Fær bætur vegna andláts Ellu Dísar Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2018 17:26 Ella Dís ásamt móður sinni, Rögnu Erlendsdóttur. visir/arnþór Sinnum heimaþjónusta og Reykjavíkurborg hafa gert sátt við Rögnu Erlendsdóttur vegna andláts Ellu Dísar Laurens árið 2014. Ragna fær þrjár milljónir króna vegna sáttarinnar og 800 þúsund krónur vegna málskostnaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sinnum þar sem einnig kemur fram að hvorki fyrirtækið né Ragna muni tjá sig frekar um málið. Ragna stefndi Reykjavíkurborg og sinnum í fyrra vegna andláts Ellu Dísar árið 2014. Í stefnu hennar sagði hún starfsmann Sinnum hafa verið að færa Ellu annað hvort úr hjólastól eða sjúkrarúmi og yfir í vinnustól. við það hafi öndunarrör hennar færst úr stað sem olli því að Ella fékk ekki öndun. Starfsmenn Sinnum höfðu þjónað Ellu Dís um árabil. Hún var færð á sjúkrahús og lést nokkrum mánuðum síðar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Sinnum í október til að greiða Rögnu þrjár milljónir en sýknaði Reykjavíkurborg. Ragna hafði farið fram á fimm milljónir króna. Var það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að andlát Ellu Dísar yrði rakið til stórfellds gáleysis stjórnenda Sinnum ehf., með því að setja ófaglærðan starfsmann í aðstæður sem hann gat ekki ráðið við. Sinnum áfrýjaði niðurstöðunni en hefur nú dregið þá áfrýjun til baka.Sjá einnig: Móður Ellu Dísar dæmdar bætur vegna gáleysis stjórnenda SinnumRagna segir í áðurnefndri tilkynningu að þetta mál hafi verið henni og fjölskyldu hennar afskaplega erfitt. „Það er mér mikilvægt að ná málalokum við Sinnum án frekari málaferla.“ Í tilkynningunni segir einnig að Ragna ætli nú að líta fram á veginn og stefni á að ljúka ritun bókar um lífskeið dóttur sinnar, á næstu mánuðum. „Við hjá Sinnum erum afar þakklát því að náðst hafi sátt í þessu erfiða og viðkvæma máli,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, nýskipaður framkvæmdastjóri Sinnum heimaþjónustu. Hún segir sömuleiðis að þessi tími hafi verið öllum sem að þessu máli komu erfiður en lærdómsríkur og því sé sáttin mikilvægur endapunktur. Tengdar fréttir „Ekki spurning um hvort heldur hvenær“ Ella Dís hefur ekki verið með meðvitund frá 18. mars. 24. maí 2014 09:15 Lögregla rannsakar andlát Ellu Dísar Starfsmaður hjá hinu einkareikna heimahjúkrunarfyrirtæki Sinnum hefur stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á andláti Ellu Dísar Laurens. 11. október 2017 15:34 "Núna liggur hún fárveik og berst fyrir lífi sínu“ Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, hefur höfðað mál á hendur Reykjavíkurborgar. 8. apríl 2014 17:05 Ella Dís er látin Ella Dís Laurens lést í kvöld á heimili sínu eftir að hafa verið komin heim til sín af sjúkrahúsi í síðustu viku. 5. júní 2014 22:04 Móðir Ellu Dísar hyggst kæra niðurstöðu héraðssaksóknara Héraðssaksóknari hefur ákveðið að fella niður sakamál gegn hjúkrunarfyrirtækinu Sinnum og starfsmanni þess vegna andláts Ellu Dísar Laurens þegar hún var í umsjón fyrirtækssins. 13. desember 2017 19:30 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Sinnum heimaþjónusta og Reykjavíkurborg hafa gert sátt við Rögnu Erlendsdóttur vegna andláts Ellu Dísar Laurens árið 2014. Ragna fær þrjár milljónir króna vegna sáttarinnar og 800 þúsund krónur vegna málskostnaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sinnum þar sem einnig kemur fram að hvorki fyrirtækið né Ragna muni tjá sig frekar um málið. Ragna stefndi Reykjavíkurborg og sinnum í fyrra vegna andláts Ellu Dísar árið 2014. Í stefnu hennar sagði hún starfsmann Sinnum hafa verið að færa Ellu annað hvort úr hjólastól eða sjúkrarúmi og yfir í vinnustól. við það hafi öndunarrör hennar færst úr stað sem olli því að Ella fékk ekki öndun. Starfsmenn Sinnum höfðu þjónað Ellu Dís um árabil. Hún var færð á sjúkrahús og lést nokkrum mánuðum síðar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Sinnum í október til að greiða Rögnu þrjár milljónir en sýknaði Reykjavíkurborg. Ragna hafði farið fram á fimm milljónir króna. Var það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að andlát Ellu Dísar yrði rakið til stórfellds gáleysis stjórnenda Sinnum ehf., með því að setja ófaglærðan starfsmann í aðstæður sem hann gat ekki ráðið við. Sinnum áfrýjaði niðurstöðunni en hefur nú dregið þá áfrýjun til baka.Sjá einnig: Móður Ellu Dísar dæmdar bætur vegna gáleysis stjórnenda SinnumRagna segir í áðurnefndri tilkynningu að þetta mál hafi verið henni og fjölskyldu hennar afskaplega erfitt. „Það er mér mikilvægt að ná málalokum við Sinnum án frekari málaferla.“ Í tilkynningunni segir einnig að Ragna ætli nú að líta fram á veginn og stefni á að ljúka ritun bókar um lífskeið dóttur sinnar, á næstu mánuðum. „Við hjá Sinnum erum afar þakklát því að náðst hafi sátt í þessu erfiða og viðkvæma máli,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, nýskipaður framkvæmdastjóri Sinnum heimaþjónustu. Hún segir sömuleiðis að þessi tími hafi verið öllum sem að þessu máli komu erfiður en lærdómsríkur og því sé sáttin mikilvægur endapunktur.
Tengdar fréttir „Ekki spurning um hvort heldur hvenær“ Ella Dís hefur ekki verið með meðvitund frá 18. mars. 24. maí 2014 09:15 Lögregla rannsakar andlát Ellu Dísar Starfsmaður hjá hinu einkareikna heimahjúkrunarfyrirtæki Sinnum hefur stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á andláti Ellu Dísar Laurens. 11. október 2017 15:34 "Núna liggur hún fárveik og berst fyrir lífi sínu“ Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, hefur höfðað mál á hendur Reykjavíkurborgar. 8. apríl 2014 17:05 Ella Dís er látin Ella Dís Laurens lést í kvöld á heimili sínu eftir að hafa verið komin heim til sín af sjúkrahúsi í síðustu viku. 5. júní 2014 22:04 Móðir Ellu Dísar hyggst kæra niðurstöðu héraðssaksóknara Héraðssaksóknari hefur ákveðið að fella niður sakamál gegn hjúkrunarfyrirtækinu Sinnum og starfsmanni þess vegna andláts Ellu Dísar Laurens þegar hún var í umsjón fyrirtækssins. 13. desember 2017 19:30 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Ekki spurning um hvort heldur hvenær“ Ella Dís hefur ekki verið með meðvitund frá 18. mars. 24. maí 2014 09:15
Lögregla rannsakar andlát Ellu Dísar Starfsmaður hjá hinu einkareikna heimahjúkrunarfyrirtæki Sinnum hefur stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á andláti Ellu Dísar Laurens. 11. október 2017 15:34
"Núna liggur hún fárveik og berst fyrir lífi sínu“ Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, hefur höfðað mál á hendur Reykjavíkurborgar. 8. apríl 2014 17:05
Ella Dís er látin Ella Dís Laurens lést í kvöld á heimili sínu eftir að hafa verið komin heim til sín af sjúkrahúsi í síðustu viku. 5. júní 2014 22:04
Móðir Ellu Dísar hyggst kæra niðurstöðu héraðssaksóknara Héraðssaksóknari hefur ákveðið að fella niður sakamál gegn hjúkrunarfyrirtækinu Sinnum og starfsmanni þess vegna andláts Ellu Dísar Laurens þegar hún var í umsjón fyrirtækssins. 13. desember 2017 19:30
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði