Ástralska ríkisstjórnin ætlar að biðjast afsökunar á misnotkun barna Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2018 07:57 Malcolm Turnbull forsætisráðherra ætlar að biðja fórnarlömb misnotkunarinnar afsökunar fyrir hönd stjórnvalda í haust. Vísir/EPA Ríkisstjórn Ástralíu hefur fallist á nær allar tillögur nefndar sem rannsakaði misnotkun barna hjá áströlskum stofnunum. Malcolm Turnbull forsætisráðherra ætlar að biðja fórnarlömbin afsökunar með formlegum hætti 22. október. Rannsóknin stóð yfir í fimm ár. Niðurstaða hennar var að tugir þúsunda barna hefðu verið misnotaðir innan stofnana eins og kirkjunnar, skóla og íþróttafélaga. Nefndin lagði fram 122 tillögur að úrbótum hjá alríkisstjórninni. Ríkisstjórnin segist ætla að verða við 104 þeirra en útilokar ekki að taka hinar átján upp síðar. Þannig verður meðal annars komið á fót Landsskrifstofu fyrir öryggi barna. „Fórnarlömbin hafa sagt sína sögu og við verðum að virða þau,“ sagði Turnbull í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fórnarlömbunum verða einnig boðnar bætur. Turnbull segir að meira en 90% þeirra muni eiga rétt á bótum sem nema 150.000 áströlskum dollurum, jafnvirði rúmlega tólf milljóna íslenskra króna. Bótaferlið fer í gang um mánaðamótin. Flestar tilkynningar um misnotkun bárust vegna kaþólsku kirkjunnar. Forsvarsmenn hennar hafa sagt að kirkjan taki þátt í bótagreiðslunum. Þeir þvertaka hins vegar fyrir að gera breytingar sem rannsóknarnefndin lagði til, þar á meðal að breyta syndajátningu. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Ríkisstjórn Ástralíu hefur fallist á nær allar tillögur nefndar sem rannsakaði misnotkun barna hjá áströlskum stofnunum. Malcolm Turnbull forsætisráðherra ætlar að biðja fórnarlömbin afsökunar með formlegum hætti 22. október. Rannsóknin stóð yfir í fimm ár. Niðurstaða hennar var að tugir þúsunda barna hefðu verið misnotaðir innan stofnana eins og kirkjunnar, skóla og íþróttafélaga. Nefndin lagði fram 122 tillögur að úrbótum hjá alríkisstjórninni. Ríkisstjórnin segist ætla að verða við 104 þeirra en útilokar ekki að taka hinar átján upp síðar. Þannig verður meðal annars komið á fót Landsskrifstofu fyrir öryggi barna. „Fórnarlömbin hafa sagt sína sögu og við verðum að virða þau,“ sagði Turnbull í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fórnarlömbunum verða einnig boðnar bætur. Turnbull segir að meira en 90% þeirra muni eiga rétt á bótum sem nema 150.000 áströlskum dollurum, jafnvirði rúmlega tólf milljóna íslenskra króna. Bótaferlið fer í gang um mánaðamótin. Flestar tilkynningar um misnotkun bárust vegna kaþólsku kirkjunnar. Forsvarsmenn hennar hafa sagt að kirkjan taki þátt í bótagreiðslunum. Þeir þvertaka hins vegar fyrir að gera breytingar sem rannsóknarnefndin lagði til, þar á meðal að breyta syndajátningu.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira