Kínverjar og Rússar hlusta reglulega á einkasímtöl Trump Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2018 23:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Þrátt fyrir að aðstoðarmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi oft varað hann við því að kínverskir og rússneskir njósnarar hlusti reglulega á einkasímtöl hans úr iPhone síma sem hann á, heldur forsetinn áfram að notast við símann. Núverandi og fyrrverandi starfsmenn ríkisstjórnarinnar segja New York Times að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafi komist á snoðir um hleranir Rússar og Kínverja og ríkisstjórnir ríkjanna noti símtöl Trump til að reyna að hafa áhrif á forsetann og stefnumál hans. Þá hafi Kínverjar búið til lista yfir þá aðila sem Trump ræðir reglulega við, svo þeir geti reynt að nota þá til að hafa áhrif á Trump. Meðal þeirra eru Stephen A. Schwarzman, yfirmaður Blackstone, Steve Wynn, fyrrverandi eigandi spilavíta í Las Vegas. Trump ræðir einnig reglulega við þáttastjórnendur Fox eins og Sean Hannity. Samkvæmt heimildum New York Times hafa Kínverjar reynt að hafa áhrif á þessa menn, meðal annars í gegnum vini þeirra, til þess að hafa áhrif á Trump. Forsetinn hringir reglulega í þá úr iPhone síma sínum til að ræða við þá um málefni Bandaríkjanna og hvernig honum sjálfum gangi í starfi. Heimildarmenn NYT segjast ekki vera að reyna að grafa undan forsetanum. Þess í stað séu þeir að ræða við fjölmiðla vegna frjálslegs viðhorfs Trump gagnvart rafrænu öryggi. Talsmaður Wynn neitaði að tjá sig. Talskona Blackstone neitaði sömuleiðis að tjá sig að örðu leyti en að Schwarzman þjónaði hamingjusamlega sem milliliður Kína og Bandaríkjanna þegar bæði Xi Jinping, forseti Kína, og Trump bæðu hann um það.Skildi síma eftir í golfbíl Trump á þrjá iPhone. Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa breytt tveimur þeirra og auka öryggi þeirra. Sá þriðji er hins vegar alfarið hefðbundinn. Trump notast við hann vegna þess að hann getur notast við símaskránna í honum en ekki hinum. Útsendarar ríkja eiga auðvelt með að hlera símtöl farsíma og gera það reglulega. Þar á meðal útsendarar Bandaríkjanna. Starfsmenn Trump telja hann ekki ræða leyndarmál í farsíma sinn. Þar að auki segja þeir ólíklegt að hann geri það vegna þess hve sjaldan hann kafi djúpt í þær upplýsingar sem hann fær. Trump er þar að auki ætlað að skipta um síma á 30 daga fresti en hann gerir það þó mun sjaldnar. Þá gleymdist einn af símum hans í golfbíl í golfklúbbi hans í New Jersey í fyrra. Bandaríkin Donald Trump Kína Rússland Tengdar fréttir Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. 22. maí 2018 12:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Þrátt fyrir að aðstoðarmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi oft varað hann við því að kínverskir og rússneskir njósnarar hlusti reglulega á einkasímtöl hans úr iPhone síma sem hann á, heldur forsetinn áfram að notast við símann. Núverandi og fyrrverandi starfsmenn ríkisstjórnarinnar segja New York Times að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafi komist á snoðir um hleranir Rússar og Kínverja og ríkisstjórnir ríkjanna noti símtöl Trump til að reyna að hafa áhrif á forsetann og stefnumál hans. Þá hafi Kínverjar búið til lista yfir þá aðila sem Trump ræðir reglulega við, svo þeir geti reynt að nota þá til að hafa áhrif á Trump. Meðal þeirra eru Stephen A. Schwarzman, yfirmaður Blackstone, Steve Wynn, fyrrverandi eigandi spilavíta í Las Vegas. Trump ræðir einnig reglulega við þáttastjórnendur Fox eins og Sean Hannity. Samkvæmt heimildum New York Times hafa Kínverjar reynt að hafa áhrif á þessa menn, meðal annars í gegnum vini þeirra, til þess að hafa áhrif á Trump. Forsetinn hringir reglulega í þá úr iPhone síma sínum til að ræða við þá um málefni Bandaríkjanna og hvernig honum sjálfum gangi í starfi. Heimildarmenn NYT segjast ekki vera að reyna að grafa undan forsetanum. Þess í stað séu þeir að ræða við fjölmiðla vegna frjálslegs viðhorfs Trump gagnvart rafrænu öryggi. Talsmaður Wynn neitaði að tjá sig. Talskona Blackstone neitaði sömuleiðis að tjá sig að örðu leyti en að Schwarzman þjónaði hamingjusamlega sem milliliður Kína og Bandaríkjanna þegar bæði Xi Jinping, forseti Kína, og Trump bæðu hann um það.Skildi síma eftir í golfbíl Trump á þrjá iPhone. Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa breytt tveimur þeirra og auka öryggi þeirra. Sá þriðji er hins vegar alfarið hefðbundinn. Trump notast við hann vegna þess að hann getur notast við símaskránna í honum en ekki hinum. Útsendarar ríkja eiga auðvelt með að hlera símtöl farsíma og gera það reglulega. Þar á meðal útsendarar Bandaríkjanna. Starfsmenn Trump telja hann ekki ræða leyndarmál í farsíma sinn. Þar að auki segja þeir ólíklegt að hann geri það vegna þess hve sjaldan hann kafi djúpt í þær upplýsingar sem hann fær. Trump er þar að auki ætlað að skipta um síma á 30 daga fresti en hann gerir það þó mun sjaldnar. Þá gleymdist einn af símum hans í golfbíl í golfklúbbi hans í New Jersey í fyrra.
Bandaríkin Donald Trump Kína Rússland Tengdar fréttir Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. 22. maí 2018 12:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. 22. maí 2018 12:30