25 fjölmiðlamenn dæmdir í fangelsi í Tyrklandi Ingvar Þór Björnsson skrifar 9. mars 2018 14:31 Andstæðingar Erdogan telja að með þessum aðgerðum sé forsetinn að taka pólitíska andstæðinga sína úr umferð. Vísir/AFP Tuttugu og fimm fjölmiðlamenn voru í dag dæmdir í fangelsi í Tyrklandi. Þeim er gert að sök að tengjast uppreisnarhópum sem skipulögðu valdaránstilraunina þar í landi í júlí árið 2016. BBC greinir frá. Tuttugu og þrír af þeim dæmdu fengu dóm sem hljóðar upp á sjö og hálft ár fyrir að tengjast hryðjuverkasamtökum. Tveir fengu vægari refsingu. Þau sakfelldu eru sögð tengjast klerkinum Fethullah Gulen sem tyrknesk yfirvöld segja hafa verið á bak við valdaránstilraunina. Gulen hefur þvertekið fyrir að tengjast henni. Gulen er í útlegð í Bandaríkjunum og hafa yfirvöld þar ekki viljað framselja hann án sannana.Flestir þeirra seku hafa unnið fyrirdagblaðið „Zaman“ sem tyrknesk stjórnvöld tóku yfir árið 2016. Síðan valdaránstilraunin átti sér stað hafa tyrknesk yfirvöld fangelsað rúmlega 50.000 einstaklinga og um 150.000 hafa verið rekin úr vinnum sínum.Kona mótmælti handtöku tyrkneska blaðamannsins Ahmet Altan í síðasta mánuði.Vísir/AFPAðgerðir yfirvalda í kjölfar tilraunarinnar hafa vakið upp áhyggjur um framtíð réttarríkisins í Tyrklandi. Þá hafa ýmis samtök sem standa vörð um réttindi blaðamanna gagnrýnt aðgerðir Tyrkja harðlega. CPJ sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem brýnt var fyrir tyrkneskum yfirvöldum að sleppa fjölmiðlamönnunum úr haldi. Murat Aksoy, einn af hinum handteknu, segir að fréttir hans hafi verið skrifaðar með það fyrir augum að gagnrýna og fyrir það eigi ekki að refsa honum. „Það er ótækt að refsa mér einfaldlega fyrir að vera blaðamaður,“ segir hann.Sonuç olarak yargı süreci bitmedi. Eninde sonunda beraat edeceğime inanıyorum. Ben sadece yazı yazdım, yorum yaptım. Yazılarımla hiç bir kurum ve örgüte yardım etmedim. Yazılarım eleştirel olabilir ama cezalandırmayı hak etmediler. Ben de hak etmedim, çünkü ben gazeteciyim.— Murat Aksoy (@murataksoy) March 8, 2018 Tengdar fréttir Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Tuttugu og fimm fjölmiðlamenn voru í dag dæmdir í fangelsi í Tyrklandi. Þeim er gert að sök að tengjast uppreisnarhópum sem skipulögðu valdaránstilraunina þar í landi í júlí árið 2016. BBC greinir frá. Tuttugu og þrír af þeim dæmdu fengu dóm sem hljóðar upp á sjö og hálft ár fyrir að tengjast hryðjuverkasamtökum. Tveir fengu vægari refsingu. Þau sakfelldu eru sögð tengjast klerkinum Fethullah Gulen sem tyrknesk yfirvöld segja hafa verið á bak við valdaránstilraunina. Gulen hefur þvertekið fyrir að tengjast henni. Gulen er í útlegð í Bandaríkjunum og hafa yfirvöld þar ekki viljað framselja hann án sannana.Flestir þeirra seku hafa unnið fyrirdagblaðið „Zaman“ sem tyrknesk stjórnvöld tóku yfir árið 2016. Síðan valdaránstilraunin átti sér stað hafa tyrknesk yfirvöld fangelsað rúmlega 50.000 einstaklinga og um 150.000 hafa verið rekin úr vinnum sínum.Kona mótmælti handtöku tyrkneska blaðamannsins Ahmet Altan í síðasta mánuði.Vísir/AFPAðgerðir yfirvalda í kjölfar tilraunarinnar hafa vakið upp áhyggjur um framtíð réttarríkisins í Tyrklandi. Þá hafa ýmis samtök sem standa vörð um réttindi blaðamanna gagnrýnt aðgerðir Tyrkja harðlega. CPJ sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem brýnt var fyrir tyrkneskum yfirvöldum að sleppa fjölmiðlamönnunum úr haldi. Murat Aksoy, einn af hinum handteknu, segir að fréttir hans hafi verið skrifaðar með það fyrir augum að gagnrýna og fyrir það eigi ekki að refsa honum. „Það er ótækt að refsa mér einfaldlega fyrir að vera blaðamaður,“ segir hann.Sonuç olarak yargı süreci bitmedi. Eninde sonunda beraat edeceğime inanıyorum. Ben sadece yazı yazdım, yorum yaptım. Yazılarımla hiç bir kurum ve örgüte yardım etmedim. Yazılarım eleştirel olabilir ama cezalandırmayı hak etmediler. Ben de hak etmedim, çünkü ben gazeteciyim.— Murat Aksoy (@murataksoy) March 8, 2018
Tengdar fréttir Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00