Innlent

"Núna liggur hún fárveik og berst fyrir lífi sínu“

visir/arnþór
„Dóttir mín lenti í slysi þann 18. mars í skólanum og tel ég að það megi rekja til kunnáttuleysi starfsmanns,“ segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar Laurens.

Ella Dís lenti í hjartastoppi vegna súrefnisskorts í skólanum en vandamál kom upp vegna túpu sem staðsett er í koki Ellu Dísar og aðstoðar hana við öndun.

„Túpan losnaði upp úr henni og starfsmaðurinn kunni ekki að skipta um né að koma henni fyrir aftur. Starfsmaðurinn var ekki meðvitaður um ákveðið neyðarplan,“ segir Ragna.

Ragna hefur ákveðið höfðað mál á hendur Reykjavíkurborgar og heimaþjónustunnar. Ella Dís hefur ekki vaknað í 3 vikur eða frá 18. mars og óttast Ragna að hún komi ekki aftur til meðvitundar.

„Dóttir mín hefur verið í öndunarvél síðan hún var tveggja ára og það er því nauðsynlegt að sá starfsmaður sem er með henni hafi fengið viðeigandi þjálfun. Núna liggur hún fárveik og berst fyrir lífi sínu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×