Skorti vettvang fyrir konur í Breiðholtinu Hjörvar Ólafsson skrifar 6. nóvember 2018 16:30 Frá æfingu kvennaliðsins. þórður einarsson Leiknir Reykjavík hefur sett á stofn kvennalið í knattspyrnu í meistaraflokki og stefnan er sú að leika í 2. deildinni næsta sumar. Liðið er hugarfóstur Garðars Gunnars Ásgeirsson sem þjálfaði um árabil bæði yngri flokka og meistaraflokk hjá félaginu og Þórðar Einarssonar, yfirþjálfara hjá knattspyrnudeild félagsins. Fyrsta æfingin hjá liðinu var haldin um síðustu helgi og ljóst að mikil spenna er fyrir þessu verkefni. „Við höfum gengið með þessa pælingu í maganum í um það bil ár og það var svo sem ekkert meitlað í stein að ég myndi þjálfa liðið. Leiknir hefur verið með kvennastarf upp í 3. flokk undanfarin ár og eftir það hafa leikmenn á okkar vegum annaðhvort hætt eða farið í önnur félög. Okkur fannst vera kominn tími á að leikmenn í yngri flokkum hjá okkur hefðu fyrirmyndir og að þeir hefðu líka vettvang til þess að hefja meistaraflokksferil,“ segir Garðar Gunnar í samtali við Fréttablaðið. „Uppistaðan í liðinu eru leikmenn sem voru á sínum tíma í Stjörnunni en voru hættir að spila fótbolta. Það voru svo fjórir leikmenn sem höfðu æft upp yngri flokkana hjá okkur og þrír leikmenn sem eru að æfa í 3. flokki. Þá komu tveir leikmenn sem höfðu spilað með HK/Víkingi, en höfðu verið í pásu frá fótboltaiðkun. Allt í allt voru þetta rúmlega 20 leikmenn og ég veit af fleiri leikmönnum sem ætla að mæta en komust ekki á fyrstu æfinguna,“ segir þjálfarinn margreyndi um fyrstu sporin hjá nýju liði. „Það hefur vantað töluvert upp á að kvennastarfi í íþróttum sé gert eins hátt undir höfði og það ætti að vera. Það kostar vissulega töluverða vinnu að koma þessu á fót, en við erum reiðubúin til að leggja það á okkur. Við erum að skipuleggja það að finna æfingaleiki við hæfi og erum svo búin að skrá liðið til keppni í Lengjubikar og í 2. deildinni. Leikmönnum hefur verið gerð grein fyrir því að Leiknir er að leggja í þó nokkurn kostnað og á móti er þess krafist að leikmenn sinni verkefninu almennilega,“ segir þessi mikli Leiknismaður. „Það er hins vegar meginmarkmiðið að leikmenn hafi gaman af þessu. Við áttum okkur á því að við erum með leikmannahóp sem er samansettur af leikmönnum sem við getum ekki krafist að æfi eins og efstudeildarlið. Leikmenn hafa aðrar skuldbindingar sem geta á tímum verið í forgangi. Það er hins vegar á hreinu að farið er fram á að leikmenn mæti eins vel og mögulegt er og forsenda fyrir því að leikmenn láti leiki alla jafna ganga fyrir öðrum verkefnum sínum,“ segir Garðar Gunnar um framhaldið hjá liðinu. „Leiknir hefur í gegnum tíðina alið upp leikmenn sem hafa leikið í hæsta gæðaflokki á öðrum vettvangi. Það er frábært að Leikniskonur hafi nú tækifæri til að leika í Leiknisbúningi í meistaraflokki. Svo er það mín tilfinning að það sé nokkuð stór hópur af leikmönnum sem komist ekki að hjá stóru félögunum og vantar vettvang til þess að spila í meistaraflokki. Hér er komið lið sem leikmenn getað leitað til ef þannig stendur á,“ segir hann um Leiknisliðið. Íslenski boltinn Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Sjá meira
Leiknir Reykjavík hefur sett á stofn kvennalið í knattspyrnu í meistaraflokki og stefnan er sú að leika í 2. deildinni næsta sumar. Liðið er hugarfóstur Garðars Gunnars Ásgeirsson sem þjálfaði um árabil bæði yngri flokka og meistaraflokk hjá félaginu og Þórðar Einarssonar, yfirþjálfara hjá knattspyrnudeild félagsins. Fyrsta æfingin hjá liðinu var haldin um síðustu helgi og ljóst að mikil spenna er fyrir þessu verkefni. „Við höfum gengið með þessa pælingu í maganum í um það bil ár og það var svo sem ekkert meitlað í stein að ég myndi þjálfa liðið. Leiknir hefur verið með kvennastarf upp í 3. flokk undanfarin ár og eftir það hafa leikmenn á okkar vegum annaðhvort hætt eða farið í önnur félög. Okkur fannst vera kominn tími á að leikmenn í yngri flokkum hjá okkur hefðu fyrirmyndir og að þeir hefðu líka vettvang til þess að hefja meistaraflokksferil,“ segir Garðar Gunnar í samtali við Fréttablaðið. „Uppistaðan í liðinu eru leikmenn sem voru á sínum tíma í Stjörnunni en voru hættir að spila fótbolta. Það voru svo fjórir leikmenn sem höfðu æft upp yngri flokkana hjá okkur og þrír leikmenn sem eru að æfa í 3. flokki. Þá komu tveir leikmenn sem höfðu spilað með HK/Víkingi, en höfðu verið í pásu frá fótboltaiðkun. Allt í allt voru þetta rúmlega 20 leikmenn og ég veit af fleiri leikmönnum sem ætla að mæta en komust ekki á fyrstu æfinguna,“ segir þjálfarinn margreyndi um fyrstu sporin hjá nýju liði. „Það hefur vantað töluvert upp á að kvennastarfi í íþróttum sé gert eins hátt undir höfði og það ætti að vera. Það kostar vissulega töluverða vinnu að koma þessu á fót, en við erum reiðubúin til að leggja það á okkur. Við erum að skipuleggja það að finna æfingaleiki við hæfi og erum svo búin að skrá liðið til keppni í Lengjubikar og í 2. deildinni. Leikmönnum hefur verið gerð grein fyrir því að Leiknir er að leggja í þó nokkurn kostnað og á móti er þess krafist að leikmenn sinni verkefninu almennilega,“ segir þessi mikli Leiknismaður. „Það er hins vegar meginmarkmiðið að leikmenn hafi gaman af þessu. Við áttum okkur á því að við erum með leikmannahóp sem er samansettur af leikmönnum sem við getum ekki krafist að æfi eins og efstudeildarlið. Leikmenn hafa aðrar skuldbindingar sem geta á tímum verið í forgangi. Það er hins vegar á hreinu að farið er fram á að leikmenn mæti eins vel og mögulegt er og forsenda fyrir því að leikmenn láti leiki alla jafna ganga fyrir öðrum verkefnum sínum,“ segir Garðar Gunnar um framhaldið hjá liðinu. „Leiknir hefur í gegnum tíðina alið upp leikmenn sem hafa leikið í hæsta gæðaflokki á öðrum vettvangi. Það er frábært að Leikniskonur hafi nú tækifæri til að leika í Leiknisbúningi í meistaraflokki. Svo er það mín tilfinning að það sé nokkuð stór hópur af leikmönnum sem komist ekki að hjá stóru félögunum og vantar vettvang til þess að spila í meistaraflokki. Hér er komið lið sem leikmenn getað leitað til ef þannig stendur á,“ segir hann um Leiknisliðið.
Íslenski boltinn Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki