Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2018 20:10 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Myndin er tekin á fundi hans og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Norður-Kóreu fyrr í mánuðinum. Vísir/AFP Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa aflýst fundi við Suður-Kóreu nokkrum klukkutímum áður en hann átti að fara fram. Þá hótar Norður-Kórea að aflýsa sögulegum fundi sínum og Bandaríkjanna sem er á dagskrá innan fáeinna vikna. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni, að því er AP-fréttaveitan hefur eftir hinni suðurkóresku Yonhap-fréttastofu. Norður- og Suður-Kórea hugðust funda um aðgerðir til að draga úr spennu milli ríkjanna á miðvikudag að kóreskum tíma en Kim Jong-un, leiðtoginn í norðri, hefur sýnt af sér ríka viðleitni til slíkra aðgerða síðustu vikur. Fundi hans og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í lok apríl síðastliðnum var fagnað sem „sögulegum“ en Kim varð þar með fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu til að stíga fæti inn í Suður-Kóreu frá því að ríkin gerðu vopnahlé árið 1953.Sjá einnig: Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Nú hafa yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hins vegar um tilkynnt um það að fundi Kóreuríkjanna tveggja sé aflýst. Í yfirlýsingu, sem send var á ríkissjónvarpsstöð Norður-Kóreu, KCNA, í kvöld var Bandaríkjunum enn fremur ráðlagt að „ígrunda örlög ætlaðs fundar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna“ vegna sameiginlegra heræfinga þeirra og Suður-Kóreu sem hófust á föstudag. Á þriðjudag í síðustu viku var greint frá því að Norður-Kóreumenn hygðust jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu síðar í þessum mánuði. Þá var ætlunin jafnframt að bjóða bandarískum vopnasérfræðingum og blaðamönnum að koma til landsins til að vera viðstaddir afkjarnorkuvæðinguna. Fundur þeirra Kim Jong-un og Donalds Trumps Bandaríkjaforseta er auk þess á dagskrá þann 12. júní næstkomandi í Singapúr. Norður-Kórea Tengdar fréttir Ætla að jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu Norður-Kóreumenn hyggjast jafna kjarnorkutilraunasvæði sitt við jörðu síðar í mánuðinum. 12. maí 2018 15:53 Norður-Kórea segir Japani þvælast fyrir friðarferlinu Norður-Kóresk stjórnvöld segja að rán sín á japönskum ríkisborgurum á Kaldastríðsárunum séu „útkljáð“ og saka Japani um að þvælast fyrir friðarferlinu sem nú stendur yfir á Kóreuskaganum. 14. maí 2018 06:51 Trump tók á móti gíslum Norður-Kóreu Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt. 10. maí 2018 09:15 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa aflýst fundi við Suður-Kóreu nokkrum klukkutímum áður en hann átti að fara fram. Þá hótar Norður-Kórea að aflýsa sögulegum fundi sínum og Bandaríkjanna sem er á dagskrá innan fáeinna vikna. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni, að því er AP-fréttaveitan hefur eftir hinni suðurkóresku Yonhap-fréttastofu. Norður- og Suður-Kórea hugðust funda um aðgerðir til að draga úr spennu milli ríkjanna á miðvikudag að kóreskum tíma en Kim Jong-un, leiðtoginn í norðri, hefur sýnt af sér ríka viðleitni til slíkra aðgerða síðustu vikur. Fundi hans og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í lok apríl síðastliðnum var fagnað sem „sögulegum“ en Kim varð þar með fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu til að stíga fæti inn í Suður-Kóreu frá því að ríkin gerðu vopnahlé árið 1953.Sjá einnig: Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Nú hafa yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hins vegar um tilkynnt um það að fundi Kóreuríkjanna tveggja sé aflýst. Í yfirlýsingu, sem send var á ríkissjónvarpsstöð Norður-Kóreu, KCNA, í kvöld var Bandaríkjunum enn fremur ráðlagt að „ígrunda örlög ætlaðs fundar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna“ vegna sameiginlegra heræfinga þeirra og Suður-Kóreu sem hófust á föstudag. Á þriðjudag í síðustu viku var greint frá því að Norður-Kóreumenn hygðust jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu síðar í þessum mánuði. Þá var ætlunin jafnframt að bjóða bandarískum vopnasérfræðingum og blaðamönnum að koma til landsins til að vera viðstaddir afkjarnorkuvæðinguna. Fundur þeirra Kim Jong-un og Donalds Trumps Bandaríkjaforseta er auk þess á dagskrá þann 12. júní næstkomandi í Singapúr.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Ætla að jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu Norður-Kóreumenn hyggjast jafna kjarnorkutilraunasvæði sitt við jörðu síðar í mánuðinum. 12. maí 2018 15:53 Norður-Kórea segir Japani þvælast fyrir friðarferlinu Norður-Kóresk stjórnvöld segja að rán sín á japönskum ríkisborgurum á Kaldastríðsárunum séu „útkljáð“ og saka Japani um að þvælast fyrir friðarferlinu sem nú stendur yfir á Kóreuskaganum. 14. maí 2018 06:51 Trump tók á móti gíslum Norður-Kóreu Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt. 10. maí 2018 09:15 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Ætla að jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu Norður-Kóreumenn hyggjast jafna kjarnorkutilraunasvæði sitt við jörðu síðar í mánuðinum. 12. maí 2018 15:53
Norður-Kórea segir Japani þvælast fyrir friðarferlinu Norður-Kóresk stjórnvöld segja að rán sín á japönskum ríkisborgurum á Kaldastríðsárunum séu „útkljáð“ og saka Japani um að þvælast fyrir friðarferlinu sem nú stendur yfir á Kóreuskaganum. 14. maí 2018 06:51
Trump tók á móti gíslum Norður-Kóreu Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt. 10. maí 2018 09:15