Tyrkir segjast hafa gripið tugi stjórnarandstæðinga erlendis Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2018 11:50 Talsmaður Erdogan Tyrklandsforseta segir að ætlunin sé að taka enn fleiri grunaða stjórnarandstæðinga höndum erlendis. Vísir/AFP Útsendarar tyrkneskra stjórnvalda hafa tekið áttatíu Tyrki sem þau gruna um aðild að valdaránstilraun árið 2016 höndum í átján erlendum ríkjum og flutt þá til Tyrklands. Bekir Bozdag, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, fullyrti þetta í sjónvarpsviðtali í gær. Þúsundir manna hafa verið handtekin og ákærðir fyrir stuðning við hryðjuverk í kjölfar valdaránstilraunarinnar sem stjórn Receps Erdogan kennir klerknum Fethullah Gulen um. Tugir þúsunda til viðbóta hafa verið hraktir úr störfum fyrir meinta óhollustu við stjórnvöld og herinn. Bozdag sagði ekki hvernig handtökurnar á erlendri grundu hefðu farið fram eða hvar þær hefðu farið fram. Þó hefur komið fram opinberlega að Tyrkir óskuðu eftir framsali einstaklinga í Kosóvó, Búlgaríu og Malasíu, að því er segir í frétt New York Times. Þá hafa verið óstaðfestar fréttir af handtökum í Afganistan, Pakistan og Súdan.Hyggja á frekari handtökur Fullyrti Bozdag að allir einstaklingarnir áttatíu hefðu haft tengsl við Gulen. Talsmaður Erdogan forseta sagði allar handtökurnar og framsöl hafa farið fram löglega. Þá stæði til að handsama fleiri. Gulen hefur neitað allri aðild að valdaránstilrauninni. Hann er búsettur í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Tyrkir hafa krafist framsals hans og kalla hann hryðjuverkamann. Fyrir og eftir valdaránstilraunina hefur Erdogan seilst meir og meir í átt að valdboðsstefnu. Þannig fékk Erdogan völd sín stóraukin í umdeildri þjóðaratkvæðagreiðslu sem fór fram í fyrra. Samþykkt var að legga af þingræði sem stjórnskipun ríkisins og taka í staðinn upp forsetaræði. Búlgaría Kósovó Tyrkland Tengdar fréttir 25 fjölmiðlamenn dæmdir í fangelsi í Tyrklandi Þau sakfelldu eru sögð tengjast klerkinum Fethullah Gulen sem tyrknesk yfirvöld segja hafa verið á bak við valdaránstilraunina. 9. mars 2018 14:31 ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15 Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. 30. janúar 2018 11:07 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Útsendarar tyrkneskra stjórnvalda hafa tekið áttatíu Tyrki sem þau gruna um aðild að valdaránstilraun árið 2016 höndum í átján erlendum ríkjum og flutt þá til Tyrklands. Bekir Bozdag, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, fullyrti þetta í sjónvarpsviðtali í gær. Þúsundir manna hafa verið handtekin og ákærðir fyrir stuðning við hryðjuverk í kjölfar valdaránstilraunarinnar sem stjórn Receps Erdogan kennir klerknum Fethullah Gulen um. Tugir þúsunda til viðbóta hafa verið hraktir úr störfum fyrir meinta óhollustu við stjórnvöld og herinn. Bozdag sagði ekki hvernig handtökurnar á erlendri grundu hefðu farið fram eða hvar þær hefðu farið fram. Þó hefur komið fram opinberlega að Tyrkir óskuðu eftir framsali einstaklinga í Kosóvó, Búlgaríu og Malasíu, að því er segir í frétt New York Times. Þá hafa verið óstaðfestar fréttir af handtökum í Afganistan, Pakistan og Súdan.Hyggja á frekari handtökur Fullyrti Bozdag að allir einstaklingarnir áttatíu hefðu haft tengsl við Gulen. Talsmaður Erdogan forseta sagði allar handtökurnar og framsöl hafa farið fram löglega. Þá stæði til að handsama fleiri. Gulen hefur neitað allri aðild að valdaránstilrauninni. Hann er búsettur í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Tyrkir hafa krafist framsals hans og kalla hann hryðjuverkamann. Fyrir og eftir valdaránstilraunina hefur Erdogan seilst meir og meir í átt að valdboðsstefnu. Þannig fékk Erdogan völd sín stóraukin í umdeildri þjóðaratkvæðagreiðslu sem fór fram í fyrra. Samþykkt var að legga af þingræði sem stjórnskipun ríkisins og taka í staðinn upp forsetaræði.
Búlgaría Kósovó Tyrkland Tengdar fréttir 25 fjölmiðlamenn dæmdir í fangelsi í Tyrklandi Þau sakfelldu eru sögð tengjast klerkinum Fethullah Gulen sem tyrknesk yfirvöld segja hafa verið á bak við valdaránstilraunina. 9. mars 2018 14:31 ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15 Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. 30. janúar 2018 11:07 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
25 fjölmiðlamenn dæmdir í fangelsi í Tyrklandi Þau sakfelldu eru sögð tengjast klerkinum Fethullah Gulen sem tyrknesk yfirvöld segja hafa verið á bak við valdaránstilraunina. 9. mars 2018 14:31
ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15
Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. 30. janúar 2018 11:07