Yfirlýsing Cristiano Ronaldo: Gögn í nauðgunarmálinu bæði illa fengin og uppskálduð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2018 19:00 Ronaldo hefur verið ein stærsta stjarna íþróttaheimsins undanfarin ár. Vísir/AP Gögn sem Kathryn Mayorga og lögmenn hennar búa yfir í málsókn hennar á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo vegna meintrar nauðgunar eru bæði illa fengin og uppskálduð að sögn lögfræðings Portúgalans sem gaf út yfirlýsingu fyrir hans hönd í dag. BBC greinir frá. Málið hefur vakið mikla athygli eftir að Maoyrga steig fram á dögunum í Der Spiegel þar sem hún ræddi í smáatriðum um ásakinar hennar á hendur Ronaldo. Hún segir að knattspyrnustjarnan hafi nauðgað henni í Las Vegas í júní árið 2009. Hefur hún höfðað einkamál á hendur Ronaldo þar sem hún krefst þess að samkomulag sem þau gerðu með sér um að hún myndi aldrei tjá sig um atburðina umrædda nótt verði dæmt ógilt.Sjá einnig:Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illaRonaldo hefur sagt að ásakanir Mayorga séu ekkert nema falsfréttir og að það sem gerðist umrædda nótt hafi verið með samþykki beggja aðila. Der Spiegel birti þó gögn sem þykja koma sér illa fyrir Ronaldo en þar á meðal er spurningalisti sem Ronaldo á að hafa svarað er lögfræðingar hans og Mayorga voru í samningaviðræðum vegna samkomulagsins sem Mayorga vill ógilda.Ronaldo og Mayorga saman á næturklúbbi í júní árið 2009.Vísir/APÍ gögnunum má finna útgáfu af spurningalistanum sem dagsettur er í september 2009. Þar er spurt að því hvort að ungfrú C, sem er Mayorga, hafi á einhverjum tímapunkti hækkað róm sinn, öskrað eða kallað, er atburðir kvöldsins áttu sér stað.„Hún sagði nei og hættu margoft,“ er svar Ronaldo eða Hr. X í þessari útgáfu spurningalistans. Þessum svörum átti Ronaldo eftir að breyta ef marka má gögnin sem Mayorga hefur undir höndum. Í útgáfu listans frá desember árið 2009 segir hann að það sem gerðist hafi verið með samþykki beggja aðila.Segir að hakkari hafi stolið og breytt umræddum gögnum Virðast þessi gögn vera miðpunktur yfirlýsingar Ronaldo sem eins og áður segir var gefin út í dag. Þar er því haldið fram að málsókn Mayorga byggist á stafrænum gögnum sem hafi verið stolið sem þar að auki sé auðvelt að eiga við.„Skjölin sem eru sögð innihalda yfirlýsingar frá Ronaldo birt hafa verið í fjölmiðlum eru algjör tilbúningir,“ segir í yfirlýsingu Ronaldo. Þar segir einnig að árið 2015 hafi fjölmörg fyrirtæki og stofnanir orðið fyrir barðinu á tölvuárás þar sem miklu magni gagna var stolið. Í yfirlýsingunni er harmað að Der Spiegel hafi fallið í gildru tölvuþrjótanna.Lögfræðingur Mayorga á blaðamannafundi um málið fyrr í mánuðinum.Vísir/AP„Þessi hakkari reyndi að selja upplýsingarnar og fjölmiðill birti sum þessara gagna á óábyrgan hátt. Búið var að eiga við stóran hluta þessara gagna eða þau voru algjörlega uppskálduð,“ segir í yfirlýsingunni en Der Spiegel birti ítarlega umfjöllun um ásakanirnar á hendur Ronaldo árið 2017. Segir einnig í yfirlýsingunni að sú staðreynd að Ronaldo og Mayorga hafi gert með sér samkomulag þýði ekki að hann sé sekur, með því hafi Ronaldo aðeins verið að fylgja ráðum ráðgjafa sinna til þess að losa hann undan ásökunum í eitt skipti fyrir öll. „Svo það sé á kristaltæru þá er það, og hefur alltaf verið, afstaða Cristiano Ronaldo, að það sem gerðist árið 2009 í Las Vegas hafi verið með samþykki beggja aðila“ Fótbolti MeToo Tengdar fréttir Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00 Hlutabréf í Juventus taka dýfu í kjölfar ásakana á hendur Ronaldo Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. 5. október 2018 20:46 Forsætisráðherra Portúgals kemur Ronaldo til varnar vegna nauðgunarásakana Portúgalski forsætisráðherrann, Antonio Costa hefur komið landa sínum, Cristiano Ronaldo til varnar eftir ásakanir á hendur þess síðarnefnda um nauðgun í Las Vegas fyrir níu árum. 7. október 2018 11:30 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Gögn sem Kathryn Mayorga og lögmenn hennar búa yfir í málsókn hennar á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo vegna meintrar nauðgunar eru bæði illa fengin og uppskálduð að sögn lögfræðings Portúgalans sem gaf út yfirlýsingu fyrir hans hönd í dag. BBC greinir frá. Málið hefur vakið mikla athygli eftir að Maoyrga steig fram á dögunum í Der Spiegel þar sem hún ræddi í smáatriðum um ásakinar hennar á hendur Ronaldo. Hún segir að knattspyrnustjarnan hafi nauðgað henni í Las Vegas í júní árið 2009. Hefur hún höfðað einkamál á hendur Ronaldo þar sem hún krefst þess að samkomulag sem þau gerðu með sér um að hún myndi aldrei tjá sig um atburðina umrædda nótt verði dæmt ógilt.Sjá einnig:Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illaRonaldo hefur sagt að ásakanir Mayorga séu ekkert nema falsfréttir og að það sem gerðist umrædda nótt hafi verið með samþykki beggja aðila. Der Spiegel birti þó gögn sem þykja koma sér illa fyrir Ronaldo en þar á meðal er spurningalisti sem Ronaldo á að hafa svarað er lögfræðingar hans og Mayorga voru í samningaviðræðum vegna samkomulagsins sem Mayorga vill ógilda.Ronaldo og Mayorga saman á næturklúbbi í júní árið 2009.Vísir/APÍ gögnunum má finna útgáfu af spurningalistanum sem dagsettur er í september 2009. Þar er spurt að því hvort að ungfrú C, sem er Mayorga, hafi á einhverjum tímapunkti hækkað róm sinn, öskrað eða kallað, er atburðir kvöldsins áttu sér stað.„Hún sagði nei og hættu margoft,“ er svar Ronaldo eða Hr. X í þessari útgáfu spurningalistans. Þessum svörum átti Ronaldo eftir að breyta ef marka má gögnin sem Mayorga hefur undir höndum. Í útgáfu listans frá desember árið 2009 segir hann að það sem gerðist hafi verið með samþykki beggja aðila.Segir að hakkari hafi stolið og breytt umræddum gögnum Virðast þessi gögn vera miðpunktur yfirlýsingar Ronaldo sem eins og áður segir var gefin út í dag. Þar er því haldið fram að málsókn Mayorga byggist á stafrænum gögnum sem hafi verið stolið sem þar að auki sé auðvelt að eiga við.„Skjölin sem eru sögð innihalda yfirlýsingar frá Ronaldo birt hafa verið í fjölmiðlum eru algjör tilbúningir,“ segir í yfirlýsingu Ronaldo. Þar segir einnig að árið 2015 hafi fjölmörg fyrirtæki og stofnanir orðið fyrir barðinu á tölvuárás þar sem miklu magni gagna var stolið. Í yfirlýsingunni er harmað að Der Spiegel hafi fallið í gildru tölvuþrjótanna.Lögfræðingur Mayorga á blaðamannafundi um málið fyrr í mánuðinum.Vísir/AP„Þessi hakkari reyndi að selja upplýsingarnar og fjölmiðill birti sum þessara gagna á óábyrgan hátt. Búið var að eiga við stóran hluta þessara gagna eða þau voru algjörlega uppskálduð,“ segir í yfirlýsingunni en Der Spiegel birti ítarlega umfjöllun um ásakanirnar á hendur Ronaldo árið 2017. Segir einnig í yfirlýsingunni að sú staðreynd að Ronaldo og Mayorga hafi gert með sér samkomulag þýði ekki að hann sé sekur, með því hafi Ronaldo aðeins verið að fylgja ráðum ráðgjafa sinna til þess að losa hann undan ásökunum í eitt skipti fyrir öll. „Svo það sé á kristaltæru þá er það, og hefur alltaf verið, afstaða Cristiano Ronaldo, að það sem gerðist árið 2009 í Las Vegas hafi verið með samþykki beggja aðila“
Fótbolti MeToo Tengdar fréttir Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00 Hlutabréf í Juventus taka dýfu í kjölfar ásakana á hendur Ronaldo Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. 5. október 2018 20:46 Forsætisráðherra Portúgals kemur Ronaldo til varnar vegna nauðgunarásakana Portúgalski forsætisráðherrann, Antonio Costa hefur komið landa sínum, Cristiano Ronaldo til varnar eftir ásakanir á hendur þess síðarnefnda um nauðgun í Las Vegas fyrir níu árum. 7. október 2018 11:30 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00
Hlutabréf í Juventus taka dýfu í kjölfar ásakana á hendur Ronaldo Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. 5. október 2018 20:46
Forsætisráðherra Portúgals kemur Ronaldo til varnar vegna nauðgunarásakana Portúgalski forsætisráðherrann, Antonio Costa hefur komið landa sínum, Cristiano Ronaldo til varnar eftir ásakanir á hendur þess síðarnefnda um nauðgun í Las Vegas fyrir níu árum. 7. október 2018 11:30