Reynir að halda lífi í ríkisstjórn sinni Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2018 19:05 Netanyahu segir pólitík ekki eiga að spila inn í varnarmál Ísrael. AP/Ariel Schalit Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist leita allra leiða til að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnar sinnar í kjölfar afsagnar varnarmálaráðherra landsins. Avigdor Liberman sagði af sér á miðvikudaginn í kjölfar þess að Ísrael gerði vopnahlé við Hamas-samtökin og kallaði eftir nýjum kosningum. Útlit er fyrir að tveir ráðherra til viðbótar ætli að segja af sér á morgun. Þeir hafa boðað til blaðamannafundar á morgun. Þeir ráðherrar tilheyra stjórnarflokknum Jewish Home. Eins og staðan er núna er Netanyahu með einungis eins manns meirihluta á þingi og slíti Jewish Home sig frá ríkisstjórninni verður ekki komist hjá því að boða til kosninga. Þar að auki hefur Moshe Kahlon, fjármálaráðherra, einnig sagt að réttast væri að boða til nýrra kosninga. Netanyahu ætlar sjálfur að taka að sér embætti varnarmálaráðherra í kjölfar afsagnar Liberman. Í sjónvarpsávarpi í dag sagði hann ekki rétt að boða til kosninga á svo viðkvæmum tíma varðandi öryggi Ísrael. Forsætisráðherrann sagði að pólitík ætti ekki að koma að öryggi Ísrael og hann vissi hvað hann væri að gera.Avigdor Liberman, fyrrverandi varnarmaálaráðherra Ísrael.AP/Ariel SchalitÓvissan í Ísrael byrjaði eins og áður segir á miðvikudaginn þegar Liberman sagði af sér. Hann og fleiri meðlimir ríkisstjórnarinnar voru, samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael, ósáttir með að Netanyahu hefði tekið einhliða ákvörðun um að samþykkja vopnahlé við Hamas. Það var gert eftir umfangsmiklar árásir beggja vegna við landamæri Ísrael og Gasa-strandarinnar.Sjá einnig: Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningumLiberman hefur að undanförnu kallað eftir innrás á Gasa og að her Ísrael þvingi Hamas-liða frá völdum. Hann segir það vera einu leiðina til að stilla til friðar á svæðinu. Á rétt rúmum sólarhring var minnst 460 sprengjum varpað á Ísrael frá gasa og svöruðu Ísraelsmenn með fjölmörgum loftárásum. Útlit var fyrir að það stefni í fjórða stríðið á Gasa á einungis áratug. Liberman gagnrýndi herinn á blaðamannafundi sínum í morgun og sagði viðbrögðin við árásunum ekki hafa verið samræmi við alvarleika þeirra. Allt í allt gerði herinn um 160 loftárásir á Gasa. Undanfarna mánuði hefur Hamas haldið vikuleg og fjölmenn mótmæli við landamæri Gasa og Ísrael vegna herkvíarinnar. Fjölmargir Palestínumenn verið skotnir til bana af hermönnum á þessum tíma og hafa Ísraelsmenn verið harðlega gagnrýndir vegna þessa. Hins vegar hefur komið til skot- og sprengjuárása frá Gasa og á tímabilinu hafa fjölmörg íkveikjutæki verið send svífandi yfir landamærin. Þau tæki hafa valdið kjarreldum og brennt ræktunarland í Ísrael. Nýjustu átökin hófust þegar upp komst um dulbúna sérsveitarmenn Ísrael á Gasaströndinni. Til skotbardaga kom sem sjö Hamas-liðar og einn háttsettur sérsveitarmaður féllu í. Í kjölfar þess byrjuðu Hamas-liðar að varpa sprengjum á Ísrael. Flokksmeðlimir Netanyahu í Likud-flokknum hafa gagnrýnt forsvarsmenn annarra stjórnarflokka í dag, samkvæmt Times of Israel. Meðal þess sem ráðherra Likud flokksins hafa sagt er að samstarfsaðilar þeirra séu að haga sér á mjög óábyrgan hátt. Miri Regev, menningarráðherra, sagði það einmitt óábyrgt að fella svo góða hægri-ríkisstjórn. Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist leita allra leiða til að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnar sinnar í kjölfar afsagnar varnarmálaráðherra landsins. Avigdor Liberman sagði af sér á miðvikudaginn í kjölfar þess að Ísrael gerði vopnahlé við Hamas-samtökin og kallaði eftir nýjum kosningum. Útlit er fyrir að tveir ráðherra til viðbótar ætli að segja af sér á morgun. Þeir hafa boðað til blaðamannafundar á morgun. Þeir ráðherrar tilheyra stjórnarflokknum Jewish Home. Eins og staðan er núna er Netanyahu með einungis eins manns meirihluta á þingi og slíti Jewish Home sig frá ríkisstjórninni verður ekki komist hjá því að boða til kosninga. Þar að auki hefur Moshe Kahlon, fjármálaráðherra, einnig sagt að réttast væri að boða til nýrra kosninga. Netanyahu ætlar sjálfur að taka að sér embætti varnarmálaráðherra í kjölfar afsagnar Liberman. Í sjónvarpsávarpi í dag sagði hann ekki rétt að boða til kosninga á svo viðkvæmum tíma varðandi öryggi Ísrael. Forsætisráðherrann sagði að pólitík ætti ekki að koma að öryggi Ísrael og hann vissi hvað hann væri að gera.Avigdor Liberman, fyrrverandi varnarmaálaráðherra Ísrael.AP/Ariel SchalitÓvissan í Ísrael byrjaði eins og áður segir á miðvikudaginn þegar Liberman sagði af sér. Hann og fleiri meðlimir ríkisstjórnarinnar voru, samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael, ósáttir með að Netanyahu hefði tekið einhliða ákvörðun um að samþykkja vopnahlé við Hamas. Það var gert eftir umfangsmiklar árásir beggja vegna við landamæri Ísrael og Gasa-strandarinnar.Sjá einnig: Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningumLiberman hefur að undanförnu kallað eftir innrás á Gasa og að her Ísrael þvingi Hamas-liða frá völdum. Hann segir það vera einu leiðina til að stilla til friðar á svæðinu. Á rétt rúmum sólarhring var minnst 460 sprengjum varpað á Ísrael frá gasa og svöruðu Ísraelsmenn með fjölmörgum loftárásum. Útlit var fyrir að það stefni í fjórða stríðið á Gasa á einungis áratug. Liberman gagnrýndi herinn á blaðamannafundi sínum í morgun og sagði viðbrögðin við árásunum ekki hafa verið samræmi við alvarleika þeirra. Allt í allt gerði herinn um 160 loftárásir á Gasa. Undanfarna mánuði hefur Hamas haldið vikuleg og fjölmenn mótmæli við landamæri Gasa og Ísrael vegna herkvíarinnar. Fjölmargir Palestínumenn verið skotnir til bana af hermönnum á þessum tíma og hafa Ísraelsmenn verið harðlega gagnrýndir vegna þessa. Hins vegar hefur komið til skot- og sprengjuárása frá Gasa og á tímabilinu hafa fjölmörg íkveikjutæki verið send svífandi yfir landamærin. Þau tæki hafa valdið kjarreldum og brennt ræktunarland í Ísrael. Nýjustu átökin hófust þegar upp komst um dulbúna sérsveitarmenn Ísrael á Gasaströndinni. Til skotbardaga kom sem sjö Hamas-liðar og einn háttsettur sérsveitarmaður féllu í. Í kjölfar þess byrjuðu Hamas-liðar að varpa sprengjum á Ísrael. Flokksmeðlimir Netanyahu í Likud-flokknum hafa gagnrýnt forsvarsmenn annarra stjórnarflokka í dag, samkvæmt Times of Israel. Meðal þess sem ráðherra Likud flokksins hafa sagt er að samstarfsaðilar þeirra séu að haga sér á mjög óábyrgan hátt. Miri Regev, menningarráðherra, sagði það einmitt óábyrgt að fella svo góða hægri-ríkisstjórn.
Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira