Selfoss vann mikilvægan 1-0 sigur á FH í botnbaráttunni í Pepsi-deild kvenna en með sigrinum lyftir Selfoss sér upp töfluna.
Eina mark leiksins skoraði Allyson Paige Heran á 21. mínútu leiksins en hún skoraði eftir frákast. Lokatölur 1-0.
Selfoss er eftir sigurinn komið í fimmta sæti deildarinnar en nýliðarnir eru í fimmta sætinu með 15 stig.
FH er hins vegar á botninum með sex stig. Liðið er sex stigum frá KR, sem er í áttunda sætinu, og þar af leiðandi í Pepsi-sæti á næsta ári.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.
Selfoss lyfti sér upp töfluna með sigri í Kaplakrika
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Þessir þurfa að heilla Amorim
Enski boltinn


„Lélegasti leikurinn okkar í sumar“
Íslenski boltinn


Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson
Enski boltinn


Ísland mátti þola stórt tap
Körfubolti

Stórt tap á Ítalíu
Körfubolti
