„Ekki spurning um hvort heldur hvenær“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2014 09:15 „Staðan er ekki góð, ég var á fundi í morgun og myndir af heila hennar og heilalínurit sýndu versnandi stöðu. Þetta lítur ekki vel út og það er ekki spurning hvort heldur hvenær. Hún sjálf er farin núna,“ segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar í samtali við Vísi í gærkvöldi. „Dóttir mín hefur ekki verið til staðar síðan 17. mars.“ Ragna segir næsta skref vera að ákveða hvort grípa eigi til endurlífgunartilrauna ef hjarta Ellu Dísar stoppar. Þann 18. mars síðastliðinn lenti Ella Dís í slysi í skólanum og lenti í hjartastoppi vegna súrefnisskorts. Túba sem staðsett var í koki hennar og aðstoðaði hana við öndun losnaði. Ragna segir að ekki hafi verið brugðist nógu hratt við því og Ella Dís hefur ekki náð meðvitund síðan. Ragna er byrjuð á því ferli að höfða mál gegn Reykjavíkurborg og heimaþjónustunni sem sinnt hefur Ellu Dís undanfarin tvö ár. Ella Dís fékk rétta sjúkdómsgreiningu árið 2012 eftir fimm ára leit. Fyrir slysið hafði hún sýnt bata og sem dæmi hafði sjón hennar batnað svo að hún þurfti ekki lengur gleraugu. „Þetta er mikill sorgartími fyrir fjölskyldu Ellu Dísar og okkur öll. Ég á mikið almenningi að þakka og Ella hefur snert líf margra og margir hafa látið líf hennar sig varða. Þess vegna hefur mér þótt sjálfsagt að gera fólki kleyft að fylgjast með henni. Hún er okkar allra.“ Ragna vonast til þess að draga megi lærdóm af sögu Ellu Dísar og vinnur nú að bók um sögu hennar. „Ég vona að þetta verði til þess að eitthvað verði gert í eftirliti í stjórnsýslu og verði til endurbóta í kerfinu. Að þetta muni aldrei koma fyrir annað barn og aðra fjölskyldu.“ Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
„Staðan er ekki góð, ég var á fundi í morgun og myndir af heila hennar og heilalínurit sýndu versnandi stöðu. Þetta lítur ekki vel út og það er ekki spurning hvort heldur hvenær. Hún sjálf er farin núna,“ segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar í samtali við Vísi í gærkvöldi. „Dóttir mín hefur ekki verið til staðar síðan 17. mars.“ Ragna segir næsta skref vera að ákveða hvort grípa eigi til endurlífgunartilrauna ef hjarta Ellu Dísar stoppar. Þann 18. mars síðastliðinn lenti Ella Dís í slysi í skólanum og lenti í hjartastoppi vegna súrefnisskorts. Túba sem staðsett var í koki hennar og aðstoðaði hana við öndun losnaði. Ragna segir að ekki hafi verið brugðist nógu hratt við því og Ella Dís hefur ekki náð meðvitund síðan. Ragna er byrjuð á því ferli að höfða mál gegn Reykjavíkurborg og heimaþjónustunni sem sinnt hefur Ellu Dís undanfarin tvö ár. Ella Dís fékk rétta sjúkdómsgreiningu árið 2012 eftir fimm ára leit. Fyrir slysið hafði hún sýnt bata og sem dæmi hafði sjón hennar batnað svo að hún þurfti ekki lengur gleraugu. „Þetta er mikill sorgartími fyrir fjölskyldu Ellu Dísar og okkur öll. Ég á mikið almenningi að þakka og Ella hefur snert líf margra og margir hafa látið líf hennar sig varða. Þess vegna hefur mér þótt sjálfsagt að gera fólki kleyft að fylgjast með henni. Hún er okkar allra.“ Ragna vonast til þess að draga megi lærdóm af sögu Ellu Dísar og vinnur nú að bók um sögu hennar. „Ég vona að þetta verði til þess að eitthvað verði gert í eftirliti í stjórnsýslu og verði til endurbóta í kerfinu. Að þetta muni aldrei koma fyrir annað barn og aðra fjölskyldu.“
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira