25 fjölmiðlamenn dæmdir í fangelsi í Tyrklandi Ingvar Þór Björnsson skrifar 9. mars 2018 14:31 Andstæðingar Erdogan telja að með þessum aðgerðum sé forsetinn að taka pólitíska andstæðinga sína úr umferð. Vísir/AFP Tuttugu og fimm fjölmiðlamenn voru í dag dæmdir í fangelsi í Tyrklandi. Þeim er gert að sök að tengjast uppreisnarhópum sem skipulögðu valdaránstilraunina þar í landi í júlí árið 2016. BBC greinir frá. Tuttugu og þrír af þeim dæmdu fengu dóm sem hljóðar upp á sjö og hálft ár fyrir að tengjast hryðjuverkasamtökum. Tveir fengu vægari refsingu. Þau sakfelldu eru sögð tengjast klerkinum Fethullah Gulen sem tyrknesk yfirvöld segja hafa verið á bak við valdaránstilraunina. Gulen hefur þvertekið fyrir að tengjast henni. Gulen er í útlegð í Bandaríkjunum og hafa yfirvöld þar ekki viljað framselja hann án sannana.Flestir þeirra seku hafa unnið fyrirdagblaðið „Zaman“ sem tyrknesk stjórnvöld tóku yfir árið 2016. Síðan valdaránstilraunin átti sér stað hafa tyrknesk yfirvöld fangelsað rúmlega 50.000 einstaklinga og um 150.000 hafa verið rekin úr vinnum sínum.Kona mótmælti handtöku tyrkneska blaðamannsins Ahmet Altan í síðasta mánuði.Vísir/AFPAðgerðir yfirvalda í kjölfar tilraunarinnar hafa vakið upp áhyggjur um framtíð réttarríkisins í Tyrklandi. Þá hafa ýmis samtök sem standa vörð um réttindi blaðamanna gagnrýnt aðgerðir Tyrkja harðlega. CPJ sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem brýnt var fyrir tyrkneskum yfirvöldum að sleppa fjölmiðlamönnunum úr haldi. Murat Aksoy, einn af hinum handteknu, segir að fréttir hans hafi verið skrifaðar með það fyrir augum að gagnrýna og fyrir það eigi ekki að refsa honum. „Það er ótækt að refsa mér einfaldlega fyrir að vera blaðamaður,“ segir hann.Sonuç olarak yargı süreci bitmedi. Eninde sonunda beraat edeceğime inanıyorum. Ben sadece yazı yazdım, yorum yaptım. Yazılarımla hiç bir kurum ve örgüte yardım etmedim. Yazılarım eleştirel olabilir ama cezalandırmayı hak etmediler. Ben de hak etmedim, çünkü ben gazeteciyim.— Murat Aksoy (@murataksoy) March 8, 2018 Tengdar fréttir Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Tuttugu og fimm fjölmiðlamenn voru í dag dæmdir í fangelsi í Tyrklandi. Þeim er gert að sök að tengjast uppreisnarhópum sem skipulögðu valdaránstilraunina þar í landi í júlí árið 2016. BBC greinir frá. Tuttugu og þrír af þeim dæmdu fengu dóm sem hljóðar upp á sjö og hálft ár fyrir að tengjast hryðjuverkasamtökum. Tveir fengu vægari refsingu. Þau sakfelldu eru sögð tengjast klerkinum Fethullah Gulen sem tyrknesk yfirvöld segja hafa verið á bak við valdaránstilraunina. Gulen hefur þvertekið fyrir að tengjast henni. Gulen er í útlegð í Bandaríkjunum og hafa yfirvöld þar ekki viljað framselja hann án sannana.Flestir þeirra seku hafa unnið fyrirdagblaðið „Zaman“ sem tyrknesk stjórnvöld tóku yfir árið 2016. Síðan valdaránstilraunin átti sér stað hafa tyrknesk yfirvöld fangelsað rúmlega 50.000 einstaklinga og um 150.000 hafa verið rekin úr vinnum sínum.Kona mótmælti handtöku tyrkneska blaðamannsins Ahmet Altan í síðasta mánuði.Vísir/AFPAðgerðir yfirvalda í kjölfar tilraunarinnar hafa vakið upp áhyggjur um framtíð réttarríkisins í Tyrklandi. Þá hafa ýmis samtök sem standa vörð um réttindi blaðamanna gagnrýnt aðgerðir Tyrkja harðlega. CPJ sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem brýnt var fyrir tyrkneskum yfirvöldum að sleppa fjölmiðlamönnunum úr haldi. Murat Aksoy, einn af hinum handteknu, segir að fréttir hans hafi verið skrifaðar með það fyrir augum að gagnrýna og fyrir það eigi ekki að refsa honum. „Það er ótækt að refsa mér einfaldlega fyrir að vera blaðamaður,“ segir hann.Sonuç olarak yargı süreci bitmedi. Eninde sonunda beraat edeceğime inanıyorum. Ben sadece yazı yazdım, yorum yaptım. Yazılarımla hiç bir kurum ve örgüte yardım etmedim. Yazılarım eleştirel olabilir ama cezalandırmayı hak etmediler. Ben de hak etmedim, çünkü ben gazeteciyim.— Murat Aksoy (@murataksoy) March 8, 2018
Tengdar fréttir Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00