Ekki fangabúðir, heldur „þjálfunarbúðir“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2018 12:33 Shohrat Zakir, ríkisstjóri Xinjiang i Kína. AP/Ng Han Guan Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútímavísindi. Þetta segir ríkisstjórinn Shohrat Zakir í grein sem birtist í ríkismiðlinum Xinhua News Agency. Þar segir að aðlögun Úígúra og annarra minnihlutahópa sé mjög mikilvæg. Talið er að minnst milljón manns sem tilheyri Úígúrum, sem eru íslamstrúar, og öðrum minnihlutahópum séu í haldi yfirvalda í áðurnefndum búðum, án dóms og laga.„Þjálfunarbúðir“ ekki fangabúðir Zakir segir þó að um valkvæða og ókeypis veru í „þjálfunarbúðum“ sé að ræða. Verið sé að kenna fólki hæfileika sem geta nýst þeim í leit að störfum og öðru. Hann segir fólkið fá laun frá ríkinu fyrir veruna í búðunum og að þau fái ókeypis mat og gistingu. Fólk sem hefur komið úr þessum búðum hefur, samkvæmt AP fréttaveitunni, sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og að lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er verkamannaflokkinn.Fólk er sagt hafa lent í búðum þessum fyrir að biðja á almannafæri. Heimsækja erlenda vefsíðu eða taka á móti símtali erlendis frá. Mannréttindasamtök segja troðið á réttindum fólks og það fái ekki einu sinni aðgang að lögfræðingum. Zakir segir búðirnar ætlaðar fólki sem hafi framið „minniháttar glæpi“ og segir aðgerðirnar í takt við lög Kína varðandi hryðjuverk. Hann segir aðbúnað til fyrirmyndar. Fólk fái líkamsrækt, næringarríkan mat og herbergi þeirra séu útbúin sjónvörpum, sturtum og loftræstingu.Átta menn læstir í litlu herbergi Omir Bekali var í einum af umræddum búðum. Hann segir að hann hafi verið í haldi með um 40 öðrum og að búðirnar hafi verið vel varðar af hermönnum. Hann og sjö aðrir voru læstir inn í herbergi á kvöldin þar sem þeir deildu rúmum og einu klósetti. Þar að auki hafi myndavélar verið í herberginu og á baðinu og þeir hafi sjaldan fengið að fara í bað. Þá var þeim gert að kalla „Þökkum flokknum. Þökkum móðurlandinu“ ítrekað áður en þau fengu að borða. Bekali segir að kennslustundir hafi einnig farið fram og þá hafi þeim verið sagt að þjóðflokkur þeirra hefði verið vanþróaður áður en þau hefðu verið „frelsuð“ af Verkamannaflokknum á sjötta áratug síðustu aldar. Hann segir að fólki hafi verið refsað fyrir að streitast á móti og að fólk sem fylgdi „þjálfuninni“ hafi fengið betri herbergi til að vera í. Zakir segir aftur á móti í áðurnefndri grein að verið sé að bjarga fólkinu frá fátækt, og þar af leiðandi áhrifum hryðjuverkamanna, og að verið sé að setja þau á braut í átt að nútímanum. Tengdar fréttir Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55 Kínverjar segja fréttir um stærðarinnar fangabúðir rangar Yfirvöld Kína segja rangt að Kínverjum sem tilheyra úígúra-minnihlutahópnum og eru íslamstrúar sé haldið í fangabúðum í massavís. 13. ágúst 2018 16:57 Safna lífsýnum og fingraförum allra íbúa héraðsins Kíversk yfirvöld eru nú að safna DNA-sýnum, fingraförum og öðrum lífsýnum úr hverjum einasta íbúa í héraðinu Xinjiang á aldrinum 12 til 65 ára. 13. desember 2017 08:14 Kínverjar sakaðir um að halda milljón Úíghúrum í leynilegum fangabúðum SÞ segir trúverðugar heimildir um að fólki hafi verið haldið í pólitískum innrætingarbúðum. 11. ágúst 2018 12:10 Bachelet hjólar beint í Kína í fyrstu ræðu sinni í nýju starfi Michelle Bachelet, nýr mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, nýtti fyrstu ræðu sína í nýju starfi í gær til að kalla eftir því að kínverska ríkisstjórnin heimilaði eftirlitsmönnum að rannsaka ásakanir um að Kínverjar héldu allt að milljón Uyghurum gegn vilja sínum í heilaþvottarbúðum í Xinjiang. 11. september 2018 07:00 Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútímavísindi. Þetta segir ríkisstjórinn Shohrat Zakir í grein sem birtist í ríkismiðlinum Xinhua News Agency. Þar segir að aðlögun Úígúra og annarra minnihlutahópa sé mjög mikilvæg. Talið er að minnst milljón manns sem tilheyri Úígúrum, sem eru íslamstrúar, og öðrum minnihlutahópum séu í haldi yfirvalda í áðurnefndum búðum, án dóms og laga.