„Ekki spurning um hvort heldur hvenær“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2014 09:15 „Staðan er ekki góð, ég var á fundi í morgun og myndir af heila hennar og heilalínurit sýndu versnandi stöðu. Þetta lítur ekki vel út og það er ekki spurning hvort heldur hvenær. Hún sjálf er farin núna,“ segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar í samtali við Vísi í gærkvöldi. „Dóttir mín hefur ekki verið til staðar síðan 17. mars.“ Ragna segir næsta skref vera að ákveða hvort grípa eigi til endurlífgunartilrauna ef hjarta Ellu Dísar stoppar. Þann 18. mars síðastliðinn lenti Ella Dís í slysi í skólanum og lenti í hjartastoppi vegna súrefnisskorts. Túba sem staðsett var í koki hennar og aðstoðaði hana við öndun losnaði. Ragna segir að ekki hafi verið brugðist nógu hratt við því og Ella Dís hefur ekki náð meðvitund síðan. Ragna er byrjuð á því ferli að höfða mál gegn Reykjavíkurborg og heimaþjónustunni sem sinnt hefur Ellu Dís undanfarin tvö ár. Ella Dís fékk rétta sjúkdómsgreiningu árið 2012 eftir fimm ára leit. Fyrir slysið hafði hún sýnt bata og sem dæmi hafði sjón hennar batnað svo að hún þurfti ekki lengur gleraugu. „Þetta er mikill sorgartími fyrir fjölskyldu Ellu Dísar og okkur öll. Ég á mikið almenningi að þakka og Ella hefur snert líf margra og margir hafa látið líf hennar sig varða. Þess vegna hefur mér þótt sjálfsagt að gera fólki kleyft að fylgjast með henni. Hún er okkar allra.“ Ragna vonast til þess að draga megi lærdóm af sögu Ellu Dísar og vinnur nú að bók um sögu hennar. „Ég vona að þetta verði til þess að eitthvað verði gert í eftirliti í stjórnsýslu og verði til endurbóta í kerfinu. Að þetta muni aldrei koma fyrir annað barn og aðra fjölskyldu.“ Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Staðan er ekki góð, ég var á fundi í morgun og myndir af heila hennar og heilalínurit sýndu versnandi stöðu. Þetta lítur ekki vel út og það er ekki spurning hvort heldur hvenær. Hún sjálf er farin núna,“ segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar í samtali við Vísi í gærkvöldi. „Dóttir mín hefur ekki verið til staðar síðan 17. mars.“ Ragna segir næsta skref vera að ákveða hvort grípa eigi til endurlífgunartilrauna ef hjarta Ellu Dísar stoppar. Þann 18. mars síðastliðinn lenti Ella Dís í slysi í skólanum og lenti í hjartastoppi vegna súrefnisskorts. Túba sem staðsett var í koki hennar og aðstoðaði hana við öndun losnaði. Ragna segir að ekki hafi verið brugðist nógu hratt við því og Ella Dís hefur ekki náð meðvitund síðan. Ragna er byrjuð á því ferli að höfða mál gegn Reykjavíkurborg og heimaþjónustunni sem sinnt hefur Ellu Dís undanfarin tvö ár. Ella Dís fékk rétta sjúkdómsgreiningu árið 2012 eftir fimm ára leit. Fyrir slysið hafði hún sýnt bata og sem dæmi hafði sjón hennar batnað svo að hún þurfti ekki lengur gleraugu. „Þetta er mikill sorgartími fyrir fjölskyldu Ellu Dísar og okkur öll. Ég á mikið almenningi að þakka og Ella hefur snert líf margra og margir hafa látið líf hennar sig varða. Þess vegna hefur mér þótt sjálfsagt að gera fólki kleyft að fylgjast með henni. Hún er okkar allra.“ Ragna vonast til þess að draga megi lærdóm af sögu Ellu Dísar og vinnur nú að bók um sögu hennar. „Ég vona að þetta verði til þess að eitthvað verði gert í eftirliti í stjórnsýslu og verði til endurbóta í kerfinu. Að þetta muni aldrei koma fyrir annað barn og aðra fjölskyldu.“
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira