Nítján prósent styðja drög May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. nóvember 2018 07:30 Theresa May er forsætisráðherra Bretlands. Nordicphotos/AFP Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. Ástæðan er óánægja með drög að samningi um útgönguna úr Evrópusambandinu sem samninganefndir Breta og ESB hafa náð samkomulagi um. Dominic Raab, ráðherra útgöngumála, sagði að alvarlegir gallar væru á drögunum og Esther McVey tók í sama streng. May var spurð spjörunum úr um drögin í gær, bæði á þingi og á blaðamannafundi. Á blaðamannafundinum sagðist hún ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að ósáttir Íhaldsmenn væru að sækjast eftir því að atkvæðagreiðsla um vantraust færi fram. „Ég trúi því af öllu mínu hjarta að stefnan sem ég hef markað sé sú rétta fyrir land okkar og þjóð,“ sagði May. Alls þurfa 48 þingmenn að senda hinni svokölluðu 1922-nefnd flokksins bréf um vantraust til að atkvæðagreiðsla fari fram. Jacob Rees-Mogg, harður andstæðingur May, sagði að í drögunum fælist engin raunveruleg útganga og skilaði sínu bréfi til nefndarinnar. Sky birti könnun í gær þar sem viðmælendur höfðu verið spurðir hvort þeim litist best á samning May, útgöngu án samnings eða að hætta alfarið við Brexit. Fjórtán prósent studdu May, 32 vildu engan samning og 54 ekkert Brexit. Að því er kom fram í könnun YouGov sögðust 19 prósent styðja samkomulagsdrögin, 39 prósent voru óviss og 42 andvíg. Sé horft til stuðningsfólks Íhaldsflokksins eins studdu 28 prósent drögin, 31 prósent var óvisst og 41 andvígt. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. Ástæðan er óánægja með drög að samningi um útgönguna úr Evrópusambandinu sem samninganefndir Breta og ESB hafa náð samkomulagi um. Dominic Raab, ráðherra útgöngumála, sagði að alvarlegir gallar væru á drögunum og Esther McVey tók í sama streng. May var spurð spjörunum úr um drögin í gær, bæði á þingi og á blaðamannafundi. Á blaðamannafundinum sagðist hún ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að ósáttir Íhaldsmenn væru að sækjast eftir því að atkvæðagreiðsla um vantraust færi fram. „Ég trúi því af öllu mínu hjarta að stefnan sem ég hef markað sé sú rétta fyrir land okkar og þjóð,“ sagði May. Alls þurfa 48 þingmenn að senda hinni svokölluðu 1922-nefnd flokksins bréf um vantraust til að atkvæðagreiðsla fari fram. Jacob Rees-Mogg, harður andstæðingur May, sagði að í drögunum fælist engin raunveruleg útganga og skilaði sínu bréfi til nefndarinnar. Sky birti könnun í gær þar sem viðmælendur höfðu verið spurðir hvort þeim litist best á samning May, útgöngu án samnings eða að hætta alfarið við Brexit. Fjórtán prósent studdu May, 32 vildu engan samning og 54 ekkert Brexit. Að því er kom fram í könnun YouGov sögðust 19 prósent styðja samkomulagsdrögin, 39 prósent voru óviss og 42 andvíg. Sé horft til stuðningsfólks Íhaldsflokksins eins studdu 28 prósent drögin, 31 prósent var óvisst og 41 andvígt.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira