Fótbolti

Forsætisráðherra Portúgals kemur Ronaldo til varnar vegna nauðgunarásakana

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Ronaldo hefur verið ásakaður um nauðgun fyrir níu árum
Ronaldo hefur verið ásakaður um nauðgun fyrir níu árum Vísir/Getty
Portúgalski forsætisráðherrann, Antonio Costa hefur komið landa sínum, Cristiano Ronaldo til varnar eftir ásakanir á hendur þess síðarnefnda um nauðgun í Las Vegas fyrir níu árum.



Ronaldo hefur verið sakaður um að hafa nauðgað Kathryn Mayorga í Las Vegas árið 2009 en Ronaldo neitar þessum ásökunum.



Í heimsókn sinni til Lanzarote, var forsætisráðherra Portúgals, Antonio Costa spurður um þessar ásakanir á hendur Ronaldo.



„Það eru allir saklausir uns sekt er sönnuð. Ef það er eitthvað sem við getum sannað í þessu máli, er að hann er ótrúlegur atvinnumaður, ótrúlegur íþróttamaður, ótrúlegur knattspyrnumaður og einhver sem hefur fyllt Portúgal stolti,“ sagði Costa.



Styrktaraðilar Ronaldo, Nike og EA Sports hafa lýst yfir áhyggjum sínum yfir ásökunum en Juventus, félag Ronaldo stendur við bakið á honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×