Nokkrum dögum eftir að hafa hleypt lögreglu inn á heimili sitt til að þiggja aðstoð við leit að týndri fjölskyldu sinni sagðist faðirinn, Christopher Watts, ætla að segja rannsakendum sannleikann.
Watts óskaði fyrst eftir því að fá að ræða við föður sinn. Í framhaldinu viðurkenndi hann að hafa drepið konu sína Shanann eftir að hafa orðið vitni að því að kona hans myrti aðrar dóttur þeirra. Þá hefði hún þegar drepið hina. Þær voru þriggja og fjögurra ára gamlar en auk þess var konan gengin 15 vikur með þriðja barn þeirra hjóna.

Saksóknarinn Michael Rourke vildi ekki svara spurningum fjölmiðla um málið í gær en sagði þrjá starfsmenn sína vinna hörðum höndum að rannsókn þess. Of snemmt væri að segja til um hvort hann fari fram á dauðarefsingu.
Lögregla bankaði fyrst upp á á heimili Watts og fjölskyldu þann 13. ágúst eftir að tilkynning barst frá vini að Shanann hefði misst af læknisheimsókn. Þá svaraði hún hvorki símtölum né skilaboðum. Með leyfi Watts leitaði lögregla á heimili þeirra og fann síma Shanann á milli púða í sófa. Veski hennar og ferðataska voru á heimlinu en hún hafði verið í vinnuferð.
Í framhaldinu hófst leit að konunni og dætrum þeirra. Lýsti Shanann því í viðtölum við sjónvarpsstöðvar hve mjög hann saknaði dætra sinna og vildi fá þær aftur heim. Sólarhring síðar sagðist hann ætla að segja „sannleikann“.