Enski boltinn

Gylfi: Ég veit að Tosun er góður leikmaður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi í leik með Everton.
Gylfi í leik með Everton. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson er ánægður að hafa fengið Tyrkjann Cenk Tosun i raðir Everton en hann man vel eftir honum úr landsleikjum Íslands og Tyrklands.

„Það er alltaf jákvætt að fá góða leikmenn til félagsins og hann er góður leikmaður,“ sagði Gylfi við heimasíðu Everton.

„Ég hef spilað gegn honum í landsleikjum og veit að hann er góður leikmaður. Vonandi verður hann fljótur að aðlagast svo hann geti sýnt okkur hvað hann getur. Sóknarleikurinn hefur valdið vonbrigðum hjá okkur en vonandi fer hann að lagast.“

Tosun var keyptur til félagsins frá Besiktas en hann er fyrsti leikmaðurinn sem Sam Allardyce fær til félagsins. Hann er sagður hafa kostað 27 milljónir punda.

Framherjinn hefur spilað 25 landsleiki fyrir Tyrki og skorað í þeim 5 mörk. Hann skoraði 41 mark í 96 leikjum fyrir Besiktas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×