Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginn Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2018 23:00 Þegar InSight kemur inn í lofthjúp Mars verður geimfarið á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða. AP/NASA Mars fær nýjan gest á mánudaginn og er það í fyrsta sinn frá árinu 2012. Lendingarfar NASA, InSight, mun lenda á plánetunni rauðu á mánudaginn, ef allt fer vel. InSight er meðal annars ætlað að grafa fimm metra undir yfirborð Mars og taka sýni þaðan og að kortleggja Mars inn að kjarna. Þó enn séu fimm dagar í að geimskipið á að lenda er það þó í rúmlega 1,3 milljóna kílómetra fjarlægð fyrir yfirborði Mars, þegar þetta er skrifað. Þegar InSight kemur inn í lofthjúp Mars verður geimfarið á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða. Þann hraða verður að lækka niður í átta kílómetra á einungis sjö mínútum. Sendingar á milli jarðarinnar og Mars taka um átta mínútur að berast á áfangastað og því má lítið sem ekkert fara úrskeiðis. Í samtali við AP fréttaveituna segja vísindamenn NASA að það verði að gefa Insight lokaskipanir einni og hálfri klukkustund fyrir lendingu.„Það er ástæða fyrir því að verkfræðingar kalla lendingu á Mars „Sjö mínútur í helvíti,“ segir Rob Grover, sem er yfirmaður lendingarferlis InShight. „Við getum ekki stýrt lendingunni, svo við verðum að reiða á skipanir sem við höfum þegar forritað í geimfarið. Við höfum varið árum í að prófa áætlanir okkar, lært af öðrum lendingum og kynnt okkur allar þær aðstæður sem Mars getur boðið upp á og við verðum á varðbergi þar til InSight er komið á sitt nýja heimili í Elysium Planitia-svæði Mars.“Fylgjast má með stöðu InSight og sjá frekari upplýsingar á vef geimfarsins.Þegar á hólminn er komið munu vísindamennirnir þó líklegast ekki vita hvort lendingin hafi tekist fyrr en átta mínútum eftir að af henni varð. Haft er eftir Thomas Zurbuchen, einum af yfirmönnum vísindadeildar geimvísindastofnunarinnar, á vef NASA að mjög erfitt sé að lenda geimfari á Mars. Það þarfnist hæfileika, æfingar og vilja.„Hafandi í huga að okkar metnaðarfulla markmið er að koma manneskjum til tunglsins og síðan til Mars, þá veit ég að okkar ótrúlega teymi, eina teymið í heiminum sem hefur tekist að lenda geimfar á yfirborði Mars, mun gera allt sem það getur til að lenda InSight á rauðu plánetunni.“ Hér má sjá nokkra af vísindamönnum NASA ræða hvernig lendingin mun fara fram.Eins og áður segir lenti síðasti gestur á Mars árið 2012 og var það hið víðfræga far Curiosity. Mörg sýni hafa verið tekin með því fari en InSight er ætlað að kíkja undir yfirborð Mars. Eftir lendingu mun það þó taka þrjá mánuði að undirbúa vísindaleiðangra InSight og búnaðinn sem farið býr yfir. Það fyrsta sem farið mun þó gera er að taka mynd og senda til jarðarinnar. Hún mun að öllum líkindum vera birt á Twitter-síðu InSight.InSight er búið margvíslegum tækjum og tólum. Meðal þess sem vísindamenn ætla sér að kanna með farinu er hvernig plánetur verða til og þróast. Þar að auki verður farið notað til að kanna skjálftavirkni á Mars og hve oft loftsteinar lenda á plánetunni. Hér má sjá vísindamenn ræða hvaða upplýsingar þeir vonast til þess að fá frá InSight.InSight var skotið á loft frá vesturströnd Bandaríkjanna þann 5. maí. Sama eldflaug var þó notuð til að skjóta tveimur öðrum smáförum á loft sem eru einnig á leiðinni til Mars. Þar er um að ræða tvo CubeSat gervihnetti sem eru þó ekki nema á við skjalatöskur að stærð. Markmið NASA er að gera tilraunir með nýja tegund sendinga út í geim og er þetta í fyrsta sinn sem tilraun með CubeSat fer fram við aðra plánetu en jörðina. Vísindamenn NASA vonast til þess að gervihnettirnir geti sent upplýsingar um lendingarferli InSight á Mars til jarðarinnar nánast í rauntíma. Hér má sjá útskýringarmyndband um hvernig gervihnettirnir virka. Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Mars fær nýjan gest á mánudaginn og er það í fyrsta sinn frá árinu 2012. Lendingarfar NASA, InSight, mun lenda á plánetunni rauðu á mánudaginn, ef allt fer vel. InSight er meðal annars ætlað að grafa fimm metra undir yfirborð Mars og taka sýni þaðan og að kortleggja Mars inn að kjarna. Þó enn séu fimm dagar í að geimskipið á að lenda er það þó í rúmlega 1,3 milljóna kílómetra fjarlægð fyrir yfirborði Mars, þegar þetta er skrifað. Þegar InSight kemur inn í lofthjúp Mars verður geimfarið á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða. Þann hraða verður að lækka niður í átta kílómetra á einungis sjö mínútum. Sendingar á milli jarðarinnar og Mars taka um átta mínútur að berast á áfangastað og því má lítið sem ekkert fara úrskeiðis. Í samtali við AP fréttaveituna segja vísindamenn NASA að það verði að gefa Insight lokaskipanir einni og hálfri klukkustund fyrir lendingu.„Það er ástæða fyrir því að verkfræðingar kalla lendingu á Mars „Sjö mínútur í helvíti,“ segir Rob Grover, sem er yfirmaður lendingarferlis InShight. „Við getum ekki stýrt lendingunni, svo við verðum að reiða á skipanir sem við höfum þegar forritað í geimfarið. Við höfum varið árum í að prófa áætlanir okkar, lært af öðrum lendingum og kynnt okkur allar þær aðstæður sem Mars getur boðið upp á og við verðum á varðbergi þar til InSight er komið á sitt nýja heimili í Elysium Planitia-svæði Mars.“Fylgjast má með stöðu InSight og sjá frekari upplýsingar á vef geimfarsins.Þegar á hólminn er komið munu vísindamennirnir þó líklegast ekki vita hvort lendingin hafi tekist fyrr en átta mínútum eftir að af henni varð. Haft er eftir Thomas Zurbuchen, einum af yfirmönnum vísindadeildar geimvísindastofnunarinnar, á vef NASA að mjög erfitt sé að lenda geimfari á Mars. Það þarfnist hæfileika, æfingar og vilja.„Hafandi í huga að okkar metnaðarfulla markmið er að koma manneskjum til tunglsins og síðan til Mars, þá veit ég að okkar ótrúlega teymi, eina teymið í heiminum sem hefur tekist að lenda geimfar á yfirborði Mars, mun gera allt sem það getur til að lenda InSight á rauðu plánetunni.“ Hér má sjá nokkra af vísindamönnum NASA ræða hvernig lendingin mun fara fram.Eins og áður segir lenti síðasti gestur á Mars árið 2012 og var það hið víðfræga far Curiosity. Mörg sýni hafa verið tekin með því fari en InSight er ætlað að kíkja undir yfirborð Mars. Eftir lendingu mun það þó taka þrjá mánuði að undirbúa vísindaleiðangra InSight og búnaðinn sem farið býr yfir. Það fyrsta sem farið mun þó gera er að taka mynd og senda til jarðarinnar. Hún mun að öllum líkindum vera birt á Twitter-síðu InSight.InSight er búið margvíslegum tækjum og tólum. Meðal þess sem vísindamenn ætla sér að kanna með farinu er hvernig plánetur verða til og þróast. Þar að auki verður farið notað til að kanna skjálftavirkni á Mars og hve oft loftsteinar lenda á plánetunni. Hér má sjá vísindamenn ræða hvaða upplýsingar þeir vonast til þess að fá frá InSight.InSight var skotið á loft frá vesturströnd Bandaríkjanna þann 5. maí. Sama eldflaug var þó notuð til að skjóta tveimur öðrum smáförum á loft sem eru einnig á leiðinni til Mars. Þar er um að ræða tvo CubeSat gervihnetti sem eru þó ekki nema á við skjalatöskur að stærð. Markmið NASA er að gera tilraunir með nýja tegund sendinga út í geim og er þetta í fyrsta sinn sem tilraun með CubeSat fer fram við aðra plánetu en jörðina. Vísindamenn NASA vonast til þess að gervihnettirnir geti sent upplýsingar um lendingarferli InSight á Mars til jarðarinnar nánast í rauntíma. Hér má sjá útskýringarmyndband um hvernig gervihnettirnir virka.
Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira