Fær bætur vegna andláts Ellu Dísar Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2018 17:26 Ella Dís ásamt móður sinni, Rögnu Erlendsdóttur. visir/arnþór Sinnum heimaþjónusta og Reykjavíkurborg hafa gert sátt við Rögnu Erlendsdóttur vegna andláts Ellu Dísar Laurens árið 2014. Ragna fær þrjár milljónir króna vegna sáttarinnar og 800 þúsund krónur vegna málskostnaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sinnum þar sem einnig kemur fram að hvorki fyrirtækið né Ragna muni tjá sig frekar um málið. Ragna stefndi Reykjavíkurborg og sinnum í fyrra vegna andláts Ellu Dísar árið 2014. Í stefnu hennar sagði hún starfsmann Sinnum hafa verið að færa Ellu annað hvort úr hjólastól eða sjúkrarúmi og yfir í vinnustól. við það hafi öndunarrör hennar færst úr stað sem olli því að Ella fékk ekki öndun. Starfsmenn Sinnum höfðu þjónað Ellu Dís um árabil. Hún var færð á sjúkrahús og lést nokkrum mánuðum síðar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Sinnum í október til að greiða Rögnu þrjár milljónir en sýknaði Reykjavíkurborg. Ragna hafði farið fram á fimm milljónir króna. Var það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að andlát Ellu Dísar yrði rakið til stórfellds gáleysis stjórnenda Sinnum ehf., með því að setja ófaglærðan starfsmann í aðstæður sem hann gat ekki ráðið við. Sinnum áfrýjaði niðurstöðunni en hefur nú dregið þá áfrýjun til baka.Sjá einnig: Móður Ellu Dísar dæmdar bætur vegna gáleysis stjórnenda SinnumRagna segir í áðurnefndri tilkynningu að þetta mál hafi verið henni og fjölskyldu hennar afskaplega erfitt. „Það er mér mikilvægt að ná málalokum við Sinnum án frekari málaferla.“ Í tilkynningunni segir einnig að Ragna ætli nú að líta fram á veginn og stefni á að ljúka ritun bókar um lífskeið dóttur sinnar, á næstu mánuðum. „Við hjá Sinnum erum afar þakklát því að náðst hafi sátt í þessu erfiða og viðkvæma máli,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, nýskipaður framkvæmdastjóri Sinnum heimaþjónustu. Hún segir sömuleiðis að þessi tími hafi verið öllum sem að þessu máli komu erfiður en lærdómsríkur og því sé sáttin mikilvægur endapunktur. Tengdar fréttir „Ekki spurning um hvort heldur hvenær“ Ella Dís hefur ekki verið með meðvitund frá 18. mars. 24. maí 2014 09:15 Lögregla rannsakar andlát Ellu Dísar Starfsmaður hjá hinu einkareikna heimahjúkrunarfyrirtæki Sinnum hefur stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á andláti Ellu Dísar Laurens. 11. október 2017 15:34 "Núna liggur hún fárveik og berst fyrir lífi sínu“ Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, hefur höfðað mál á hendur Reykjavíkurborgar. 8. apríl 2014 17:05 Ella Dís er látin Ella Dís Laurens lést í kvöld á heimili sínu eftir að hafa verið komin heim til sín af sjúkrahúsi í síðustu viku. 5. júní 2014 22:04 Móðir Ellu Dísar hyggst kæra niðurstöðu héraðssaksóknara Héraðssaksóknari hefur ákveðið að fella niður sakamál gegn hjúkrunarfyrirtækinu Sinnum og starfsmanni þess vegna andláts Ellu Dísar Laurens þegar hún var í umsjón fyrirtækssins. 13. desember 2017 19:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Sinnum heimaþjónusta og Reykjavíkurborg hafa gert sátt við Rögnu Erlendsdóttur vegna andláts Ellu Dísar Laurens árið 2014. Ragna fær þrjár milljónir króna vegna sáttarinnar og 800 þúsund krónur vegna málskostnaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sinnum þar sem einnig kemur fram að hvorki fyrirtækið né Ragna muni tjá sig frekar um málið. Ragna stefndi Reykjavíkurborg og sinnum í fyrra vegna andláts Ellu Dísar árið 2014. Í stefnu hennar sagði hún starfsmann Sinnum hafa verið að færa Ellu annað hvort úr hjólastól eða sjúkrarúmi og yfir í vinnustól. við það hafi öndunarrör hennar færst úr stað sem olli því að Ella fékk ekki öndun. Starfsmenn Sinnum höfðu þjónað Ellu Dís um árabil. Hún var færð á sjúkrahús og lést nokkrum mánuðum síðar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Sinnum í október til að greiða Rögnu þrjár milljónir en sýknaði Reykjavíkurborg. Ragna hafði farið fram á fimm milljónir króna. Var það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að andlát Ellu Dísar yrði rakið til stórfellds gáleysis stjórnenda Sinnum ehf., með því að setja ófaglærðan starfsmann í aðstæður sem hann gat ekki ráðið við. Sinnum áfrýjaði niðurstöðunni en hefur nú dregið þá áfrýjun til baka.Sjá einnig: Móður Ellu Dísar dæmdar bætur vegna gáleysis stjórnenda SinnumRagna segir í áðurnefndri tilkynningu að þetta mál hafi verið henni og fjölskyldu hennar afskaplega erfitt. „Það er mér mikilvægt að ná málalokum við Sinnum án frekari málaferla.“ Í tilkynningunni segir einnig að Ragna ætli nú að líta fram á veginn og stefni á að ljúka ritun bókar um lífskeið dóttur sinnar, á næstu mánuðum. „Við hjá Sinnum erum afar þakklát því að náðst hafi sátt í þessu erfiða og viðkvæma máli,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, nýskipaður framkvæmdastjóri Sinnum heimaþjónustu. Hún segir sömuleiðis að þessi tími hafi verið öllum sem að þessu máli komu erfiður en lærdómsríkur og því sé sáttin mikilvægur endapunktur.
Tengdar fréttir „Ekki spurning um hvort heldur hvenær“ Ella Dís hefur ekki verið með meðvitund frá 18. mars. 24. maí 2014 09:15 Lögregla rannsakar andlát Ellu Dísar Starfsmaður hjá hinu einkareikna heimahjúkrunarfyrirtæki Sinnum hefur stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á andláti Ellu Dísar Laurens. 11. október 2017 15:34 "Núna liggur hún fárveik og berst fyrir lífi sínu“ Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, hefur höfðað mál á hendur Reykjavíkurborgar. 8. apríl 2014 17:05 Ella Dís er látin Ella Dís Laurens lést í kvöld á heimili sínu eftir að hafa verið komin heim til sín af sjúkrahúsi í síðustu viku. 5. júní 2014 22:04 Móðir Ellu Dísar hyggst kæra niðurstöðu héraðssaksóknara Héraðssaksóknari hefur ákveðið að fella niður sakamál gegn hjúkrunarfyrirtækinu Sinnum og starfsmanni þess vegna andláts Ellu Dísar Laurens þegar hún var í umsjón fyrirtækssins. 13. desember 2017 19:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
„Ekki spurning um hvort heldur hvenær“ Ella Dís hefur ekki verið með meðvitund frá 18. mars. 24. maí 2014 09:15
Lögregla rannsakar andlát Ellu Dísar Starfsmaður hjá hinu einkareikna heimahjúkrunarfyrirtæki Sinnum hefur stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á andláti Ellu Dísar Laurens. 11. október 2017 15:34
"Núna liggur hún fárveik og berst fyrir lífi sínu“ Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, hefur höfðað mál á hendur Reykjavíkurborgar. 8. apríl 2014 17:05
Ella Dís er látin Ella Dís Laurens lést í kvöld á heimili sínu eftir að hafa verið komin heim til sín af sjúkrahúsi í síðustu viku. 5. júní 2014 22:04
Móðir Ellu Dísar hyggst kæra niðurstöðu héraðssaksóknara Héraðssaksóknari hefur ákveðið að fella niður sakamál gegn hjúkrunarfyrirtækinu Sinnum og starfsmanni þess vegna andláts Ellu Dísar Laurens þegar hún var í umsjón fyrirtækssins. 13. desember 2017 19:30