Ivanka gagnrýnd fyrir að lofsama ræðu Opruh Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. janúar 2018 19:11 Bæði Oprah og Ivanka hafa verið orðaðar við Hvíta húsið árið 2020. Vísir/Getty Ivanka Trump, elsta dóttir og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump bandaríkjaforseta, er ein þeirra sem var innblásin af ræðu Opruh Winfrey á Golden Globe verðlaununum um liðna helgi. Ræða Opruh vakti gríðarlega athygli og hefur hún verið orðuð við forsetaembættið síðustu daga. Ræða Opruh var innblásin af MeToo-byltinguni og sagði hún að ný dögun væri á sjóndeildarhringnum og að konur muni ekki lengur þola ofbeldi af hálfu karlmanna. Ivanka lofsamaði ræðu Winfrey á Twitter síðu sinni og kallaði eftir því að konur og karlar stæðu saman. Nefndi hún Time‘s Up herferðina sem snýr að því að uppræta kynferðislega áreitni innan skemmtanaiðnaðarins og á öðrum vinnustöðum.Just saw @Oprah's empowering & inspiring speech at last night's #GoldenGlobes. Let's all come together, women & men, & say #TIMESUP! #United https://t.co/vpxUBJnCl7— Ivanka Trump (@IvankaTrump) January 9, 2018 Ivanka hefur nú verið gagnrýnd fyrir að styðja bæði föður sinn forsetann og Time‘s Up en fjöldi kvenna hefur sakað Donald Trump um kynferðislega áreitni og og kynferðisofbeldi. Forsetinn hefur hafnað öllum slíkum ásökunum en mörgum þykir það hræsni að Ivanka telji sig geta staðið við bakið á honum og talað gegn ofbeldi. Forsetinn var meðal annars sakaður um að káfa á konum, þvinga þær til að kyssa sig og að ganga óvænt inn í búningsherbergi í fegurðarsamkeppnum. Ivanka Trump hefur gert málefni kvenna að sínu aðal umfjöllunarefni síðan hún tók við starfi sínu sem ráðgjafi forsetans. Á ráðstefnu í Tokyo í nóvember sagði hún til að mynda að kynferðisleg áreitni ætti aldrei að líðast. Bandaríkin Donald Trump Golden Globes Tengdar fréttir Oprah Winfrey sögð alvarlega íhuga forsetaframboð Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey er sögð alvarlega íhuga framboð til embætti forseta Bandaríkjanna árið 2020 að því er CNN hefur eftir tveimur nánum vinum hennar. 8. janúar 2018 16:22 Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Ivanka Trump, elsta dóttir og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump bandaríkjaforseta, er ein þeirra sem var innblásin af ræðu Opruh Winfrey á Golden Globe verðlaununum um liðna helgi. Ræða Opruh vakti gríðarlega athygli og hefur hún verið orðuð við forsetaembættið síðustu daga. Ræða Opruh var innblásin af MeToo-byltinguni og sagði hún að ný dögun væri á sjóndeildarhringnum og að konur muni ekki lengur þola ofbeldi af hálfu karlmanna. Ivanka lofsamaði ræðu Winfrey á Twitter síðu sinni og kallaði eftir því að konur og karlar stæðu saman. Nefndi hún Time‘s Up herferðina sem snýr að því að uppræta kynferðislega áreitni innan skemmtanaiðnaðarins og á öðrum vinnustöðum.Just saw @Oprah's empowering & inspiring speech at last night's #GoldenGlobes. Let's all come together, women & men, & say #TIMESUP! #United https://t.co/vpxUBJnCl7— Ivanka Trump (@IvankaTrump) January 9, 2018 Ivanka hefur nú verið gagnrýnd fyrir að styðja bæði föður sinn forsetann og Time‘s Up en fjöldi kvenna hefur sakað Donald Trump um kynferðislega áreitni og og kynferðisofbeldi. Forsetinn hefur hafnað öllum slíkum ásökunum en mörgum þykir það hræsni að Ivanka telji sig geta staðið við bakið á honum og talað gegn ofbeldi. Forsetinn var meðal annars sakaður um að káfa á konum, þvinga þær til að kyssa sig og að ganga óvænt inn í búningsherbergi í fegurðarsamkeppnum. Ivanka Trump hefur gert málefni kvenna að sínu aðal umfjöllunarefni síðan hún tók við starfi sínu sem ráðgjafi forsetans. Á ráðstefnu í Tokyo í nóvember sagði hún til að mynda að kynferðisleg áreitni ætti aldrei að líðast.
Bandaríkin Donald Trump Golden Globes Tengdar fréttir Oprah Winfrey sögð alvarlega íhuga forsetaframboð Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey er sögð alvarlega íhuga framboð til embætti forseta Bandaríkjanna árið 2020 að því er CNN hefur eftir tveimur nánum vinum hennar. 8. janúar 2018 16:22 Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Oprah Winfrey sögð alvarlega íhuga forsetaframboð Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey er sögð alvarlega íhuga framboð til embætti forseta Bandaríkjanna árið 2020 að því er CNN hefur eftir tveimur nánum vinum hennar. 8. janúar 2018 16:22
Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55