„Þjálfunarbúðir“ ekki fangabúðir Zakir segir þó að um valkvæða og ókeypis veru í „þjálfunarbúðum“ sé að ræða. Verið sé að kenna fólki hæfileika sem geta nýst þeim í leit að störfum og öðru. Hann segir fólkið fá laun frá ríkinu fyrir veruna í búðunum og að þau fái ókeypis mat og gistingu. Fólk sem hefur komið úr þessum búðum hefur, samkvæmt AP fréttaveitunni, sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og að lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er verkamannaflokkinn.Fólk er sagt hafa lent í búðum þessum fyrir að biðja á almannafæri. Heimsækja erlenda vefsíðu eða taka á móti símtali erlendis frá. Mannréttindasamtök segja troðið á réttindum fólks og það fái ekki einu sinni aðgang að lögfræðingum. Zakir segir búðirnar ætlaðar fólki sem hafi framið „minniháttar glæpi“ og segir aðgerðirnar í takt við lög Kína varðandi hryðjuverk. Hann segir aðbúnað til fyrirmyndar. Fólk fái líkamsrækt, næringarríkan mat og herbergi þeirra séu útbúin sjónvörpum, sturtum og loftræstingu.Átta menn læstir í litlu herbergi Omir Bekali var í einum af umræddum búðum. Hann segir að hann hafi verið í haldi með um 40 öðrum og að búðirnar hafi verið vel varðar af hermönnum. Hann og sjö aðrir voru læstir inn í herbergi á kvöldin þar sem þeir deildu rúmum og einu klósetti. Þar að auki hafi myndavélar verið í herberginu og á baðinu og þeir hafi sjaldan fengið að fara í bað. Þá var þeim gert að kalla „Þökkum flokknum. Þökkum móðurlandinu“ ítrekað áður en þau fengu að borða. Bekali segir að kennslustundir hafi einnig farið fram og þá hafi þeim verið sagt að þjóðflokkur þeirra hefði verið vanþróaður áður en þau hefðu verið „frelsuð“ af Verkamannaflokknum á sjötta áratug síðustu aldar. Hann segir að fólki hafi verið refsað fyrir að streitast á móti og að fólk sem fylgdi „þjálfuninni“ hafi fengið betri herbergi til að vera í. Zakir segir aftur á móti í áðurnefndri grein að verið sé að bjarga fólkinu frá fátækt, og þar af leiðandi áhrifum hryðjuverkamanna, og að verið sé að setja þau á braut í átt að nútímanum.
Tengdar fréttir Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55 Kínverjar segja fréttir um stærðarinnar fangabúðir rangar Yfirvöld Kína segja rangt að Kínverjum sem tilheyra úígúra-minnihlutahópnum og eru íslamstrúar sé haldið í fangabúðum í massavís. 13. ágúst 2018 16:57 Safna lífsýnum og fingraförum allra íbúa héraðsins Kíversk yfirvöld eru nú að safna DNA-sýnum, fingraförum og öðrum lífsýnum úr hverjum einasta íbúa í héraðinu Xinjiang á aldrinum 12 til 65 ára. 13. desember 2017 08:14 Kínverjar sakaðir um að halda milljón Úíghúrum í leynilegum fangabúðum SÞ segir trúverðugar heimildir um að fólki hafi verið haldið í pólitískum innrætingarbúðum. 11. ágúst 2018 12:10 Bachelet hjólar beint í Kína í fyrstu ræðu sinni í nýju starfi Michelle Bachelet, nýr mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, nýtti fyrstu ræðu sína í nýju starfi í gær til að kalla eftir því að kínverska ríkisstjórnin heimilaði eftirlitsmönnum að rannsaka ásakanir um að Kínverjar héldu allt að milljón Uyghurum gegn vilja sínum í heilaþvottarbúðum í Xinjiang. 11. september 2018 07:00 Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55
Kínverjar segja fréttir um stærðarinnar fangabúðir rangar Yfirvöld Kína segja rangt að Kínverjum sem tilheyra úígúra-minnihlutahópnum og eru íslamstrúar sé haldið í fangabúðum í massavís. 13. ágúst 2018 16:57
Safna lífsýnum og fingraförum allra íbúa héraðsins Kíversk yfirvöld eru nú að safna DNA-sýnum, fingraförum og öðrum lífsýnum úr hverjum einasta íbúa í héraðinu Xinjiang á aldrinum 12 til 65 ára. 13. desember 2017 08:14
Kínverjar sakaðir um að halda milljón Úíghúrum í leynilegum fangabúðum SÞ segir trúverðugar heimildir um að fólki hafi verið haldið í pólitískum innrætingarbúðum. 11. ágúst 2018 12:10
Bachelet hjólar beint í Kína í fyrstu ræðu sinni í nýju starfi Michelle Bachelet, nýr mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, nýtti fyrstu ræðu sína í nýju starfi í gær til að kalla eftir því að kínverska ríkisstjórnin heimilaði eftirlitsmönnum að rannsaka ásakanir um að Kínverjar héldu allt að milljón Uyghurum gegn vilja sínum í heilaþvottarbúðum í Xinjiang. 11. september 2018 07:00
Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00