Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2018 18:02 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. Forsetinn hefur sömuleiðis reynt að ráða fólk sem hann hefur séð á Fox í lögmannateymi sitt. John Bolton, næsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hefur verið reglulegur gestur á Fox og hafa fjölmiðlar ytra eftir heimildarmönnum sínum að Trump sé mjög hrifinn af því hvernig hann hefur komið fram og varið forsetann og mært stefnumál hans. Þó á Trump að hafa verið verulega illa við yfirvaraskegg hans.Sjá einnig: Nýr ráðgjafi Trump umdeildurBolton hélt því fram á Fox, eftir að hann var ráðinn í starf þjóðaröryggisráðgjafa, að hann myndi áfram mæta í þætti sjónvarpsstöðvarinnar.AP fréttaveitan hefur tekið saman nokkra af þeim starfsmönnum Trump sem hafa verið reglulegir gestir á Fox. Heather Nauert sem ráðin var í Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Hún var þulur hjá Fox. Mercedes Schlapp, ráðgjafa Hvíta hússins varðandi samskiptamál, og Tony Sayegh, talsmaður Fjármálaráðuneytisins. Bæði hafa þau verið reglulegir gestir Fox.„Hann er að leita að fólki sem er tilbúið til að taka þátt í sjónvarpsþáttunum sem Hvíta húsið er,“ segir sérfræðingur sem AP ræddi við. „Þetta er Fox-forsetatíðin.“ Trump reyndi að ráða Joseph diGenova í lögmannateymi sitt en hann hefur sömuleiðis verið reglulegur gestur Fox. Þar hefur hann meðal annars haldið því fram að starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, séu að reyna að koma sök á forsetann fyrir glæpi sem hann framdi ekki. diGenova gat ekki setið í lögmannateymi Trump vegna hagsmunaáreksturs samkvæmt meðlimi teymisins Jay Sekulow. Hann sagði þó að diGenova og kona hans, sem einnig er oft á Fox, gætu þó hjálpað forsetanum með „önnur mál“. Það hefur lengi verið vitað að Trump heldur mikið upp á Fox news og hann tjáir sig iðulega á samfélagsmiðlum um málefni sem hann sér til umfjöllunar þar. Nú síðast á föstudaginn þegar hann sagðist vera að íhuga að beita neitunarvaldi gegn fjárlagafrumvarpi sem hafði verið gagnrýnt skömmu áður í þættinum Fox and Friends. Sá sem gagnrýndi frumvarpið þar heitir Pete Hegseth en talið er að hann verði brátt ráðinn til að taka við ráðuneytinu um málefni uppgjafahermanna. Þá hefur hann veitt sjónvarpsstöðinni mun fleiri viðtöl en öðrum og hann hvetur fólk oft til að horfa á tiltekna þætti. Trump ræðir reglulega við Sean Hannity og Laura Ingraham, sem bæði stýra þáttum á Fox..@seanhannity on @foxandfriends now! Great! 8:18 A.M.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 19, 2018 Þingmenn og aðrir áhrifavalda í Washington keppast um að komast í þætti Fox og tjá sig þar, því þeir vita að Trump er að horfa.Fleiri starfsmannabreytingar í sjónmáli Vinur Trump, Christopher Ruddy, sagði í dag að von væri á fleiri starfsmannabreytingum í ríkisstjórn forsetans. Meðal þeirra sem séu á leið út er David Shulkin, ráðherra málefna uppgjafahermanna, og sömuleiðis er Trump sagður hafa beint sjónum sínum að John F. Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Ben Carson, ráðherra húsnæðismála. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. Forsetinn hefur sömuleiðis reynt að ráða fólk sem hann hefur séð á Fox í lögmannateymi sitt. John Bolton, næsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hefur verið reglulegur gestur á Fox og hafa fjölmiðlar ytra eftir heimildarmönnum sínum að Trump sé mjög hrifinn af því hvernig hann hefur komið fram og varið forsetann og mært stefnumál hans. Þó á Trump að hafa verið verulega illa við yfirvaraskegg hans.Sjá einnig: Nýr ráðgjafi Trump umdeildurBolton hélt því fram á Fox, eftir að hann var ráðinn í starf þjóðaröryggisráðgjafa, að hann myndi áfram mæta í þætti sjónvarpsstöðvarinnar.AP fréttaveitan hefur tekið saman nokkra af þeim starfsmönnum Trump sem hafa verið reglulegir gestir á Fox. Heather Nauert sem ráðin var í Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Hún var þulur hjá Fox. Mercedes Schlapp, ráðgjafa Hvíta hússins varðandi samskiptamál, og Tony Sayegh, talsmaður Fjármálaráðuneytisins. Bæði hafa þau verið reglulegir gestir Fox.„Hann er að leita að fólki sem er tilbúið til að taka þátt í sjónvarpsþáttunum sem Hvíta húsið er,“ segir sérfræðingur sem AP ræddi við. „Þetta er Fox-forsetatíðin.“ Trump reyndi að ráða Joseph diGenova í lögmannateymi sitt en hann hefur sömuleiðis verið reglulegur gestur Fox. Þar hefur hann meðal annars haldið því fram að starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, séu að reyna að koma sök á forsetann fyrir glæpi sem hann framdi ekki. diGenova gat ekki setið í lögmannateymi Trump vegna hagsmunaáreksturs samkvæmt meðlimi teymisins Jay Sekulow. Hann sagði þó að diGenova og kona hans, sem einnig er oft á Fox, gætu þó hjálpað forsetanum með „önnur mál“. Það hefur lengi verið vitað að Trump heldur mikið upp á Fox news og hann tjáir sig iðulega á samfélagsmiðlum um málefni sem hann sér til umfjöllunar þar. Nú síðast á föstudaginn þegar hann sagðist vera að íhuga að beita neitunarvaldi gegn fjárlagafrumvarpi sem hafði verið gagnrýnt skömmu áður í þættinum Fox and Friends. Sá sem gagnrýndi frumvarpið þar heitir Pete Hegseth en talið er að hann verði brátt ráðinn til að taka við ráðuneytinu um málefni uppgjafahermanna. Þá hefur hann veitt sjónvarpsstöðinni mun fleiri viðtöl en öðrum og hann hvetur fólk oft til að horfa á tiltekna þætti. Trump ræðir reglulega við Sean Hannity og Laura Ingraham, sem bæði stýra þáttum á Fox..@seanhannity on @foxandfriends now! Great! 8:18 A.M.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 19, 2018 Þingmenn og aðrir áhrifavalda í Washington keppast um að komast í þætti Fox og tjá sig þar, því þeir vita að Trump er að horfa.Fleiri starfsmannabreytingar í sjónmáli Vinur Trump, Christopher Ruddy, sagði í dag að von væri á fleiri starfsmannabreytingum í ríkisstjórn forsetans. Meðal þeirra sem séu á leið út er David Shulkin, ráðherra málefna uppgjafahermanna, og sömuleiðis er Trump sagður hafa beint sjónum sínum að John F. Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Ben Carson, ráðherra húsnæðismála.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“