25 fjölmiðlamenn dæmdir í fangelsi í Tyrklandi Ingvar Þór Björnsson skrifar 9. mars 2018 14:31 Andstæðingar Erdogan telja að með þessum aðgerðum sé forsetinn að taka pólitíska andstæðinga sína úr umferð. Vísir/AFP Tuttugu og fimm fjölmiðlamenn voru í dag dæmdir í fangelsi í Tyrklandi. Þeim er gert að sök að tengjast uppreisnarhópum sem skipulögðu valdaránstilraunina þar í landi í júlí árið 2016. BBC greinir frá. Tuttugu og þrír af þeim dæmdu fengu dóm sem hljóðar upp á sjö og hálft ár fyrir að tengjast hryðjuverkasamtökum. Tveir fengu vægari refsingu. Þau sakfelldu eru sögð tengjast klerkinum Fethullah Gulen sem tyrknesk yfirvöld segja hafa verið á bak við valdaránstilraunina. Gulen hefur þvertekið fyrir að tengjast henni. Gulen er í útlegð í Bandaríkjunum og hafa yfirvöld þar ekki viljað framselja hann án sannana.Flestir þeirra seku hafa unnið fyrirdagblaðið „Zaman“ sem tyrknesk stjórnvöld tóku yfir árið 2016. Síðan valdaránstilraunin átti sér stað hafa tyrknesk yfirvöld fangelsað rúmlega 50.000 einstaklinga og um 150.000 hafa verið rekin úr vinnum sínum.Kona mótmælti handtöku tyrkneska blaðamannsins Ahmet Altan í síðasta mánuði.Vísir/AFPAðgerðir yfirvalda í kjölfar tilraunarinnar hafa vakið upp áhyggjur um framtíð réttarríkisins í Tyrklandi. Þá hafa ýmis samtök sem standa vörð um réttindi blaðamanna gagnrýnt aðgerðir Tyrkja harðlega. CPJ sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem brýnt var fyrir tyrkneskum yfirvöldum að sleppa fjölmiðlamönnunum úr haldi. Murat Aksoy, einn af hinum handteknu, segir að fréttir hans hafi verið skrifaðar með það fyrir augum að gagnrýna og fyrir það eigi ekki að refsa honum. „Það er ótækt að refsa mér einfaldlega fyrir að vera blaðamaður,“ segir hann.Sonuç olarak yargı süreci bitmedi. Eninde sonunda beraat edeceğime inanıyorum. Ben sadece yazı yazdım, yorum yaptım. Yazılarımla hiç bir kurum ve örgüte yardım etmedim. Yazılarım eleştirel olabilir ama cezalandırmayı hak etmediler. Ben de hak etmedim, çünkü ben gazeteciyim.— Murat Aksoy (@murataksoy) March 8, 2018 Tengdar fréttir Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Tuttugu og fimm fjölmiðlamenn voru í dag dæmdir í fangelsi í Tyrklandi. Þeim er gert að sök að tengjast uppreisnarhópum sem skipulögðu valdaránstilraunina þar í landi í júlí árið 2016. BBC greinir frá. Tuttugu og þrír af þeim dæmdu fengu dóm sem hljóðar upp á sjö og hálft ár fyrir að tengjast hryðjuverkasamtökum. Tveir fengu vægari refsingu. Þau sakfelldu eru sögð tengjast klerkinum Fethullah Gulen sem tyrknesk yfirvöld segja hafa verið á bak við valdaránstilraunina. Gulen hefur þvertekið fyrir að tengjast henni. Gulen er í útlegð í Bandaríkjunum og hafa yfirvöld þar ekki viljað framselja hann án sannana.Flestir þeirra seku hafa unnið fyrirdagblaðið „Zaman“ sem tyrknesk stjórnvöld tóku yfir árið 2016. Síðan valdaránstilraunin átti sér stað hafa tyrknesk yfirvöld fangelsað rúmlega 50.000 einstaklinga og um 150.000 hafa verið rekin úr vinnum sínum.Kona mótmælti handtöku tyrkneska blaðamannsins Ahmet Altan í síðasta mánuði.Vísir/AFPAðgerðir yfirvalda í kjölfar tilraunarinnar hafa vakið upp áhyggjur um framtíð réttarríkisins í Tyrklandi. Þá hafa ýmis samtök sem standa vörð um réttindi blaðamanna gagnrýnt aðgerðir Tyrkja harðlega. CPJ sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem brýnt var fyrir tyrkneskum yfirvöldum að sleppa fjölmiðlamönnunum úr haldi. Murat Aksoy, einn af hinum handteknu, segir að fréttir hans hafi verið skrifaðar með það fyrir augum að gagnrýna og fyrir það eigi ekki að refsa honum. „Það er ótækt að refsa mér einfaldlega fyrir að vera blaðamaður,“ segir hann.Sonuç olarak yargı süreci bitmedi. Eninde sonunda beraat edeceğime inanıyorum. Ben sadece yazı yazdım, yorum yaptım. Yazılarımla hiç bir kurum ve örgüte yardım etmedim. Yazılarım eleştirel olabilir ama cezalandırmayı hak etmediler. Ben de hak etmedim, çünkü ben gazeteciyim.— Murat Aksoy (@murataksoy) March 8, 2018
Tengdar fréttir Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00