessunni áður en hún hóf fyrsta daginn í leikskólanum. Myndirnar tók móðir hennar.

Karlotta mun ganga í Willcocks leikskólann, einkaskóla í vesturhluta Lundúna, Skólinn var stofnaður árið 1964 og er í göngufæri frá Kensington höll þar sem fjölskyldan býr.

Karlotta verður þriggja ára í maí næstkomandi en þá verður hún orðin stóra systir en hertogahjónin eiga von á sínu þriðja barni í Apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×