Viðskipti erlent

Hlutabréf í Juventus taka dýfu í kjölfar ásakana á hendur Ronaldo

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ronaldo er sakaður um að hafa nauðgað Kathryn Mayorga í Las Vegas árið 2009.
Ronaldo er sakaður um að hafa nauðgað Kathryn Mayorga í Las Vegas árið 2009. Vísir/AP

Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. BBC greinir frá þessu.

Kona að nafni Kathryn Mayorga kom um helgina fram í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel en þar sakaði hún Ronaldo um að hafa nauðgað sér í Las Vegas árið 2009. Blaðið fjallaði fyrst um ásakanir hennar á hendur Ronaldo á síðasta ári. Sú umfjöllun var byggð á skjölum sem lekið var til blaðsins og vildi Mayorga ekki tjá sig um málið þá. Kom nafn hennar því hvergi fram.

Síðan Mayorga steig fram með ásakanirnar hafa hlutabréf í Juventus, félaginu sem Ronaldo leikur fyrir, tekið umtalsverða dýfu, en þegar þetta var skrifað hafði félagið tapað um 10% af markaðsvirði sínu á einum degi [föstudegi].

Einnig vakti mikla athygli í gær þegar íþróttavöruframleiðandinn Nike, sem er einn helsti styrktaraðili Ronaldo, gaf út yfirlýsingu þar sem sagði að fyrirtækið hefði „djúpstæðar áhyggjur“ af ásökununum.

Þá hefur Juventus verið gagnrýnt harðlega á samfélagsmiðlum en mörgum þykir félagið hafa höndlað málið á afar klaufalegan hátt, þegar Twitter-reikningur félagsins birti tíst þess efnis að Ronaldo hefði „á undanförnum mánuðum sýnt af sér mikla fagmennsku og eldmóð.“

Þá sagði einnig á reikningi félagsins að ásakanirnar á hendur honum breyttu ekki skoðunum fólks á Ronaldo, sem var í tístinu kallaður „mikill meistari.“


Tengdar fréttir

Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju

Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan. Dagsetningin gefur til kynna að um sé að ræða mál Cristiano Ronaldo.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.