Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2018 11:45 Gínan sem situr við stýri Tesla Roadster-bílsins hefur hlotið nafnið Stjörnumaðurinn eftir lagi Davids Bowie. Vísir/AFP Svo virðist sem að þriðji og síðasti bruni Falcon Heavy-eldflaugarinnar sem geimferðafyrirtækið SpaceX skaut á loft í gær hafi verið öflugri en til stóð. Upphaflega átti Tesla-bifreiðin sem skotið var á loft að nálgast Mars en nú stefnir hann á smástirnabeltið á milli Mars og Júpíters. Elon Musk, eigandi SpaceX, tísti í nótt skýringarmynd sem sýnir endanlegan stefnuferil rafbílsins. Hann stefnir nú út fyrir braut rauðu reikistjörnunnar. Musk hafði áður sagt að afar litlar líkur væru á að bíllinn gæti á endanum rekist á Mars. Ekki liggur fyrir hvað áhrif þessi nýi ferill hefur á möguleika bílsins á að rekast á fyrirbæri í sólkerfinu, að því er segir í frétt The Verge.Third burn successful. Exceeded Mars orbit and kept going to the Asteroid Belt. pic.twitter.com/bKhRN73WHF— Elon Musk (@elonmusk) February 7, 2018 Starfsmenn SpaceX og áhorfendur fögnuðu gífurlega þegar tvö þrep eldflaugarinnar lentu á sama tíma aftur á Flórída. Þetta var í fyrsta skipti sem slíkt hefur verið gert.SpaceXGeimskotið í gær var fyrsta tilraunaflug Falcon Heavy-eldflaugar SpaceX. Hún er öflugasta eldflaug sem er í notkun og getur borið meira en tvöfalt meiri þyngd upp á lága braut á jörðu en næstöflugasta eldflaugin. Enga síður er Falcon Heavy aðeins hálfdrættingur á við Saturn V-eldflaugarnar sem skutu mönnum til tunglsins á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Farmur eldflaugarinnar var Tesla Roadster-rafbíll Musk en hann er einnig eigandi rafbílaframleiðandans. Um borð var gína klædd í geimbúning og spilaði bíllinn lög Davids Bowie „Life on Mars“ og „Space Oddity“ endurtekið.Falcon Heavy-eldflaugin stendur saman af þremur Falcon-eldflaugum SpaceX. Tvö hliðarþrep eldflaugarinnar náðu aftur til jarðar í heilu lagi.SpaceXFyrsta skipti sem tveimur eldflaugarþrepum er lent samtímisÞúsundir áhorfenda fylgdust með geimskotinu frá Kennedy-geimmiðstöðunniá Flórída og um þrjár milljónir manna fylgdust með beinni vefútsendingu frá því, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Það gekk að nær öllu leyti upp. Eldflaugin kom rafbílnum sem var farmur eldflaugarinnar á braut út í sólkerfið. Þá náði SpaceX sögulegum áfanga þegar því tókst að láta tvo hluta eldflaugarinnar lenda aftur mjúklega á jörðinni við mikinn fögnuð áhorfenda. „Það var líklega það mest spennandi sem ég hef séð, bókstaflega nokkurn tímann,“ sagði Musk ánægður. Hins vegar mistókst að lenda stærsta hluta eldflaugarinnar. Eldsneyti hans var uppurið og náði hann því ekki að stöðva sig á palli úti í Atlantshafi eins og til stóð heldur skall á sjónum á miklum hraða. Markmið Musk með því að lenda eldflaugarþrepunum frekar en að leyfa þeim að brenna upp í lofthjúpi jarðar er að draga verulega úr kostnaði við geimskot í framtíðinni.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þegar eldflaugarþrepin tvö lentu heilu og höldnu á Flórída eftir geimskotið.Hægt er að sjá eldflaugarskotið frá upphafi í myndbandi SpaceX hér fyrir neðan. Geimurinn Júpíter Mars SpaceX Tækni Tengdar fréttir Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Ætlar að senda bílinn sinn í sporbraut um sólina Á morgun, þann 6. febrúar kl. 18:30 að íslenskum tíma mun bandaríska eldflaugafyrirtækið SpaceX gera tilraun að skjóta upp nýju Falcon Heavy eldflauginni. 5. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Svo virðist sem að þriðji og síðasti bruni Falcon Heavy-eldflaugarinnar sem geimferðafyrirtækið SpaceX skaut á loft í gær hafi verið öflugri en til stóð. Upphaflega átti Tesla-bifreiðin sem skotið var á loft að nálgast Mars en nú stefnir hann á smástirnabeltið á milli Mars og Júpíters. Elon Musk, eigandi SpaceX, tísti í nótt skýringarmynd sem sýnir endanlegan stefnuferil rafbílsins. Hann stefnir nú út fyrir braut rauðu reikistjörnunnar. Musk hafði áður sagt að afar litlar líkur væru á að bíllinn gæti á endanum rekist á Mars. Ekki liggur fyrir hvað áhrif þessi nýi ferill hefur á möguleika bílsins á að rekast á fyrirbæri í sólkerfinu, að því er segir í frétt The Verge.Third burn successful. Exceeded Mars orbit and kept going to the Asteroid Belt. pic.twitter.com/bKhRN73WHF— Elon Musk (@elonmusk) February 7, 2018 Starfsmenn SpaceX og áhorfendur fögnuðu gífurlega þegar tvö þrep eldflaugarinnar lentu á sama tíma aftur á Flórída. Þetta var í fyrsta skipti sem slíkt hefur verið gert.SpaceXGeimskotið í gær var fyrsta tilraunaflug Falcon Heavy-eldflaugar SpaceX. Hún er öflugasta eldflaug sem er í notkun og getur borið meira en tvöfalt meiri þyngd upp á lága braut á jörðu en næstöflugasta eldflaugin. Enga síður er Falcon Heavy aðeins hálfdrættingur á við Saturn V-eldflaugarnar sem skutu mönnum til tunglsins á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Farmur eldflaugarinnar var Tesla Roadster-rafbíll Musk en hann er einnig eigandi rafbílaframleiðandans. Um borð var gína klædd í geimbúning og spilaði bíllinn lög Davids Bowie „Life on Mars“ og „Space Oddity“ endurtekið.Falcon Heavy-eldflaugin stendur saman af þremur Falcon-eldflaugum SpaceX. Tvö hliðarþrep eldflaugarinnar náðu aftur til jarðar í heilu lagi.SpaceXFyrsta skipti sem tveimur eldflaugarþrepum er lent samtímisÞúsundir áhorfenda fylgdust með geimskotinu frá Kennedy-geimmiðstöðunniá Flórída og um þrjár milljónir manna fylgdust með beinni vefútsendingu frá því, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Það gekk að nær öllu leyti upp. Eldflaugin kom rafbílnum sem var farmur eldflaugarinnar á braut út í sólkerfið. Þá náði SpaceX sögulegum áfanga þegar því tókst að láta tvo hluta eldflaugarinnar lenda aftur mjúklega á jörðinni við mikinn fögnuð áhorfenda. „Það var líklega það mest spennandi sem ég hef séð, bókstaflega nokkurn tímann,“ sagði Musk ánægður. Hins vegar mistókst að lenda stærsta hluta eldflaugarinnar. Eldsneyti hans var uppurið og náði hann því ekki að stöðva sig á palli úti í Atlantshafi eins og til stóð heldur skall á sjónum á miklum hraða. Markmið Musk með því að lenda eldflaugarþrepunum frekar en að leyfa þeim að brenna upp í lofthjúpi jarðar er að draga verulega úr kostnaði við geimskot í framtíðinni.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þegar eldflaugarþrepin tvö lentu heilu og höldnu á Flórída eftir geimskotið.Hægt er að sjá eldflaugarskotið frá upphafi í myndbandi SpaceX hér fyrir neðan.
Geimurinn Júpíter Mars SpaceX Tækni Tengdar fréttir Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Ætlar að senda bílinn sinn í sporbraut um sólina Á morgun, þann 6. febrúar kl. 18:30 að íslenskum tíma mun bandaríska eldflaugafyrirtækið SpaceX gera tilraun að skjóta upp nýju Falcon Heavy eldflauginni. 5. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00
Ætlar að senda bílinn sinn í sporbraut um sólina Á morgun, þann 6. febrúar kl. 18:30 að íslenskum tíma mun bandaríska eldflaugafyrirtækið SpaceX gera tilraun að skjóta upp nýju Falcon Heavy eldflauginni. 5. febrúar 2018 18:45