Gulvestungar hundsa tilmæli stjórnvalda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. desember 2018 11:44 Mótmælendur klæddir gulum vestum hafa valdið miklum usla víðs vegar um Frakkland síðsutu vikurnar. Etienne De Malglaive/Getty Franskir mótmælendur, kenndir við gul vesti, söfnuðust í dag saman á Champs-Elysées, helstu breiðgötu Parísar, fimmtu helgina í röð þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda til þeirra um að halda sig heima. Mikill viðbúnaður er á götum Parísar vegna mótmælanna. Þúsundir lögreglumanna hafa verið ræstar út og tugir mótmælenda hafa nú þegar verið handteknir. Þá hefur ýmsum verslunum og söfnum í frönsku höfuðborginni verið lokað vegna óeirðanna. Eiffel-turninn og Louvre-safnið, þekktustu ferðamannastaðir Parísar, verða þó að óbreyttu aðgengileg almenningi í dag. Mótmæli gulvestunganna hafa vakið heimsathygli, en upphaflega beindust mótmæli þeirra að hækkuðum álögum á eldsneyti en fljótlega breyttist tónn mótmælanna og þróaðist út í almenna óánægju með efnahagsstefnu ríkisstjórnar Macrons og bættust þá fleiri í hóp þeirra. Nú virðist hins vegar vera að draga úr fjölda mótmælenda en samkvæmt frétt BBC hafa nokkrir tugir manna verið handteknir í dag samanborið við þau 300 sem höfðu verið tekin föst vegna mótmælanna á sama tíma síðustu helgi. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur nú þegar brugðist við óánægju mótmælenda með því að draga til baka áform sín um að hækka eldsneytisskatt. Þá hefur hann lofað því að hækka lágmarkslaun um hundrað evrur, eða um 14 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem hann hefur lofað skattaafslætti fyrir ellilífeyrisþega. Loforð forsetans virðast hafa sefað stóran hluta mótmælenda en þrátt fyrir það eru enn einhverjir sem telja stjórnvöld ekki hafa mætt kröfum mótmælenda á fullnægjandi hátt. Frakkland Tengdar fréttir Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50 Tilslakanir Macrons munu stórauka fjárlagahallann Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks. 11. desember 2018 19:46 Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Franskir mótmælendur, kenndir við gul vesti, söfnuðust í dag saman á Champs-Elysées, helstu breiðgötu Parísar, fimmtu helgina í röð þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda til þeirra um að halda sig heima. Mikill viðbúnaður er á götum Parísar vegna mótmælanna. Þúsundir lögreglumanna hafa verið ræstar út og tugir mótmælenda hafa nú þegar verið handteknir. Þá hefur ýmsum verslunum og söfnum í frönsku höfuðborginni verið lokað vegna óeirðanna. Eiffel-turninn og Louvre-safnið, þekktustu ferðamannastaðir Parísar, verða þó að óbreyttu aðgengileg almenningi í dag. Mótmæli gulvestunganna hafa vakið heimsathygli, en upphaflega beindust mótmæli þeirra að hækkuðum álögum á eldsneyti en fljótlega breyttist tónn mótmælanna og þróaðist út í almenna óánægju með efnahagsstefnu ríkisstjórnar Macrons og bættust þá fleiri í hóp þeirra. Nú virðist hins vegar vera að draga úr fjölda mótmælenda en samkvæmt frétt BBC hafa nokkrir tugir manna verið handteknir í dag samanborið við þau 300 sem höfðu verið tekin föst vegna mótmælanna á sama tíma síðustu helgi. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur nú þegar brugðist við óánægju mótmælenda með því að draga til baka áform sín um að hækka eldsneytisskatt. Þá hefur hann lofað því að hækka lágmarkslaun um hundrað evrur, eða um 14 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem hann hefur lofað skattaafslætti fyrir ellilífeyrisþega. Loforð forsetans virðast hafa sefað stóran hluta mótmælenda en þrátt fyrir það eru enn einhverjir sem telja stjórnvöld ekki hafa mætt kröfum mótmælenda á fullnægjandi hátt.
Frakkland Tengdar fréttir Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50 Tilslakanir Macrons munu stórauka fjárlagahallann Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks. 11. desember 2018 19:46 Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50
Tilslakanir Macrons munu stórauka fjárlagahallann Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks. 11. desember 2018 19:46
Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02