Þór/KA vann 2-0 sigur á KR í fjórðu umferð Pepsi-deildar kvenna en leikið var norðan heiða í kvöld. Bæði mörk leiksins komu í síðari hálfleik.
Það var markalaust í hálfleik en eftir 53. mínútur kom fyrsta markið. Það reyndist sjálfsmark og Íslandsmeistararnir komnir með forystu.
Það var svo borgarstjórinn, Sandra Stephany Mayor Gutierrez, sem skoraði síðari markið fjórum mínútum fyrir leikslok og lokatölur 2-0 sigur Þór/KA.
Þór/KA er því með fullt hús stiga eftir leikina fjóra en KR er með þrjú stig eftir fjóra leiki.
Meistararnir kláruðu KR í síðari hálfleik
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn

„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn




Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn



Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn